Mun túlka Springsteen Atli Ísleifsson skrifar 9. apríl 2024 08:49 Jeremy Allen White er þekktur fyrir hlutverk sitt í þáttunum Shameless og The Bear. EPA Bandaríski leikarinn Jeremy Allen White, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum The Bear, mun túlka Bruce Springsteen í væntanlegri kvikmynd um stórsöngvarann. Deadline greindi frá þessu í gær. Fjölmargir hafa verið nefndir í því samhengi að fá hlutverkið en nú liggur fyrir að hinn 33 ára White hafi dregið lengsta stráið. Myndin mun bera nafnið Deliver Me From Nowhere og er litið á framleiðslu hennar sem mikinn feng fyrir 20th Century Studios og nýjan forstjóra framleiðslufyrirtækisins, David Greenbaum. White er einnig þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk Phillip „Lip“ Gallagher í þáttunum Shameless sem framleiddir voru á árunum 2011 til 2021. Í myndinni um Springsteen mun segja frá mótandi tímabili í lífi söngvarans, þar sem hann glímdi við andleg veikindi á sama tíma og hann reyndi að fóta sig sem alheimsstjarna. Á sama tíma samdi hann og tók upp plötuna Nebraska sem kom út árið 1982 og er almennt talin ein af hans bestu. Tökur á myndinni hefjast í haust, en hún verður sýnd í kvikmyndahúsum og síðar í streymisveitu Disney. Bæði Springsteen sjálfur og umboðsmaður hans, Jon Landau, taka virkan þátt í framleiðslu myndarinnar þar sem meðal annars verður að finna tónlist af plötunum The River, Nebraska og Born in the U.S.A. Bíó og sjónvarp Hollywood Tónlist Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Deadline greindi frá þessu í gær. Fjölmargir hafa verið nefndir í því samhengi að fá hlutverkið en nú liggur fyrir að hinn 33 ára White hafi dregið lengsta stráið. Myndin mun bera nafnið Deliver Me From Nowhere og er litið á framleiðslu hennar sem mikinn feng fyrir 20th Century Studios og nýjan forstjóra framleiðslufyrirtækisins, David Greenbaum. White er einnig þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk Phillip „Lip“ Gallagher í þáttunum Shameless sem framleiddir voru á árunum 2011 til 2021. Í myndinni um Springsteen mun segja frá mótandi tímabili í lífi söngvarans, þar sem hann glímdi við andleg veikindi á sama tíma og hann reyndi að fóta sig sem alheimsstjarna. Á sama tíma samdi hann og tók upp plötuna Nebraska sem kom út árið 1982 og er almennt talin ein af hans bestu. Tökur á myndinni hefjast í haust, en hún verður sýnd í kvikmyndahúsum og síðar í streymisveitu Disney. Bæði Springsteen sjálfur og umboðsmaður hans, Jon Landau, taka virkan þátt í framleiðslu myndarinnar þar sem meðal annars verður að finna tónlist af plötunum The River, Nebraska og Born in the U.S.A.
Bíó og sjónvarp Hollywood Tónlist Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein