Hanna draumareitinn fyrir sumarið BM Vallá 10. apríl 2024 12:43 Ásbjörn Ingi Jóhannesson, sölustjóri hjá BM Vallá segir marga farna að huga að vorverkunum í garðinum. BM Vallá BM Vallá býður upp á á heildstæðar lausnir fyrir landslags- og garðhönnun. Með fjörtíu ára reynslu og gæðavottun býður fyrirtækið upp á fjölbreytt úrval hellna og steyptra garðeininga, sem eru sérhannaðar fyrir íslenskar aðstæður og mæta þörfum neytenda fyrir falleg og notendavæn útisvæði. „Nú er fólk að vakna úr dvala eftir veturinn og margir farnir að setja sig í stellingar til að betrumbæta garðinn, lóðina og innkeyrsluna,“ segir Ásbjörn Ingi Jóhannesson, sölustjóri hellna og garðeininga hjá BM Vallá. Hellulagður draumareitur í garðinum. „Við finnum nú fyrir verulegum áhuga hjá fólki að fegra nærumhverfið við heimilin eða bústaðinn og taka til hendinni í garðinum. Flestir byrja á almennum þrifum, en í kjölfarið kvikna hugmyndir um hvað megi betrumbæta til að gera góðan garð enn betri. Þá er vinsælt að heimsækja okkur í Breiðhöfðann og kíkja við á sýningarsvæðinu í Fornalundi og fá góð ráð hjá söluráðgjöfum okkar,“ bætir hann við. Hanna planið í teikniforriti Til þess að aðstoða viðskiptavini við að hanna og skipuleggja þeirra eigin rými, býður BM Vallá upp á teikniforrit á vefsíðu sinni þar sem hægt er að máta og prófa mismunandi hellur, hleðslusteina og aðrar garðeiningar, eins og sorptunnuskýli. Með teikniforritinu frá BM Vallá er hægt að setja inn mynd af innkeyrslunni og máta mismunandi tegundir af hellum og hleðslusteinum. Einnig er hægt að setja inn sorptunnuskýli og velja úr mismunandi tegundir. Þessi leið hefur verið afar vinsæl, enda fljótleg og án kostnaðar fyrir viðskiptavini. Landslagsarkitekt veitir ráðgjöf Landslagsarkitektinn Lilja Kristín Ólafsdóttur býður viðskiptavinum upp á faglega aðstoð og ráðgjöf við að móta þeirra draumagarð. Hægt er að velja um nokkrar mismunandi leiðir, allt eftir þörfum og óskum hvers og eins. Landslagsarkitektinn Lilja Kristín Ólafsdóttur býður viðskiptavinum upp á faglega aðstoð. „Með landslagsráðgjöf er hægt að fá afar gagnlegar ráðleggingar við útfærslu hugmynda fyrir garðinn, planið og lóðina sem byggir á okkar vörulínu. Lilja Kristín veitir viðskiptavinum 45 mínútna landslagsráðgjöf sem fer fram í Lysthúsinu við Breiðhöfða. Þar eru hugmyndir að garði eða plani mótaðar í sameiningu við viðskiptavininn. Fimm til tíu dögum eftir ráðgjöfina kemur svo þrívið teikning, efnislisti og verðtilboð í efnið. Þetta hefur reynst viðskiptavinum okkar mjög vel og með þessu er hægt að sjá vel fyrir sér hvernig verkið mun líta út í raun og skapa þannig draumareit heimilisins,“ segir Ásbjörn. Hellur fyrir alla BM Vallá er með landsins mesta úrval af hellum, steinum, hleðslum og kantsteinum sem henta útisvæðum af öllum stærðum og gerðum. Fyrir innkeyrslur eru þriggja steina kerfin vinsæl, eins og Óðalssteinn. „Við skiptum oft útisvæðinu við heimilið upp í bílastæði, og svo verandir og stíga og erum með mjög fjölbreytt úrval af ýmsum gerðum og litum í öllum þessum flokkum,“ segir Ásbjörn. Hann nefnir sérstaklega Veranda-hellurnar sem vinsælustu valkosti fyrirtækisins. Þær eru 60x40x7 cm að stærð, þéttlega lagðar og án fösunar. Einnig er Vínarsteinn vinsælir, dropalaga með stórum fúgum, sem veita náttúrulega útlitið. Fyrir innkeyrslur eru þriggja steina kerfin, eins og Óðalssteinn, einnig áberandi vinsælir, með sígildri og veðraðri ásýnd sem hentar fjölbreyttum umhverfum. Að auki hafa stórar hellur orðið vinsælar, sérstaklega nýjar stærðirnar 60x60x8 cm, sem eru fáanlegar með sléttu eða steinflöguðu yfirborði og henta vel í innkeyrslur. Steypt sorptunnuskýli Mikil eftirspurn hefur verið eftir hentugum sorptunnuskýlum og framleiðir BM Vallá nokkrar tegundir af slíkum skýlum sem henta bæði einbýlum, fjölbýlishúsum og fyrirtækjum. Steyptu sorptunnuskýlin henta íslenskum aðstæðum vel. Hægt er að bæta við einingum í takt við fjölda tunna. „Það hefur verið mikil aukning í eftirspurn á sorptunnuskýlum á Íslandi í kjölfar áherslna sveitarfélaga um fjölda tunna á lóðum. Við erum því með skýli sem taka mið af þessum þörfum og hægt er að stækka þau eftir hentisemi með því að bæta við einingum. Allar vörur okkar eru framleiddar á Íslandi eftir viðurkenndum gæðastöðlum sem henta við íslenskar aðstæður. Þá leggjum við mikla áherslu á umhverfismálin og höfum sett okkur það markmið að vera umhverfisvænasti steypuframleiðandi landsins,“ segir Ásbjörn. Umhverfisvænni valkostur Ásbjörn greinir frá því að sveitarfélög hafi í síauknum mæli lagt stund á að þróa aðlaðandi og skemmtileg útivistarsvæði á síðustu árum. "Þörfin fyrir græn svæði, almenningsgarða og leiksvæði í borgum og bæjum er sívaxandi, og sveitarfélögin standa frammi fyrir mörgum spennandi áskorunum í þessum efnum. Við hjá BM Vallá höfum verið í fararbroddi við að útbúa vörueiningar fyrir sveitarfélög, með úrval sem hentar fyrir fjölbreytt verkefni," útskýrir hann. Hann bætir við, "Nýlega höfum við einnig sett markaðinn á hliðina með gegndræpum hellum, sem við köllum ofanvatslausnir, sem leyfa vatninu að síast niður í jarðveginn, stuðla að náttúrulegri vatnshringrás. Slíkar lausnir hafa orðið vinsælar meðal hönnuða og eru hluti af vörulínu okkar." Hægt er að skoða vöruúrvalið á bmvalla.is og teikna upp innkeyrsluna með teikniforritinu. Þar er líka hægt að panta landslagsráðgjöf eða á Noona appinu. Hús og heimili Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Sjá meira
„Nú er fólk að vakna úr dvala eftir veturinn og margir farnir að setja sig í stellingar til að betrumbæta garðinn, lóðina og innkeyrsluna,“ segir Ásbjörn Ingi Jóhannesson, sölustjóri hellna og garðeininga hjá BM Vallá. Hellulagður draumareitur í garðinum. „Við finnum nú fyrir verulegum áhuga hjá fólki að fegra nærumhverfið við heimilin eða bústaðinn og taka til hendinni í garðinum. Flestir byrja á almennum þrifum, en í kjölfarið kvikna hugmyndir um hvað megi betrumbæta til að gera góðan garð enn betri. Þá er vinsælt að heimsækja okkur í Breiðhöfðann og kíkja við á sýningarsvæðinu í Fornalundi og fá góð ráð hjá söluráðgjöfum okkar,“ bætir hann við. Hanna planið í teikniforriti Til þess að aðstoða viðskiptavini við að hanna og skipuleggja þeirra eigin rými, býður BM Vallá upp á teikniforrit á vefsíðu sinni þar sem hægt er að máta og prófa mismunandi hellur, hleðslusteina og aðrar garðeiningar, eins og sorptunnuskýli. Með teikniforritinu frá BM Vallá er hægt að setja inn mynd af innkeyrslunni og máta mismunandi tegundir af hellum og hleðslusteinum. Einnig er hægt að setja inn sorptunnuskýli og velja úr mismunandi tegundir. Þessi leið hefur verið afar vinsæl, enda fljótleg og án kostnaðar fyrir viðskiptavini. Landslagsarkitekt veitir ráðgjöf Landslagsarkitektinn Lilja Kristín Ólafsdóttur býður viðskiptavinum upp á faglega aðstoð og ráðgjöf við að móta þeirra draumagarð. Hægt er að velja um nokkrar mismunandi leiðir, allt eftir þörfum og óskum hvers og eins. Landslagsarkitektinn Lilja Kristín Ólafsdóttur býður viðskiptavinum upp á faglega aðstoð. „Með landslagsráðgjöf er hægt að fá afar gagnlegar ráðleggingar við útfærslu hugmynda fyrir garðinn, planið og lóðina sem byggir á okkar vörulínu. Lilja Kristín veitir viðskiptavinum 45 mínútna landslagsráðgjöf sem fer fram í Lysthúsinu við Breiðhöfða. Þar eru hugmyndir að garði eða plani mótaðar í sameiningu við viðskiptavininn. Fimm til tíu dögum eftir ráðgjöfina kemur svo þrívið teikning, efnislisti og verðtilboð í efnið. Þetta hefur reynst viðskiptavinum okkar mjög vel og með þessu er hægt að sjá vel fyrir sér hvernig verkið mun líta út í raun og skapa þannig draumareit heimilisins,“ segir Ásbjörn. Hellur fyrir alla BM Vallá er með landsins mesta úrval af hellum, steinum, hleðslum og kantsteinum sem henta útisvæðum af öllum stærðum og gerðum. Fyrir innkeyrslur eru þriggja steina kerfin vinsæl, eins og Óðalssteinn. „Við skiptum oft útisvæðinu við heimilið upp í bílastæði, og svo verandir og stíga og erum með mjög fjölbreytt úrval af ýmsum gerðum og litum í öllum þessum flokkum,“ segir Ásbjörn. Hann nefnir sérstaklega Veranda-hellurnar sem vinsælustu valkosti fyrirtækisins. Þær eru 60x40x7 cm að stærð, þéttlega lagðar og án fösunar. Einnig er Vínarsteinn vinsælir, dropalaga með stórum fúgum, sem veita náttúrulega útlitið. Fyrir innkeyrslur eru þriggja steina kerfin, eins og Óðalssteinn, einnig áberandi vinsælir, með sígildri og veðraðri ásýnd sem hentar fjölbreyttum umhverfum. Að auki hafa stórar hellur orðið vinsælar, sérstaklega nýjar stærðirnar 60x60x8 cm, sem eru fáanlegar með sléttu eða steinflöguðu yfirborði og henta vel í innkeyrslur. Steypt sorptunnuskýli Mikil eftirspurn hefur verið eftir hentugum sorptunnuskýlum og framleiðir BM Vallá nokkrar tegundir af slíkum skýlum sem henta bæði einbýlum, fjölbýlishúsum og fyrirtækjum. Steyptu sorptunnuskýlin henta íslenskum aðstæðum vel. Hægt er að bæta við einingum í takt við fjölda tunna. „Það hefur verið mikil aukning í eftirspurn á sorptunnuskýlum á Íslandi í kjölfar áherslna sveitarfélaga um fjölda tunna á lóðum. Við erum því með skýli sem taka mið af þessum þörfum og hægt er að stækka þau eftir hentisemi með því að bæta við einingum. Allar vörur okkar eru framleiddar á Íslandi eftir viðurkenndum gæðastöðlum sem henta við íslenskar aðstæður. Þá leggjum við mikla áherslu á umhverfismálin og höfum sett okkur það markmið að vera umhverfisvænasti steypuframleiðandi landsins,“ segir Ásbjörn. Umhverfisvænni valkostur Ásbjörn greinir frá því að sveitarfélög hafi í síauknum mæli lagt stund á að þróa aðlaðandi og skemmtileg útivistarsvæði á síðustu árum. "Þörfin fyrir græn svæði, almenningsgarða og leiksvæði í borgum og bæjum er sívaxandi, og sveitarfélögin standa frammi fyrir mörgum spennandi áskorunum í þessum efnum. Við hjá BM Vallá höfum verið í fararbroddi við að útbúa vörueiningar fyrir sveitarfélög, með úrval sem hentar fyrir fjölbreytt verkefni," útskýrir hann. Hann bætir við, "Nýlega höfum við einnig sett markaðinn á hliðina með gegndræpum hellum, sem við köllum ofanvatslausnir, sem leyfa vatninu að síast niður í jarðveginn, stuðla að náttúrulegri vatnshringrás. Slíkar lausnir hafa orðið vinsælar meðal hönnuða og eru hluti af vörulínu okkar." Hægt er að skoða vöruúrvalið á bmvalla.is og teikna upp innkeyrsluna með teikniforritinu. Þar er líka hægt að panta landslagsráðgjöf eða á Noona appinu.
Hús og heimili Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Sjá meira