Varhugavert að saka fólk um glæp sem hafi unnið í góðri trú Jón Þór Stefánsson skrifar 11. apríl 2024 12:25 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að ekki megi rifta samningi Landsbankans um kaup á TM nema það verði skoðað gaumgæfilega. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir óskynsamlegan kost fyrir fjármálaráðherra að rifta samningi Landsbankans um kaup á TM, þó hann sé pólitískt sammála því að það sé óréttlætanlegt að ríkið sé að auka umsvif sín áfjármálamarkaði með kaupunum. Slíkt þyrfti að gera eftir að lagaleg atriði riftunar samningsins yrðu skoðuð gaumgæfilega. „Eða hvað myndu menn segja um fjármálaráðherra sem rifti slíkum kaupum ef í ljós kæmi að með því væri ríkinu bökuð margra milljarða skaðabótakrafa?“ spurði Bjarni í þingsal í dag. Uppspretta þessarar spurningar var fyrirspurn Ásthildar Lóu Þórsdóttur, þingkonu Flokks fólksins. Hún fullyrti í ræðu sinni að fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM frá Kviku banka væru hugsuð til að rétta við rekstur síðastnefnda fyrirtækisins. Kauptilboð hefði ekki verið gert með hag almennings í huga líkt og haldið hefur verið fram. „Þetta er ekki yfirsjón heldur einbeittur brotavilji,“ sagði Ásthildur sem hvatti Bjarna til að rifta kaupunum. Bjarni svaraði með því að segja að gangrýni Ásthildar beindist að stjórn og stjórnendum Landsbankans, sem enginn ráðherra bæri beina ábyrgð á. Ríkisstjórnin hefði ekkert með dagsdaglegan rekstur Landsbankans að gera. „Hér segir háttvirtur þingmaður að fjármálaráðherra, eða eftir atvikum forsætisráðherra, ætti að beita sér fyrir því að samningum sem hér er vísað til sé rift. Ég myndi fyrir mitt leyti segja að þótt ég sé pólitískt sammála því að það sé óréttlætanlegt að ríkið sé að auka umsvif sín á fjármálamarkaði þá leiði það ekki af sjálfu sér til þess að hægt sé að taka slíkar ákvarðanir án þess að gaumgæfa til dæmis öll lagaleg atriði,“ sagði Bjarni. Líkt og áður sagði að illa yrði tekið í það ef ráðherra myndi baka ríkinu stóra skaðabótakröfu með því að rifta. „Nú er það staðreynd að bankaráðið brást og það gerði Bankasýslan einnig. Ríkisstjórnin þarf að grípa til aðgerða. Það er búð að fremja glæpinn og nú er það skylda ríkisstjórnarinnar að stíga inn og taka afstöðu sem handhafi 98% hlutar í bankanum. Það hlýtur að þurfa að huga að því gríðarlega alvarlega fordæmi til framtíðar ef stjórnendur fyrirtækja í ríkiseigu geta bara komist upp með að brjóta gegn eigendastefnu bankans og gegn vilja eigenda, bara með því að leyna fyrir þeim hvað þeir eru að gera,“ svaraði Ásthildur. Hún metur það sem svo að umrædd möguleg skaðabótakrafa yrði hugsanlega í kringum átta milljarða. „Við ættum samt tuttugu milljarða eftir sem væri hægt að nota til góðs fyrir almenning í landinu,“ bætti Ásthildur við. Þá sagði Bjarni að sér þætti varhugavert að fólk sem hafi, líklega verið að vinna sína vinnu í góðri trú yrði sakað um glæpi í þingsal. „Ég ætla í fyrsta lagi að gjalda varhuga við því að hér í þingsal sé fjallað um löggerninga í samfélaginu sem glæp. Með því er held ég algerlega að ósekju verið að varpa alvarlegri sök á fólk sem ég tel reyndar að hafi bara verið að vinna sína vinnu eftir góðri samvisku.“ Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flokkur fólksins Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Tryggingar Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Innlent Fleiri fréttir Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Sjá meira
„Eða hvað myndu menn segja um fjármálaráðherra sem rifti slíkum kaupum ef í ljós kæmi að með því væri ríkinu bökuð margra milljarða skaðabótakrafa?“ spurði Bjarni í þingsal í dag. Uppspretta þessarar spurningar var fyrirspurn Ásthildar Lóu Þórsdóttur, þingkonu Flokks fólksins. Hún fullyrti í ræðu sinni að fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM frá Kviku banka væru hugsuð til að rétta við rekstur síðastnefnda fyrirtækisins. Kauptilboð hefði ekki verið gert með hag almennings í huga líkt og haldið hefur verið fram. „Þetta er ekki yfirsjón heldur einbeittur brotavilji,“ sagði Ásthildur sem hvatti Bjarna til að rifta kaupunum. Bjarni svaraði með því að segja að gangrýni Ásthildar beindist að stjórn og stjórnendum Landsbankans, sem enginn ráðherra bæri beina ábyrgð á. Ríkisstjórnin hefði ekkert með dagsdaglegan rekstur Landsbankans að gera. „Hér segir háttvirtur þingmaður að fjármálaráðherra, eða eftir atvikum forsætisráðherra, ætti að beita sér fyrir því að samningum sem hér er vísað til sé rift. Ég myndi fyrir mitt leyti segja að þótt ég sé pólitískt sammála því að það sé óréttlætanlegt að ríkið sé að auka umsvif sín á fjármálamarkaði þá leiði það ekki af sjálfu sér til þess að hægt sé að taka slíkar ákvarðanir án þess að gaumgæfa til dæmis öll lagaleg atriði,“ sagði Bjarni. Líkt og áður sagði að illa yrði tekið í það ef ráðherra myndi baka ríkinu stóra skaðabótakröfu með því að rifta. „Nú er það staðreynd að bankaráðið brást og það gerði Bankasýslan einnig. Ríkisstjórnin þarf að grípa til aðgerða. Það er búð að fremja glæpinn og nú er það skylda ríkisstjórnarinnar að stíga inn og taka afstöðu sem handhafi 98% hlutar í bankanum. Það hlýtur að þurfa að huga að því gríðarlega alvarlega fordæmi til framtíðar ef stjórnendur fyrirtækja í ríkiseigu geta bara komist upp með að brjóta gegn eigendastefnu bankans og gegn vilja eigenda, bara með því að leyna fyrir þeim hvað þeir eru að gera,“ svaraði Ásthildur. Hún metur það sem svo að umrædd möguleg skaðabótakrafa yrði hugsanlega í kringum átta milljarða. „Við ættum samt tuttugu milljarða eftir sem væri hægt að nota til góðs fyrir almenning í landinu,“ bætti Ásthildur við. Þá sagði Bjarni að sér þætti varhugavert að fólk sem hafi, líklega verið að vinna sína vinnu í góðri trú yrði sakað um glæpi í þingsal. „Ég ætla í fyrsta lagi að gjalda varhuga við því að hér í þingsal sé fjallað um löggerninga í samfélaginu sem glæp. Með því er held ég algerlega að ósekju verið að varpa alvarlegri sök á fólk sem ég tel reyndar að hafi bara verið að vinna sína vinnu eftir góðri samvisku.“
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flokkur fólksins Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Tryggingar Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Innlent Fleiri fréttir Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Sjá meira