Skoðun

Glatað lýð­ræði?

Arnar Þór Jónsson skrifar

Til hvers erum við að kjósa forseta? Til hvers kjósum við þingmenn? Er það ekki til að vera ráðsmenn, umsjónarmenn eigna okkar, vörslumenn hagsmuna okkar? Þessir fulltrúar eiga að vera hollir og dyggir þjónar sem starfa fyrir fólkið í landinu - ekki fyrir sig sjálfa og ekki fyrir flokkinn sinn heldur fyrir þjóðina.

Það er ekki réttur kjörinna fulltrúa, heldur skylda þeirra, að gera allt sem hagsmunir og þarfir þjóðarinnar kalla ásé það innan ramma laga og stjórnarskrár.

Blákaldur pólitískur veruleiki Íslendinga er sá að engu skiptir hvaða flokka fólk kýs því við stöndum alltaf frammi fyrir sömu niðurstöðu þar sem ríkisvaldið þenst út á kostnað einstaklinganna og borgaralegs frelsis.

Framboð mitt til embættis forseta Íslands er hugsað sem mótvægi; mótframboð gegn aðgerðaleysi - og andvaraleysi - kjörinna fulltrúa. Eins og mál hafa þróast hérlendis á síðustu árum þolir erindi mitt enga bið vegna þess að ef engin breyting verður á mun lýðræði okkar halda áfram að veikjast og jafnvel glatast.

Það er afar mikilvægt að þjóðin velji sér forseta sem mun standa vörð um lýðræðið, frelsi okkar og sjálfstæði.

Höfundur er forsetaframbjóðandi. 




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×