Yfirlæti forsetaframbjóðenda fer í taugarnar á Ragnari Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. apríl 2024 23:41 Ragnar Þór Ingólfsson tekur ekki undir með þeim sem pirra sig á fjölda frambjóðenda. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR tekur ekki undir með þeim sem pirra sig á þeim mikla fjölda frambjóðenda til embættis forseta sem borist hafa undanfarna mánuði. Hann segir það vera forréttindi að í landinu okkar geti nánast hver sem er gefið kost á sér án of þröngra skilyrða. Honum finnst að frelsið til að bjóða sig fram sé grundvöllur lýðræðis í okkar samfélagi og réttur sem ekki megi með nokkru móti skerða. Þetta segir Ragnar í færslu sem hann birti á síðu sína á Facebook fyrr í dag. „Kæru vinir. Ég hef tekið ákvörðun um að bjóða mig fram til embættis forseta Íslands,“ byrjar hann færsluna á en tekur skýrt fram í lok hennar að um smellibeitu hafi verið að ræða. Hann segir þetta vera orðið yfirlýsing sem hljómar kunnuglega í eyrum fólks þessa dagana og að svo virðist sem mikli áhuginn á embættinu, sem raungerist í miklum fjölda frambjóðenda, fari fyrir brjóstið á flestum sem hann talar við. Því er hann algjörlega ósammála. „Við búum við þau forréttindi að í landinu okkar getur nánast hver sem er boðið sig fram til embættis forseta. Án þess að skilyrði til þess séu of þröng,“ skrifar Ragnar. „Hitt er annað mál að peninga og valdaöflin munu að öllum líkindum ráða því á endanum hver hlýtur hnossið því möguleikar meðal Jóns og meðal Gunnu eru litlir sem engir þegar á hólminn er komið. En það breytir ekki mikilvægi þess að geta boðið sig fram, en þeim möguleika er ekki til að dreifa í nær öllum samanburði á heimsvísu,“ segir hann. Lítur á þetta sem lýðræðisveislu Hann spyr sig hver staðan væri ef við hefðum einungis „tvo kolruglaða karla á níræðisaldri“ úr að velja og á þá væntanlega við bandarísku hliðstæður frambjóðendanna, þá Joe Biden og Donald Trump. „Í grunninn, finnst mér persónulega, að hafa frelsið og möguleika til að bjóða sig fram vera grundvöllur lýðræðis í okkar samfélagi, réttur sem ekki má með nokkru móti skerða. Ég horfi á þetta sem lýðræðisveislu sem við eigum öll að fagna. Ég hef meiri áhyggjur af því að of margir heltist úr lestinni frekar en hitt. Að heyra ekki sjónarmið og skoðanir þeirra sem eru nær raunveruleika venjulegs fólks en ekki hluti af einhverri elítu,“ segir Ragnar. Þau sem talað er orðið um sem líkleg til árangurs séu farin að tala öðruvísi og klæða sig með öðrum hætti. Þetta hafi hann oft orðið var við í gegnum tíðina þegar forsetaefni stígi fram. „Þetta fer einhvern veginn alltaf í taugarnar á mér. Af hverju getur fólk ekki bara verið venjulegt eins og við hin í stað þess að ávarpa okkur, tala til okkar með yfirlætislegum og háfleygum hætti?“ spyr Ragnar sig. „Það verður í það minnsta spennandi að fylgjast með frambjóðendunum, þeim sem komast í gegnum fyrstu síuna, og heyra hvað þeir hafa fram að færa annað en eigið ágæti, köllun, menntun og pólitíska “sigra”.“ Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Honum finnst að frelsið til að bjóða sig fram sé grundvöllur lýðræðis í okkar samfélagi og réttur sem ekki megi með nokkru móti skerða. Þetta segir Ragnar í færslu sem hann birti á síðu sína á Facebook fyrr í dag. „Kæru vinir. Ég hef tekið ákvörðun um að bjóða mig fram til embættis forseta Íslands,“ byrjar hann færsluna á en tekur skýrt fram í lok hennar að um smellibeitu hafi verið að ræða. Hann segir þetta vera orðið yfirlýsing sem hljómar kunnuglega í eyrum fólks þessa dagana og að svo virðist sem mikli áhuginn á embættinu, sem raungerist í miklum fjölda frambjóðenda, fari fyrir brjóstið á flestum sem hann talar við. Því er hann algjörlega ósammála. „Við búum við þau forréttindi að í landinu okkar getur nánast hver sem er boðið sig fram til embættis forseta. Án þess að skilyrði til þess séu of þröng,“ skrifar Ragnar. „Hitt er annað mál að peninga og valdaöflin munu að öllum líkindum ráða því á endanum hver hlýtur hnossið því möguleikar meðal Jóns og meðal Gunnu eru litlir sem engir þegar á hólminn er komið. En það breytir ekki mikilvægi þess að geta boðið sig fram, en þeim möguleika er ekki til að dreifa í nær öllum samanburði á heimsvísu,“ segir hann. Lítur á þetta sem lýðræðisveislu Hann spyr sig hver staðan væri ef við hefðum einungis „tvo kolruglaða karla á níræðisaldri“ úr að velja og á þá væntanlega við bandarísku hliðstæður frambjóðendanna, þá Joe Biden og Donald Trump. „Í grunninn, finnst mér persónulega, að hafa frelsið og möguleika til að bjóða sig fram vera grundvöllur lýðræðis í okkar samfélagi, réttur sem ekki má með nokkru móti skerða. Ég horfi á þetta sem lýðræðisveislu sem við eigum öll að fagna. Ég hef meiri áhyggjur af því að of margir heltist úr lestinni frekar en hitt. Að heyra ekki sjónarmið og skoðanir þeirra sem eru nær raunveruleika venjulegs fólks en ekki hluti af einhverri elítu,“ segir Ragnar. Þau sem talað er orðið um sem líkleg til árangurs séu farin að tala öðruvísi og klæða sig með öðrum hætti. Þetta hafi hann oft orðið var við í gegnum tíðina þegar forsetaefni stígi fram. „Þetta fer einhvern veginn alltaf í taugarnar á mér. Af hverju getur fólk ekki bara verið venjulegt eins og við hin í stað þess að ávarpa okkur, tala til okkar með yfirlætislegum og háfleygum hætti?“ spyr Ragnar sig. „Það verður í það minnsta spennandi að fylgjast með frambjóðendunum, þeim sem komast í gegnum fyrstu síuna, og heyra hvað þeir hafa fram að færa annað en eigið ágæti, köllun, menntun og pólitíska “sigra”.“
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira