Mál kvenna vegna líkamsleitar í kjölfar barnsfundar fellt niður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. apríl 2024 08:43 Dómarinn sagði ekki hægt að gera flugfélagið ábyrgt tyrir framgöngu lögreglu og heilbrigðisstarfsmanna. Getty/NurPhoto/Robert Smith Alríkisdómstóll í Ástralíu hefur komist að þeirri niðurstöðu að fella niður mál fimm kvenna gegn Qatar Airways, vegna líkamsleitar sem þær voru látnar sæta. Forsaga málsins er sú að konunum fimm og öðrum kvenkyns farþegum flugfélagsins var skipað að yfirgefa vél félagsins á Doha á alþjóðaflugvellinum í Doha í Katar eftir að nýfætt barn fannst í ruslafötu á vellinum árið 2020. Konurnar voru látnar afklæðast og sæta skoðun af hálfu hjúkrunarfræðinga, gegn vilja sínum. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að málið félli ekki undir svokallaðan Montreal-sáttmála um ábyrgð flugfélaga, sem fjallar meðal annars um tilvik þegar farþegar verða fyrir meiðslum eða deyja. Þá sagði dómarinn í málinu að það væri ekki hægt að láta Qatar Airways sæta ábyrgð vegna framgöngu lögreglu né heilbrigðisstarfsmannanna sem skoðuðu konunnar. Konurnar höfðuðu einnig mál gegn flugmálaeftirliti Katar, sem dómarinn sagði njóta friðhelgi frá málshöfðunum utan Katar. Dómarinn gaf hins vegar grænt ljós á mál gegn Matar, dótturfélagi Qatar Airways, sem sér um rekstur Hamad-alþjóðaflugvallarins. Konurnar stigu fram í viðtölum við BBC. Ein þeirra sagðist hafa upplifað skoðunina sem nauðgun og önnur að hún hefði haldið að það væri verið að ræna þeim til að halda í gíslingu. Konurnar voru beðnar afsökunar af forsætisráðherra Katar í kjölfar þess að málið rataði í fjölmiðla. Þá greindu yfirvöld frá því að líðan barnsins væri með ágætum. Katar Kynferðisofbeldi Fréttir af flugi Erlend sakamál Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Forsaga málsins er sú að konunum fimm og öðrum kvenkyns farþegum flugfélagsins var skipað að yfirgefa vél félagsins á Doha á alþjóðaflugvellinum í Doha í Katar eftir að nýfætt barn fannst í ruslafötu á vellinum árið 2020. Konurnar voru látnar afklæðast og sæta skoðun af hálfu hjúkrunarfræðinga, gegn vilja sínum. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að málið félli ekki undir svokallaðan Montreal-sáttmála um ábyrgð flugfélaga, sem fjallar meðal annars um tilvik þegar farþegar verða fyrir meiðslum eða deyja. Þá sagði dómarinn í málinu að það væri ekki hægt að láta Qatar Airways sæta ábyrgð vegna framgöngu lögreglu né heilbrigðisstarfsmannanna sem skoðuðu konunnar. Konurnar höfðuðu einnig mál gegn flugmálaeftirliti Katar, sem dómarinn sagði njóta friðhelgi frá málshöfðunum utan Katar. Dómarinn gaf hins vegar grænt ljós á mál gegn Matar, dótturfélagi Qatar Airways, sem sér um rekstur Hamad-alþjóðaflugvallarins. Konurnar stigu fram í viðtölum við BBC. Ein þeirra sagðist hafa upplifað skoðunina sem nauðgun og önnur að hún hefði haldið að það væri verið að ræna þeim til að halda í gíslingu. Konurnar voru beðnar afsökunar af forsætisráðherra Katar í kjölfar þess að málið rataði í fjölmiðla. Þá greindu yfirvöld frá því að líðan barnsins væri með ágætum.
Katar Kynferðisofbeldi Fréttir af flugi Erlend sakamál Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira