Guðbergur ræddi um framboðið í viðtali við Kristinn Hauk á DV.
„Ég ætla að fá að tala mínu máli. Það vekur þá alla vega fólk til umhugsunar. En auðvitað vill ég verða forseti og ég treysti mér í það,“ segir Guðbergur við DV. Hann segist hæfilega bjartsýnn á árangur í kosningunum.
Guðbergur sem er fæddur árið 1960 rak lengi vel fasteignasöluna Bæ sem hann seldi fyrir þremur árum síðan. Hann starfar þó enn sem fasteignasali. Guðbergur er menntaður vélstjóri og starfaði sem slíkur í nítján ár en gat sér einnig gott orð fyrir áhættuleik í íslenskum kvikmyndum á árum áður.
Hefur lesið lögin og ætlar að nýta embættið betur
Guðbergir segir forseta vera eins og forstjóra í fyrirtæki. Í stjórnarskránni standi að forseti geti falið ráðherrum verkefni og ætlar hann að reyna að gera það.
„Ég er búinn að lesa mér til um lögin búinn að lesa stjórnarskránna. Forsetinn getur gert miklu meira en hann gerir. Ég vill koma því á framfæri,“ segir Guðbergur spurður út í hvað hann ætli sér að gera á Bessastöðum.
Hann vill koma í veg fyrir sölu raforkuinnviða, svo sem hluta úr Landsvirkjun og einnig sé stórt verkefni að spyrna við fjórða orkupakkanum sem sé á leiðinni.