50 efstu kylfingarnir komast í gegnum niðurskurðinn í dag og er Tiger sem stendur í 27. sæti eftir 16 holur. Það hefur verið nóg að gera hjá Tiger í dag þar sem hann náði ekki að ljúka hring sínum í gær og þurfti því að leika 23 holur í dag.
Það væri kannski bæði létt verk og löðurmannlegt fyrir kylfing á besta aldri í topp formi en Tiger hefur verið að glíma við þrálát og erfið meiðsli síðustu ár og er þetta í fyrsta sinn síðan 2019 sem hann leikur fleiri en 18 holur á einum degi í keppni.
Tiger er sem stendur einum yfir pari og aðeins stórslys á síðustu tveimur holunum gæti komið í veg fyrir að hann komist í gegnum niðurskurðinn. Augu flestra áhorfenda eru á Tiger þrátt fyrir að hann sé langt frá toppnum og hafa nokkur tilþrif frá honum í dag glatt augu áhorfenda.
Stopped on a dime. Tiger Woods gets one back on No. 8. #themasters pic.twitter.com/UZ708iiy1q
— The Masters (@TheMasters) April 12, 2024