Bjarni Benediktsson nýr forsætisráðherra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. apríl 2024 14:03 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG, Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins verður næsti forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins tekur við sem fjármálaráðherra og Svandís Svavarsdóttir verður innviðaráðherra. Þetta kemur fram á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Hörpu sem hófst klukkan 14. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG, verður áfram félagsmálaráðherra og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir kemur inn í ríkisstjórn og verður matvælaráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir verður aftur utanríkisráðherra. Lyklaskipti verða á morgun og ríkisráðsfundur í kvöld. „Samstarf þessara þriggja flokka á sér djúpar rætur. Við höfum verið í samstarfi frá árinu 2017 og eftir kosningarnar 2021 var stjórnarsamstarfið endurnýjað og stjórnarsáttmálinn uppfærður miðað við þær aðstæður sem þá voru í samfélaginu,“ sagði Bjarni í upphafi fundarins. Flokkarnir hafi átt mjög góðar viðræður undanfarna daga og ríkisstjórnin verið að máta sig við þær samfélagsaðstæður sem nú eru uppi. Félagarnir á leið inn á blaðamannafundinn.Vísir/Vilhelm „Þær breytingar sem verða í ríkisstjórninni eru þá þær að forsætisráðherrastóllinn færist til Sjálfstæðisflokksins og ég mun færast yfir í forsætisráðuneytið. Sigurður Ingi fer þá í fjármálaráðuneytið og innviðaráðuneytið færist þá til Vinstri grænna. Það leiðir af eðli máls að það kemur inn nýr ráðherra fyrir Vinstri græna í stað þess sem hverfur á braut,“ sagði Bjarni. Það hafi verið ríkisstjórninni mikilvægt að tryggja áfram pólitískan stöðugleika þrátt fyrir brotthvarf Katrínar. Mörg mál þurfi að klára í gegnum þingið áður en blásið verði til annarra kosninga og nefnir Bjarni mál eins og frumvarp félagsmálaráðherra um örorku, orkumálin og málefni innflytjenda og hælisleitenda. „Það mál er nú komið inn í þingið og það er algjört forgangsmál að það mál fái að klárast á þessu þingi. Slík áform verða auðvitað að engu ef menn ná ekki saman og þess vegna höfum við notað tímann vel til þess að ná saman. Við teljum að við búum við góðar ytri aðstæður. Nú er nýlokið kjarasamningagerð, það er uppsláttur í hagkerfinu heilt yfir þó verðbólga sé enn of mikil og við stefnum mjög bjartsýn fram veginn,“ segir Bjarni. Niðurstaða komin í gær Katrín Jakobsdóttir tilkynnti framboð sitt til forseta á föstudaginn og lét af störfum sem formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs samdægurs. Á sunnudag fór hún á fund Guðna Th. Jóhannessonar forseta landsins og baðst lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. Guðni varð við því en fól henni að sitja áfram sem forsætisráðherra þar til ný ríkisstjórn væri mynduð. Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja hafa undanfarna daga fundað stíft og reynt að ná saman í helstu deilumálum enda hefur verið talað um að Katrín hafi verið límið í ríkisstjórninni og því ýmislegt sem ný forysta flokksins þurfti að ræða við Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn. Niðurstaða um það hvernig ráðherrastólum yrði stokkað upp var komin í gærkvöldi. Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti breytingar á ríkisstjórn á þingflokksfundi í gærkvöldi og Framsóknarmenn á fundi í morgun. Vinstri græn samþykktu breytingarnar á þingflokksfundi í hádeginu. Fréttin hefur verið uppfærð. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Viðbrögð á samfélagsmiðlum: „Í hvaða trúðalýðræði lifum við?“ Netverjar hafa ekki setið á skoðunum sínum um væntanleg stólaskipti í ríkisstjórn landsins. Tíðinda er að vænta af viðræðum ríkisstjórnarflokkanna klukkan 14 en þá hefur verið boðað til blaðamannafundar í Hörpu. 9. apríl 2024 13:18 Ný ríkisstjórn fær handbók um siðareglur í sængurgjöf Forsætisráðuneytið hefur gefið út handbók um siðareglur ráðherra, sem samin var af Siðfræðistofnun Háskóla Íslands að beiðni og í samvinnu við ráðuneytið. 9. apríl 2024 12:22 Hafa nýtt tímann til að leysa ágreining VG og Sjálfstæðismanna Formaður Framsóknarflokksins segir viðræður forystumanna stjórnarflokkanna þriggja um helgina og í gær meðal annars hafa farið í að leysa ágreining sem hefur verið milli Sjálfstæðismanna og Vinstri grænna. Ríkisstjórnarflokkarnir boða til blaðamannafundar klukkan 14 í Hörpu til að kynna áherslur nýs ráðuneytis. 9. apríl 2024 11:53 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Þetta kemur fram á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Hörpu sem hófst klukkan 14. