Innlent

Búvörulögin á­fram þrætu­epli á þingi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum fjöllum við um búvörulögin umdeildu en þau voru til umræðu á Alþingi í morgun. 

Þar vildi nýr forsætisráðherra ekki svara því beint hvort hann hyggist bregðast við hinni hörðu gagnrýni sem lögin hafa sætt, meðal annars frá matvælaráðuneytinu, en lögin tóku miklum breytingum í meðförum þingsins á dögunum. 

Einnig verður rætt við bæjarstjórann í Vogum sem segist upplifa stjórnleysi í málefnum Grindvíkinga en nú búa um 200 Grindvíkingar í Vogum. Bæjarstjórinn segir komið að þolmörkum. 

Að auki segjum við frá nefnarfundi hjá efnahags- og viðskiptanefnd þar sem varaseðlabankastjóri sagði netógnina stærstu áhættuna í íslensku fjármálakerfi í dag.

Í íþróttunum verður síðan fjallað um úrslitakeppnina í körfuboltanum sem fór af stað í gær.

Klippa: Hádegisfréttir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×