„Veit að þetta er löng og ströng sería og við erum yfir eins og er“ Stefán Marteinn skrifar 10. apríl 2024 22:23 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur. Vísir/Hulda Margrét Njarðvík lagði Þór Þ. af velli 87-73 í Ljónagryfjunni þegar liðin mættust í fyrsta leik úrslitaeinvígis liðana í 8-liða úrslitum í Subway deild karla. „Við vorum yfir eftir fyrsta leikhluta þannig þetta er bara rétt að byrja. Það eru engar svakalegar tilfinningar í gangi. Maður veit að þetta er löng og ströng sería en við erum yfir eins og er en þetta er fljótt að breytast.“ Sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld. Njarðvíkingar tóku forystuna í leiknum strax í fyrsta leikhluta og létu hana ekki af hendi það sem eftir lifði leiks en Benedikt vildi þó ekki meina að þetta hafi verið þægilegur sigur. „Mér leið ekki þannig að það væri einhver lítil hætta því þegar við erum komnir hérna yfir í 20+ hérna í byrjun þriðja þá bara hættum við. Þetta var orðið bara á svona 30% hraða þannig ég var virkilega óánægður með mína leiðtoga að allt í einu hætta að gera það sem var að virka og þeir minnka þetta í tíu stig en maður á ekki að sleppa tökunum svona þegar maður er kominn með þau og ég er ósáttur með það en sáttur með margt líka.“ Benedikt Guðmundsson var eins og gefur að skilja ekki nógu ánægður með þá værukærð sem liðið sýndi í seinni hálfleik. „Ef það hefði verið smá værukærð þá hefði þetta aldrei verið svona slæmt hjá okkur á þessum kafla en það var hellings værukærð og þetta er ekki í fyrsta skipti sem að ég tala um þetta við bæði liðið mitt og ég hef nefnt þetta í viðtölum áður. Um leið og við erum komnir með eitthvað þægilegt forskot þá er eins og sjálfstraustið verði of mikið og við förum að vera ‘sloppy’ og það bara gengur ekki.“ Það stakk kannski í augun að sjá Chaz Williams bara með fimm stig en hann skilaði þó sextán stoðsendingum sem þjálfarinn sagði réttilega að væri ekki á hvers manns færi. „Chaz var með 11 stoðsendingar í hálfleik og stýrði þessum leik hérna en ég var ekki jafn ánægður með hann hérna í seinni hálfleik og sagði honum það að hann yrði að halda áfram og gæti ekki verið að fara vera drippla of mikið og við yrðum að halda áfram með það sem virkar en heilt yfir þá var hann góður þó hann hafi bara verið með fimm stig. Ég meina 16 stoðsendingar er ekkert á hvers manns færi.“ Hverju má búast við frá Njarðvíkurliðinu í leik tvö? „Ég er mjög ánægður með það hvernig við komum inn í þennan leik og það var grimmd í liðinu og mikil orka. Við þurfum að gera það aftur nákvæmlega eins í næsta leik en það verður miklu erfiðara í Þorlákshöfn vegna þess að það er erfitt að spila þar. Þeir skora oftast meira en sjötíu og eitthvað stig á heimavelli, meira heldur en að þeir gerðu hér í kvöld þannig við þurfum að vera enn þá betri ef að við ætlum að vinna þann leik. “ Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
„Við vorum yfir eftir fyrsta leikhluta þannig þetta er bara rétt að byrja. Það eru engar svakalegar tilfinningar í gangi. Maður veit að þetta er löng og ströng sería en við erum yfir eins og er en þetta er fljótt að breytast.“ Sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld. Njarðvíkingar tóku forystuna í leiknum strax í fyrsta leikhluta og létu hana ekki af hendi það sem eftir lifði leiks en Benedikt vildi þó ekki meina að þetta hafi verið þægilegur sigur. „Mér leið ekki þannig að það væri einhver lítil hætta því þegar við erum komnir hérna yfir í 20+ hérna í byrjun þriðja þá bara hættum við. Þetta var orðið bara á svona 30% hraða þannig ég var virkilega óánægður með mína leiðtoga að allt í einu hætta að gera það sem var að virka og þeir minnka þetta í tíu stig en maður á ekki að sleppa tökunum svona þegar maður er kominn með þau og ég er ósáttur með það en sáttur með margt líka.“ Benedikt Guðmundsson var eins og gefur að skilja ekki nógu ánægður með þá værukærð sem liðið sýndi í seinni hálfleik. „Ef það hefði verið smá værukærð þá hefði þetta aldrei verið svona slæmt hjá okkur á þessum kafla en það var hellings værukærð og þetta er ekki í fyrsta skipti sem að ég tala um þetta við bæði liðið mitt og ég hef nefnt þetta í viðtölum áður. Um leið og við erum komnir með eitthvað þægilegt forskot þá er eins og sjálfstraustið verði of mikið og við förum að vera ‘sloppy’ og það bara gengur ekki.“ Það stakk kannski í augun að sjá Chaz Williams bara með fimm stig en hann skilaði þó sextán stoðsendingum sem þjálfarinn sagði réttilega að væri ekki á hvers manns færi. „Chaz var með 11 stoðsendingar í hálfleik og stýrði þessum leik hérna en ég var ekki jafn ánægður með hann hérna í seinni hálfleik og sagði honum það að hann yrði að halda áfram og gæti ekki verið að fara vera drippla of mikið og við yrðum að halda áfram með það sem virkar en heilt yfir þá var hann góður þó hann hafi bara verið með fimm stig. Ég meina 16 stoðsendingar er ekkert á hvers manns færi.“ Hverju má búast við frá Njarðvíkurliðinu í leik tvö? „Ég er mjög ánægður með það hvernig við komum inn í þennan leik og það var grimmd í liðinu og mikil orka. Við þurfum að gera það aftur nákvæmlega eins í næsta leik en það verður miklu erfiðara í Þorlákshöfn vegna þess að það er erfitt að spila þar. Þeir skora oftast meira en sjötíu og eitthvað stig á heimavelli, meira heldur en að þeir gerðu hér í kvöld þannig við þurfum að vera enn þá betri ef að við ætlum að vinna þann leik. “
Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira