Teitur: Ég held að Grindavík líði ekki vel Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2024 12:31 Ólafur Ólafsson og DeAndre Kane verða í stóru hlutverki hjá Grindvíkingum. Vísir/Diego Grindvíkingar urðu í öðru sæti deildarkeppninnar en fengu að launum að mæta ríkjandi Íslandsmeisturum Tindastóls í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Úrslitakeppni karlakörfuboltans hófst í gærkvöldi og heldur áfram í kvöld. Í kvöld hefst meðal annars einvígi Grindavíkur og Tindastóls sem voru liðin í öðru og sjöunda sæti í deildinni. Subway Körfuboltakvöld fór vel yfir öll einvígin í átta liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla en sérfræðingarnir voru Teitur Örlygsson og Helgi Már Magnússon, báðir margfaldir Íslandsmeistarar í úrslitakeppni. Þetta verður eitthvað „Næsta rimma er rosalegt einvígi. 1-1 hjá Grindavík og Tindastól í vetur. Þetta verður eitthvað,“ sagði Stefán Árni Pálsson. Klippa: Upphitun fyrir einvígi Grindavíkur og Tindastóls „Seinni leikurinn. Það að Grindavík vinni með fimm stigum í leik sem Stólarnir voru með. Þetta var einn af mörgum leikjum sem þeir glopruðu frá sér. Enginn kani hjá Tindastól. Þetta er rosalega áhugavert einvígi,“ sagði Helgi. Nýtt upphafi fyrir Stólana „Ég held að Grindavík líði ekki vel. Þetta er áhugavert. Þetta eru Íslandsmeistararnir sem eru búnir að vera í þessu streði í allan vetur. Ég heyrði Svavar (Atli Birgisson) þjálfara tala um að þetta væri nýtt upphaf og ný keppni sem væri að byrja,“ sagði Teitur. „Grindavík sem margir tala um sem besta liðið síðustu tvo mánuði. Mér finnst Grindavíkurliðið vera aðeins á niðurleið að undanförnu og ég er aðeins búinn að minnast á það,“ sagði Teitur. Passa ágætlega á móti Grindavík „Fljótt á litið þá passar Tindastólsliðið ágætlega á móti Grindavík,“ sagði Teitur og Helgi tók undir það. „Ég er búinn að bíða eftir því í allan vetur að Stólarnir beri sig eins og meistarar af því að þeir eru ekki búnir að gera það. Þá sérstaklega þessi kjarni sem var þarna fyrir. Ég upplifi það eins og þeir séu saddir. Ég upplifi það eins og þeir hugsi: Við erum búnir að ná markmiðinu, búnir að vera Íslandsmeistarar. Í staðinn fyrir að koma enn þá undirbúnari til leiks þá finnst mér þeir hafa slakað aðeins á og gefið eftir,“ sagði Helgi. Leikur Keflavíkur og Álftaness hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Leikur Grindavíkur og Tindastóls hefst klukkan 19.30 og hann er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hér fyrir ofan má sjá alla umræðuna um einvígi Grindavíkur og Tindastóls og þar má líka sjá þá sérfræðinga spá fyrir hvernig einvígið fari. Fyrir neðan má síðan nálgast alla upphitunina í Subway Körfuboltakvöldi en hún er aðgengileg í Besta sætis hlaðvarpinu. Má hlusta bæði á Vísi sem og á öllum hlaðvarpsveitum. Klippa: Körfuboltakvöld hitar upp fyrir úrslitakeppnina Subway-deild karla UMF Grindavík Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum Sjá meira
Úrslitakeppni karlakörfuboltans hófst í gærkvöldi og heldur áfram í kvöld. Í kvöld hefst meðal annars einvígi Grindavíkur og Tindastóls sem voru liðin í öðru og sjöunda sæti í deildinni. Subway Körfuboltakvöld fór vel yfir öll einvígin í átta liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla en sérfræðingarnir voru Teitur Örlygsson og Helgi Már Magnússon, báðir margfaldir Íslandsmeistarar í úrslitakeppni. Þetta verður eitthvað „Næsta rimma er rosalegt einvígi. 1-1 hjá Grindavík og Tindastól í vetur. Þetta verður eitthvað,“ sagði Stefán Árni Pálsson. Klippa: Upphitun fyrir einvígi Grindavíkur og Tindastóls „Seinni leikurinn. Það að Grindavík vinni með fimm stigum í leik sem Stólarnir voru með. Þetta var einn af mörgum leikjum sem þeir glopruðu frá sér. Enginn kani hjá Tindastól. Þetta er rosalega áhugavert einvígi,“ sagði Helgi. Nýtt upphafi fyrir Stólana „Ég held að Grindavík líði ekki vel. Þetta er áhugavert. Þetta eru Íslandsmeistararnir sem eru búnir að vera í þessu streði í allan vetur. Ég heyrði Svavar (Atli Birgisson) þjálfara tala um að þetta væri nýtt upphaf og ný keppni sem væri að byrja,“ sagði Teitur. „Grindavík sem margir tala um sem besta liðið síðustu tvo mánuði. Mér finnst Grindavíkurliðið vera aðeins á niðurleið að undanförnu og ég er aðeins búinn að minnast á það,“ sagði Teitur. Passa ágætlega á móti Grindavík „Fljótt á litið þá passar Tindastólsliðið ágætlega á móti Grindavík,“ sagði Teitur og Helgi tók undir það. „Ég er búinn að bíða eftir því í allan vetur að Stólarnir beri sig eins og meistarar af því að þeir eru ekki búnir að gera það. Þá sérstaklega þessi kjarni sem var þarna fyrir. Ég upplifi það eins og þeir séu saddir. Ég upplifi það eins og þeir hugsi: Við erum búnir að ná markmiðinu, búnir að vera Íslandsmeistarar. Í staðinn fyrir að koma enn þá undirbúnari til leiks þá finnst mér þeir hafa slakað aðeins á og gefið eftir,“ sagði Helgi. Leikur Keflavíkur og Álftaness hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Leikur Grindavíkur og Tindastóls hefst klukkan 19.30 og hann er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hér fyrir ofan má sjá alla umræðuna um einvígi Grindavíkur og Tindastóls og þar má líka sjá þá sérfræðinga spá fyrir hvernig einvígið fari. Fyrir neðan má síðan nálgast alla upphitunina í Subway Körfuboltakvöldi en hún er aðgengileg í Besta sætis hlaðvarpinu. Má hlusta bæði á Vísi sem og á öllum hlaðvarpsveitum. Klippa: Körfuboltakvöld hitar upp fyrir úrslitakeppnina
Subway-deild karla UMF Grindavík Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum