Teitur til varnar Milka: Hefur pakkað mönnum saman en ekki fengið hrós Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2024 12:31 Dominykas Milka þarf að spila vel ef Njarðvíkingar ætla að komast langt í úrslitakeppninni í ár. Vísir/Anton Brink Dominykas Milka náði ekki að verða Íslandsmeistari með Keflavík en nú reynir hann að vinna titilinn með Njarðvíkurliðinu. Milka byrjar gegn liði sem hefur lítið ráðið við litháenska miðherjann í vetur. Úrslitakeppni karlakörfuboltans hefst í kvöld og í öðru einvíginu mætast lið sem þekkja það vel að spila undir stjórn Benedikts Guðmundssonar. Subway Körfuboltakvöld fór vel yfir öll einvígin í átta liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla en sérfræðingarnir voru Teitur Örlygsson og Helgi Már Magnússon, báðir margfaldir Íslandsmeistarar í úrslitakeppni. Njarðvík og Þór enduðu jöfn að stigum eftir deildarkeppnina en Njarðvíkingar voru ofar á betri árangri í innbyrðis leikjum og verða því með heimavallarréttinn í einvígi liðanna. Búnir að vera geggjaðir á móti þeim „Njarðvíkingar eru bara búnir að vera geggjaðir á móti Þórsurum í vetur,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Báða leikina hafa þeir unnið nokkuð sannfærandi. Verið betra liðið. Seinni leikurinn var aðeins meira spennandi en Njarðvík var samt heilt yfir með leikinn. Þeir eru bara búnir að vera frábærir á móti þeim í vetur,“ sagði Helgi. Klippa: Upphitun fyrir einvígi Njarðvíkur og Þórs „Hver er ástæðan fyrir þessu,“ spurði Stefán Árni. „Seinni leikurinn inn í Þorlákshöfn var mjög skrítinn. Rosalega opinn, fram og til baka. Njarðvík spilaði mjög vel í þeim leik. Ég held að þeir hafi skorað einhver þrjátíu stig úr hraðaupphlaupum í leiknum,“ sagði Teitur. „Ég man að Lalli (Lárus Jónsson, þjálfari Þórs) var virkilega ósáttur með þann leik. Þeir voru ekki líkir sér,“ sagði Teitur. Þetta verður rosalegt einvígi „Þetta verður rosalegt einvígi,“ sagði Teitur. „Fyrir mér er þetta hvernig ætlar Þór að stoppa (Dominykas) Milka og Chaz (Williams). Í báðum leikjunum í vetur eru þeir búnir að dómínera finnst mér,“ sagði Helgi. Milka var með 19 stig og 14 fráköst í fyrri leiknum og 22 stig og 19 fráköst í þeim seinni. Njarðvíkingar unnu leikina með samtals 37 stigum. Ósanngjörn gagnrýni „Það hentar Milka bara að dekka (Jordan) Semple,“ sagði Teitur. Teitur er líka á því að Dominykas Milka hafi ekki fengið alveg sanngjarna umfjöllun á þessu tímabili. „Mér finnst Milka stundum fá ósanngjarna gagnrýni. Hann hefur átt leiki í vetur þar sem hann hefur pakkað sínum mönnum saman og ekki fengið hrós fyrir það,“ sagði Teitur. Hér fyrir neðan má sjá alla umræðuna um einvígi Njarðvík og Þórs og þar má líka sjá þá sérfræðinga spá fyrir hvernig einvígið fari. Leikur Vals og Hattar hefst klukkan 20.15 í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Leikur Njarðvíkur og Þórs hefst klukkan 19.30 og hann er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hér fyrir ofan má sjá alla umræðuna um einvígi Vals og Hattar og þar má líka sjá þá sérfræðinga spá fyrir hvernig einvígið fari. Fyrir neðan má síðan nálgast alla upphituna í Subway Körfuboltakvöldi en hún er aðgengileg í Besta sætis