Kjósum Elínborgu Sturludóttur sem biskup Thor Aspelund skrifar 11. apríl 2024 07:30 Elínborg og ég erum skólasystkin úr í Menntaskólanum í Reykjavík. Við kynntumst þegar leikfélag skólans, Herranótt, var að setja upp Rómeó og Júlíu. Saumstofu fyrir búninga var fundinn staður í bílskúrnum hjá ömmu minni og afa á Tómasarhaganum. Afi minn Þórhallur var klæðskeri og amma Guðrún saumakona í hjáverkum og þau sýndu þessu mikinn áhuga. Á saumstofunni komu kostir Elínborgar fram. Hún gekk um með gleði og dugnaði og sýndi strax leiðtogahæfileika. Hún átti auðvelt með að tengja við fólk úr öllum áttum og á öllum aldri. Sérstaklega tók ég eftir hvað hún sýndi mikla væntumþykju í garð ömmu minnar og afa. Amma mín var úr Biskupstungum og afi minn frá Vopnafirði með viðkomu í Borgarfirði (við nám á Hvítárbakka). Þarna kom fram falleg tenging milli kynslóða og við landsbyggðina. Fyrir mér eru kostir Elínborgar sem biskup augljósir. Hún hefur þessa miklu mannkosti að vera dugandi og bjartsýn, glöð og kærleiksrík. Hún getur auðveldlega tengt við fólk og leitt fólk saman með mismunandi bakgrunn. Og Elínborg sýnir það í verki. Hún er friðarsinni, leiðtogi og sannur pílagrími þar sem hún boðar fagnaðarerindið á fjölbreyttan hátt og bókstaflega með pílagrímagöngum hvort sem það er hér heima eða á Jakobsveginum sem frægt er. Elínborg Sturludóttir er frá Snæfellsnesi og hefur þjónað sem prestur í Grundarfirði, Borgarfirði og nú við Dómkirkjuna í Reykjavík. Hennar maður er sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson doktor í guðfræði og héraðsprestur og maður sem maður vill drekka kaffi með. Sr. Elínborg er í framboði til biskups Íslands, kjör fer fram 11. – 16. apríl nk. Það eru forréttindi að vera í sóknarnefnd Dómkirkjunnar með öllu því ágæta fólki þar og með prestunum Elínborgu og Sveini Valgeirssyni. Maður fær innsýn í hvað starfið er víðtækt og hve margir koma að. Kirkjan snertir líf svo margra á stórum stundum bæði í gleði og sorg. Eins og á öðrum vinnustöðum þarf að halda utan um starfsfólk kirkjunnar og hlúa að því. Eins öllum innviðum og síðast en ekki síst halda góðum tengslum við ríkisvaldið. Þar sé ég fyrir mér að Elínborg muni standa sig mjög vel. Þess vegna mæli ég óhikað með að þau sem hafa rétt til kjósi sr. Elínborgu til biskups í komandi kosningum. Verandi í sóknarnefnd get ég kosið og mun kjósa sr. Elínborgu. Höfundur situr í sóknarnefnd Dómkirkjunnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Elínborg og ég erum skólasystkin úr í Menntaskólanum í Reykjavík. Við kynntumst þegar leikfélag skólans, Herranótt, var að setja upp Rómeó og Júlíu. Saumstofu fyrir búninga var fundinn staður í bílskúrnum hjá ömmu minni og afa á Tómasarhaganum. Afi minn Þórhallur var klæðskeri og amma Guðrún saumakona í hjáverkum og þau sýndu þessu mikinn áhuga. Á saumstofunni komu kostir Elínborgar fram. Hún gekk um með gleði og dugnaði og sýndi strax leiðtogahæfileika. Hún átti auðvelt með að tengja við fólk úr öllum áttum og á öllum aldri. Sérstaklega tók ég eftir hvað hún sýndi mikla væntumþykju í garð ömmu minnar og afa. Amma mín var úr Biskupstungum og afi minn frá Vopnafirði með viðkomu í Borgarfirði (við nám á Hvítárbakka). Þarna kom fram falleg tenging milli kynslóða og við landsbyggðina. Fyrir mér eru kostir Elínborgar sem biskup augljósir. Hún hefur þessa miklu mannkosti að vera dugandi og bjartsýn, glöð og kærleiksrík. Hún getur auðveldlega tengt við fólk og leitt fólk saman með mismunandi bakgrunn. Og Elínborg sýnir það í verki. Hún er friðarsinni, leiðtogi og sannur pílagrími þar sem hún boðar fagnaðarerindið á fjölbreyttan hátt og bókstaflega með pílagrímagöngum hvort sem það er hér heima eða á Jakobsveginum sem frægt er. Elínborg Sturludóttir er frá Snæfellsnesi og hefur þjónað sem prestur í Grundarfirði, Borgarfirði og nú við Dómkirkjuna í Reykjavík. Hennar maður er sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson doktor í guðfræði og héraðsprestur og maður sem maður vill drekka kaffi með. Sr. Elínborg er í framboði til biskups Íslands, kjör fer fram 11. – 16. apríl nk. Það eru forréttindi að vera í sóknarnefnd Dómkirkjunnar með öllu því ágæta fólki þar og með prestunum Elínborgu og Sveini Valgeirssyni. Maður fær innsýn í hvað starfið er víðtækt og hve margir koma að. Kirkjan snertir líf svo margra á stórum stundum bæði í gleði og sorg. Eins og á öðrum vinnustöðum þarf að halda utan um starfsfólk kirkjunnar og hlúa að því. Eins öllum innviðum og síðast en ekki síst halda góðum tengslum við ríkisvaldið. Þar sé ég fyrir mér að Elínborg muni standa sig mjög vel. Þess vegna mæli ég óhikað með að þau sem hafa rétt til kjósi sr. Elínborgu til biskups í komandi kosningum. Verandi í sóknarnefnd get ég kosið og mun kjósa sr. Elínborgu. Höfundur situr í sóknarnefnd Dómkirkjunnar í Reykjavík.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar