Heimsmeistararnir með fullt hús eftir tvær umferðir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. apríl 2024 20:46 Gamla brýnið Jenni Hermoso er enn í fullu fjöri. Juan Manuel Serrano Arce/Getty Images Heimsmeistarar Spánar eru með fullt hús stiga eftir tvær umferðir undankeppni EM kvenna í knattspyrnu. Þá er England í góðum málum eftir fínan sigur á Írlandi. Spánn hóf undankeppnina fyrir EM 2025 sem fram fer í Sviss á gríðarlega sannfærandi 7-0 sigri á Belgíu. Sigur kvöldsins var ekki jafn stór en liðið lagði Tékkland eftir að lenda óvænt undir í síðari hálfleik. Staðan í leik kvöldsins var markalaus í hálfleik. Það voru svo gestirnir sem komust yfir þökk sé marki Eliska Sonntagova á 56. mínútu. Það létu heimsmeistararnir ekki bjóða sér en tveimur mínútum síðar jafnaði María Méndez metin eftir undirbúning Alexis Putellas. Nokkrum mínútum síðar var Spánn komið yfir. Jenni Hermoso með markið eftir sendingu frá Mariona Caldentey. Hermoso þakkaði svo greiðan þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Caldentey skoraði þá þriðja mark Spánar eftir sendingu Hermoso. #WEURO2025 pic.twitter.com/tdB0nWoPSk— UEFA Women's EURO (@WEURO) April 9, 2024 Lokatölur 3-1 og Spánn með sex stig á toppi riðils 2 í A-deild. Danmörk er einnig með sex stig á meðan Tékkland og Belgía eru án stiga. Í riðli 3 komst England á sigurbraut eftir að gera 1-1 jafntefli við Svíþjóð í fyrstu umferð undankeppninnar. Liðið gekk frá Írlandi í fyrri hálfleik þökk sé mörkum frá Lauren James og Alex Greenwood. Það síðara kom úr vítaspyrnu og fékk Greenwood tækifæri til að bæta þriðja markinu við en vítaspyrna hennar fór þá forgörðum. Lokatölur 2-0 Englandi í vil sem er í 2. sæti með fjögur stig á meðan Frakkland er með fullt hús stiga eftir 1-0 útisigur á Svíþjóð í kvöld. Our @AlexGreenwood! pic.twitter.com/KLowaibzyb— Lionesses (@Lionesses) April 9, 2024 Önnur úrslit Danmörk 4-2 Belgía Finnland 2-1 Ítalía Holland 1-0 Noregur Fótbolti EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 3-1 | Áttu lítinn séns gegn þýska stálinu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 3-1 tap er liðið heimsótti sigursælasta lið EM frá upphafi, Þýskaland, í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2025. 9. apríl 2024 18:03 Austurrískur sigur ýtti Íslandi niður í þriðja sæti Austurríki lagði Pólland 3-1 í undankeppni EM 2025 kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Sviss. Liðin eru í riðli 4 í A-deild ásamt Íslandi og Þýskalandi. Sigur Austurríkis ýtir Íslandi niður í 3. sætið en íslensku stelpurnar töpuðu 3-1 í Þýskalandi í dag. 9. apríl 2024 18:30 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
Spánn hóf undankeppnina fyrir EM 2025 sem fram fer í Sviss á gríðarlega sannfærandi 7-0 sigri á Belgíu. Sigur kvöldsins var ekki jafn stór en liðið lagði Tékkland eftir að lenda óvænt undir í síðari hálfleik. Staðan í leik kvöldsins var markalaus í hálfleik. Það voru svo gestirnir sem komust yfir þökk sé marki Eliska Sonntagova á 56. mínútu. Það létu heimsmeistararnir ekki bjóða sér en tveimur mínútum síðar jafnaði María Méndez metin eftir undirbúning Alexis Putellas. Nokkrum mínútum síðar var Spánn komið yfir. Jenni Hermoso með markið eftir sendingu frá Mariona Caldentey. Hermoso þakkaði svo greiðan þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Caldentey skoraði þá þriðja mark Spánar eftir sendingu Hermoso. #WEURO2025 pic.twitter.com/tdB0nWoPSk— UEFA Women's EURO (@WEURO) April 9, 2024 Lokatölur 3-1 og Spánn með sex stig á toppi riðils 2 í A-deild. Danmörk er einnig með sex stig á meðan Tékkland og Belgía eru án stiga. Í riðli 3 komst England á sigurbraut eftir að gera 1-1 jafntefli við Svíþjóð í fyrstu umferð undankeppninnar. Liðið gekk frá Írlandi í fyrri hálfleik þökk sé mörkum frá Lauren James og Alex Greenwood. Það síðara kom úr vítaspyrnu og fékk Greenwood tækifæri til að bæta þriðja markinu við en vítaspyrna hennar fór þá forgörðum. Lokatölur 2-0 Englandi í vil sem er í 2. sæti með fjögur stig á meðan Frakkland er með fullt hús stiga eftir 1-0 útisigur á Svíþjóð í kvöld. Our @AlexGreenwood! pic.twitter.com/KLowaibzyb— Lionesses (@Lionesses) April 9, 2024 Önnur úrslit Danmörk 4-2 Belgía Finnland 2-1 Ítalía Holland 1-0 Noregur
Fótbolti EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 3-1 | Áttu lítinn séns gegn þýska stálinu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 3-1 tap er liðið heimsótti sigursælasta lið EM frá upphafi, Þýskaland, í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2025. 9. apríl 2024 18:03 Austurrískur sigur ýtti Íslandi niður í þriðja sæti Austurríki lagði Pólland 3-1 í undankeppni EM 2025 kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Sviss. Liðin eru í riðli 4 í A-deild ásamt Íslandi og Þýskalandi. Sigur Austurríkis ýtir Íslandi niður í 3. sætið en íslensku stelpurnar töpuðu 3-1 í Þýskalandi í dag. 9. apríl 2024 18:30 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 3-1 | Áttu lítinn séns gegn þýska stálinu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 3-1 tap er liðið heimsótti sigursælasta lið EM frá upphafi, Þýskaland, í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2025. 9. apríl 2024 18:03
Austurrískur sigur ýtti Íslandi niður í þriðja sæti Austurríki lagði Pólland 3-1 í undankeppni EM 2025 kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Sviss. Liðin eru í riðli 4 í A-deild ásamt Íslandi og Þýskalandi. Sigur Austurríkis ýtir Íslandi niður í 3. sætið en íslensku stelpurnar töpuðu 3-1 í Þýskalandi í dag. 9. apríl 2024 18:30