hlaðvarpinu. Má hlusta bæði á Vísi sem og á öllum hlaðvarpsveitum. Klippa: Körfuboltakvöld hitar upp fyrir úrslitakeppnina Subway-deild karla UMF Njarðvík Þór Þorlákshöfn Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Úrslitakeppni karlakörfuboltans hefst í kvöld og í öðru einvíginu mætast lið sem þekkja það vel að spila undir stjórn Benedikts Guðmundssonar. Subway Körfuboltakvöld fór vel yfir öll einvígin í átta liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla en sérfræðingarnir voru Teitur Örlygsson og Helgi Már Magnússon, báðir margfaldir Íslandsmeistarar í úrslitakeppni. Njarðvík og Þór enduðu jöfn að stigum eftir deildarkeppnina en Njarðvíkingar voru ofar á betri árangri í innbyrðis leikjum og verða því með heimavallarréttinn í einvígi liðanna. Búnir að vera geggjaðir á móti þeim „Njarðvíkingar eru bara búnir að vera geggjaðir á móti Þórsurum í vetur,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Báða leikina hafa þeir unnið nokkuð sannfærandi. Verið betra liðið. Seinni leikurinn var aðeins meira spennandi en Njarðvík var samt heilt yfir með leikinn. Þeir eru bara búnir að vera frábærir á móti þeim í vetur,“ sagði Helgi. Klippa: Upphitun fyrir einvígi Njarðvíkur og Þórs „Hver er ástæðan fyrir þessu,“ spurði Stefán Árni. „Seinni leikurinn inn í Þorlákshöfn var mjög skrítinn. Rosalega opinn, fram og til baka. Njarðvík spilaði mjög vel í þeim leik. Ég held að þeir hafi skorað einhver þrjátíu stig úr hraðaupphlaupum í leiknum,“ sagði Teitur. „Ég man að Lalli (Lárus Jónsson, þjálfari Þórs) var virkilega ósáttur með þann leik. Þeir voru ekki líkir sér,“ sagði Teitur. Þetta verður rosalegt einvígi „Þetta verður rosalegt einvígi,“ sagði Teitur. „Fyrir mér er þetta hvernig ætlar Þór að stoppa (Dominykas) Milka og Chaz (Williams). Í báðum leikjunum í vetur eru þeir búnir að dómínera finnst mér,“ sagði Helgi. Milka var með 19 stig og 14 fráköst í fyrri leiknum og 22 stig og 19 fráköst í þeim seinni. Njarðvíkingar unnu leikina með samtals 37 stigum. Ósanngjörn gagnrýni „Það hentar Milka bara að dekka (Jordan) Semple,“ sagði Teitur. Teitur er líka á því að Dominykas Milka hafi ekki fengið alveg sanngjarna umfjöllun á þessu tímabili. „Mér finnst Milka stundum fá ósanngjarna gagnrýni. Hann hefur átt leiki í vetur þar sem hann hefur pakkað sínum mönnum saman og ekki fengið hrós fyrir það,“ sagði Teitur. Hér fyrir neðan má sjá alla umræðuna um einvígi Njarðvík og Þórs og þar má líka sjá þá sérfræðinga spá fyrir hvernig einvígið fari. Leikur Vals og Hattar hefst klukkan 20.15 í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Leikur Njarðvíkur og Þórs hefst klukkan 19.30 og hann er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hér fyrir ofan má sjá alla umræðuna um einvígi Vals og Hattar og þar má líka sjá þá sérfræðinga spá fyrir hvernig einvígið fari. Fyrir neðan má síðan nálgast alla upphituna í Subway Körfuboltakvöldi en hún er aðgengileg í Besta sætis hlaðvarpinu. Má hlusta bæði á Vísi sem og á öllum hlaðvarpsveitum. Klippa: Körfuboltakvöld hitar upp fyrir úrslitakeppnina
Subway-deild karla UMF Njarðvík Þór Þorlákshöfn Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira