Sjálfsævisaga Navalní væntanleg í haust Kjartan Kjartansson skrifar 11. apríl 2024 22:21 Ekkja Navalní segir að æviminningar hans verði gefnar út á rússnesku og ellefu öðrum tungumálum. Ekki er þó ljóst hvort hún verði gefin út í heimalandinu Rússlandi. AP/Alexander Zemlianitsjenkó Bók með æviminningum Alexei Navalní heitins, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, verður gefin út í haust. Útgefandi hennar segir bókina „lokabréf“ Navalní til heimsbyggðarinnar og að hann hafi byrjað að skrifa hana eftir að eitrað var fyrir honum. Titill bókarinnar verður „Föðurlandsvinur“ og kemur hún út 22. október. Navalní byrjaði að skrifa bókina þegar hann jafnaði sig á eitrun í Þýskalandi árið 2020. Alfred A. Knopf, útgefandi bókarinnar, segir að Navalní hafi haldið skriftunum áfram utan og innan fangelsismúr eftir að hann sneri aftur til Rússlands í janúar 2021. Navalní lést 47 ára að aldri í afskekktu rússnesku fangelsi þar sem hann afplánaði nítján ára fangelsisdóm sem hann sagði eiga sér pólitískar rætur í febrúar. Hann sakaði stjórnvöld í Kreml um að standa að banatilræðinu við sig árið 2020. Rússnesk stjórnvöld hafna bæði því og að hafa átt þátt í dauða hans í fangelsinu. Knopf segir að í bókinni fari Navalní yfir stjórnmálaferil sinn, banatilræðin sem hann lifði af og baráttu hans gegn rússneskum stjórnvöld sem hneigjast æ lengra í einræðisátt. Júlía Navalnaja, ekkja Navalní, segir að bókin sýni óbilandi stuðning hans við baráttuna gegn einræði sem hann fórnaði lífi sínu fyrir. „Á þessum síðum kynnast lesendur manninum sem ég unni heitt, mann gríðarlegra heilinda og óbifanlegs hugrekkis. Það heiðrar ekki bara minningu hans að deila sögu hans heldur hvetur það aðra til þess að berjast fyrir því sem er rétt og að missa aldrei sjónar á þeim gildum sem skipta virkilega máli,“ segir Navalnaja. Mál Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Ráðist á vopnabróður Navalnís með hamri Ráðist var á Leonid Volkov, sem var lengi vel bandamaður Alexeis Navalnís, fyrir utan heimili hans í Vilníus, höfuðborg Litáen, í kvöld. 12. mars 2024 23:44 Navalní borinn til grafar Jarðarför helsta andstæðings Rússlandsforseta Vladimírs Pútín fer fram í Moskvu höfuðborg Rússlands í dag. Fjöldi fólks hefur safnast saman fyrir utan kirkjuna þar sem athöfnin fer fram í suðausturhluta Moskvu í hverfinu Maryino, þar sem Navalní átti áður heima. 1. mars 2024 11:34 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Titill bókarinnar verður „Föðurlandsvinur“ og kemur hún út 22. október. Navalní byrjaði að skrifa bókina þegar hann jafnaði sig á eitrun í Þýskalandi árið 2020. Alfred A. Knopf, útgefandi bókarinnar, segir að Navalní hafi haldið skriftunum áfram utan og innan fangelsismúr eftir að hann sneri aftur til Rússlands í janúar 2021. Navalní lést 47 ára að aldri í afskekktu rússnesku fangelsi þar sem hann afplánaði nítján ára fangelsisdóm sem hann sagði eiga sér pólitískar rætur í febrúar. Hann sakaði stjórnvöld í Kreml um að standa að banatilræðinu við sig árið 2020. Rússnesk stjórnvöld hafna bæði því og að hafa átt þátt í dauða hans í fangelsinu. Knopf segir að í bókinni fari Navalní yfir stjórnmálaferil sinn, banatilræðin sem hann lifði af og baráttu hans gegn rússneskum stjórnvöld sem hneigjast æ lengra í einræðisátt. Júlía Navalnaja, ekkja Navalní, segir að bókin sýni óbilandi stuðning hans við baráttuna gegn einræði sem hann fórnaði lífi sínu fyrir. „Á þessum síðum kynnast lesendur manninum sem ég unni heitt, mann gríðarlegra heilinda og óbifanlegs hugrekkis. Það heiðrar ekki bara minningu hans að deila sögu hans heldur hvetur það aðra til þess að berjast fyrir því sem er rétt og að missa aldrei sjónar á þeim gildum sem skipta virkilega máli,“ segir Navalnaja.
Mál Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Ráðist á vopnabróður Navalnís með hamri Ráðist var á Leonid Volkov, sem var lengi vel bandamaður Alexeis Navalnís, fyrir utan heimili hans í Vilníus, höfuðborg Litáen, í kvöld. 12. mars 2024 23:44 Navalní borinn til grafar Jarðarför helsta andstæðings Rússlandsforseta Vladimírs Pútín fer fram í Moskvu höfuðborg Rússlands í dag. Fjöldi fólks hefur safnast saman fyrir utan kirkjuna þar sem athöfnin fer fram í suðausturhluta Moskvu í hverfinu Maryino, þar sem Navalní átti áður heima. 1. mars 2024 11:34 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Ráðist á vopnabróður Navalnís með hamri Ráðist var á Leonid Volkov, sem var lengi vel bandamaður Alexeis Navalnís, fyrir utan heimili hans í Vilníus, höfuðborg Litáen, í kvöld. 12. mars 2024 23:44
Navalní borinn til grafar Jarðarför helsta andstæðings Rússlandsforseta Vladimírs Pútín fer fram í Moskvu höfuðborg Rússlands í dag. Fjöldi fólks hefur safnast saman fyrir utan kirkjuna þar sem athöfnin fer fram í suðausturhluta Moskvu í hverfinu Maryino, þar sem Navalní átti áður heima. 1. mars 2024 11:34