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG, verður áfram félagsmálaráðherra og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir kemur inn í ríkisstjórn og verður matvælaráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir verður aftur utanríkisráðherra. Lyklaskipti verða á morgun og ríkisráðsfundur í kvöld. „Samstarf þessara þriggja flokka á sér djúpar rætur. Við höfum verið í samstarfi frá árinu 2017 og eftir kosningarnar 2021 var stjórnarsamstarfið endurnýjað og stjórnarsáttmálinn uppfærður miðað við þær aðstæður sem þá voru í samfélaginu,“ sagði Bjarni í upphafi fundarins. Flokkarnir hafi átt mjög góðar viðræður undanfarna daga og ríkisstjórnin verið að máta sig við þær samfélagsaðstæður sem nú eru uppi. Félagarnir á leið inn á blaðamannafundinn.Vísir/Vilhelm „Þær breytingar sem verða í ríkisstjórninni eru þá þær að forsætisráðherrastóllinn færist til Sjálfstæðisflokksins og ég mun færast yfir í forsætisráðuneytið. Sigurður Ingi fer þá í fjármálaráðuneytið og innviðaráðuneytið færist þá til Vinstri grænna. Það leiðir af eðli máls að það kemur inn nýr ráðherra fyrir Vinstri græna í stað þess sem hverfur á braut,“ sagði Bjarni. Það hafi verið ríkisstjórninni mikilvægt að tryggja áfram pólitískan stöðugleika þrátt fyrir brotthvarf Katrínar. Mörg mál þurfi að klára í gegnum þingið áður en blásið verði til annarra kosninga og nefnir Bjarni mál eins og frumvarp félagsmálaráðherra um örorku, orkumálin og málefni innflytjenda og hælisleitenda. „Það mál er nú komið inn í þingið og það er algjört forgangsmál að það mál fái að klárast á þessu þingi. Slík áform verða auðvitað að engu ef menn ná ekki saman og þess vegna höfum við notað tímann vel til þess að ná saman. Við teljum að við búum við góðar ytri aðstæður. Nú er nýlokið kjarasamningagerð, það er uppsláttur í hagkerfinu heilt yfir þó verðbólga sé enn of mikil og við stefnum mjög bjartsýn fram veginn,“ segir Bjarni. Niðurstaða komin í gær Katrín Jakobsdóttir tilkynnti framboð sitt til forseta á föstudaginn og lét af störfum sem formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs samdægurs. Á sunnudag fór hún á fund Guðna Th. Jóhannessonar forseta landsins og baðst lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. Guðni varð við því en fól henni að sitja áfram sem forsætisráðherra þar til ný ríkisstjórn væri mynduð. Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja hafa undanfarna daga fundað stíft og reynt að ná saman í helstu deilumálum enda hefur verið talað um að Katrín hafi verið límið í ríkisstjórninni og því ýmislegt sem ný forysta flokksins þurfti að ræða við Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn. Niðurstaða um það hvernig ráðherrastólum yrði stokkað upp var komin í gærkvöldi. Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti breytingar á ríkisstjórn á þingflokksfundi í gærkvöldi og Framsóknarmenn á fundi í morgun. Vinstri græn samþykktu breytingarnar á þingflokksfundi í hádeginu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Viðbrögð á samfélagsmiðlum: „Í hvaða trúðalýðræði lifum við?“ Netverjar hafa ekki setið á skoðunum sínum um væntanleg stólaskipti í ríkisstjórn landsins. Tíðinda er að vænta af viðræðum ríkisstjórnarflokkanna klukkan 14 en þá hefur verið boðað til blaðamannafundar í Hörpu. 9. apríl 2024 13:18 Ný ríkisstjórn fær handbók um siðareglur í sængurgjöf Forsætisráðuneytið hefur gefið út handbók um siðareglur ráðherra, sem samin var af Siðfræðistofnun Háskóla Íslands að beiðni og í samvinnu við ráðuneytið. 9. apríl 2024 12:22 Hafa nýtt tímann til að leysa ágreining VG og Sjálfstæðismanna Formaður Framsóknarflokksins segir viðræður forystumanna stjórnarflokkanna þriggja um helgina og í gær meðal annars hafa farið í að leysa ágreining sem hefur verið milli Sjálfstæðismanna og Vinstri grænna. Ríkisstjórnarflokkarnir boða til blaðamannafundar klukkan 14 í Hörpu til að kynna áherslur nýs ráðuneytis. 9. apríl 2024 11:53 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Viðbrögð á samfélagsmiðlum: „Í hvaða trúðalýðræði lifum við?“ Netverjar hafa ekki setið á skoðunum sínum um væntanleg stólaskipti í ríkisstjórn landsins. Tíðinda er að vænta af viðræðum ríkisstjórnarflokkanna klukkan 14 en þá hefur verið boðað til blaðamannafundar í Hörpu. 9. apríl 2024 13:18
Ný ríkisstjórn fær handbók um siðareglur í sængurgjöf Forsætisráðuneytið hefur gefið út handbók um siðareglur ráðherra, sem samin var af Siðfræðistofnun Háskóla Íslands að beiðni og í samvinnu við ráðuneytið. 9. apríl 2024 12:22
Hafa nýtt tímann til að leysa ágreining VG og Sjálfstæðismanna Formaður Framsóknarflokksins segir viðræður forystumanna stjórnarflokkanna þriggja um helgina og í gær meðal annars hafa farið í að leysa ágreining sem hefur verið milli Sjálfstæðismanna og Vinstri grænna. Ríkisstjórnarflokkarnir boða til blaðamannafundar klukkan 14 í Hörpu til að kynna áherslur nýs ráðuneytis. 9. apríl 2024 11:53