Óttast að Íran gæti ráðist á Ísrael á allra næstunni Kjartan Kjartansson skrifar 12. apríl 2024 21:52 John Kirby, talsmaður bandaríska þjóðaröryggisráðsins, ræði við fréttamenn í Hvíta húsinu. Vísir/EPA Bandaríkjastjórn segir meiriháttar árás Írana á Ísrael gæti verið yfirvofandi. Spenna á milli ísraelska og íranskra stjórnvalda hefur stigmagnast eftir að íranskur herforingi var felldur í loftárás í Sýrlandi fyrir hálfum mánuði. Ógnin af íranskra árás er raunveruleg og trúverðug að mati bandarískra stjórnvalda. John Kirby, talsmaður bandaríska þjóðaröryggisráðsins, sagðist þó ekki geta sagt til um hversu umfangsmikil eða hvers eðlis slík árás gæti verið, að því er breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir honum. Fylgst væri grannt með þróun mála. „Við erum í stanslausum samskiptum við félaga okkar í Ísrael um að tryggja að þeir geti varið sig gegn þannig árásum,“ sagði Kirby. Íranskir og ísraelskir ráðamenn hafa skipst á hótunum eftir loftárásina í Damaskus í Sýrlandi sem varð sex liðsmönnum íranska byltingarvarðarins að bana, þar á meðal einum herforingja 1. apríl. Stjórnvöld í Teheran kenna Ísraelum um loftárásina en þeir hafa ekki gengist við henni. Ali Khamenei, æðsti klerkur Írans, sagði í vikunni að Ísraelum yrði refsað fyrir árásina. Utanríkisráðherra Ísraels sagði að Ísraelar myndu svara fyrir sig réðust Íranar á landið. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, fundaði með stríðsráði sínu í dag. Stjórn hans hefur þó ekki gefið út sérstök fyrirmæli til almennings umfram þau sem hafa verið í gildi um að fólk byrgi sig upp af vatni, mat og nauðsynlegum lyfjum til þriggja daga. Nokkur hópur ríkja, þar á meðal Bandaríkin og Bretland hafa varað borgara sína við því að ferðast til Ísraels vegna spennunnar. Bandarískir sendiráðsstarfsmenn í Ísrael mega ekki fara út fyrir borgirnar Tel AViv, Jerúsalem og Beersheba. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur áður heitið Ísrael óbilandi stuðningi ef Íran ræðst á landið. Íran Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Æðsti klerkurinn heitir Ísraelum enn hefndum Ísraelum verður refsað fyrir loftárás sem felldi sjö íranska hermenn á ræðisskrifstofu Írans í Sýrlandi fyrr í þessum mánuði, að sögn æðsta klerks og leiðtoga Írans. Utanríkisráðherra Ísraels hótar árásum á Íran á móti. 10. apríl 2024 10:10 Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Klerkastjórnin í Íran og vígahópar á snærum þeirra hafa hótað hefndum eftir loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í gær. Ísraelar hafa verið bendlaðir við árásina en í henni féllu háttsettur íranskur herforingi og sex aðrir hermenn. 2. apríl 2024 13:01 Mest lesið Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Fleiri fréttir Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Sjá meira
Ógnin af íranskra árás er raunveruleg og trúverðug að mati bandarískra stjórnvalda. John Kirby, talsmaður bandaríska þjóðaröryggisráðsins, sagðist þó ekki geta sagt til um hversu umfangsmikil eða hvers eðlis slík árás gæti verið, að því er breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir honum. Fylgst væri grannt með þróun mála. „Við erum í stanslausum samskiptum við félaga okkar í Ísrael um að tryggja að þeir geti varið sig gegn þannig árásum,“ sagði Kirby. Íranskir og ísraelskir ráðamenn hafa skipst á hótunum eftir loftárásina í Damaskus í Sýrlandi sem varð sex liðsmönnum íranska byltingarvarðarins að bana, þar á meðal einum herforingja 1. apríl. Stjórnvöld í Teheran kenna Ísraelum um loftárásina en þeir hafa ekki gengist við henni. Ali Khamenei, æðsti klerkur Írans, sagði í vikunni að Ísraelum yrði refsað fyrir árásina. Utanríkisráðherra Ísraels sagði að Ísraelar myndu svara fyrir sig réðust Íranar á landið. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, fundaði með stríðsráði sínu í dag. Stjórn hans hefur þó ekki gefið út sérstök fyrirmæli til almennings umfram þau sem hafa verið í gildi um að fólk byrgi sig upp af vatni, mat og nauðsynlegum lyfjum til þriggja daga. Nokkur hópur ríkja, þar á meðal Bandaríkin og Bretland hafa varað borgara sína við því að ferðast til Ísraels vegna spennunnar. Bandarískir sendiráðsstarfsmenn í Ísrael mega ekki fara út fyrir borgirnar Tel AViv, Jerúsalem og Beersheba. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur áður heitið Ísrael óbilandi stuðningi ef Íran ræðst á landið.
Íran Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Æðsti klerkurinn heitir Ísraelum enn hefndum Ísraelum verður refsað fyrir loftárás sem felldi sjö íranska hermenn á ræðisskrifstofu Írans í Sýrlandi fyrr í þessum mánuði, að sögn æðsta klerks og leiðtoga Írans. Utanríkisráðherra Ísraels hótar árásum á Íran á móti. 10. apríl 2024 10:10 Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Klerkastjórnin í Íran og vígahópar á snærum þeirra hafa hótað hefndum eftir loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í gær. Ísraelar hafa verið bendlaðir við árásina en í henni féllu háttsettur íranskur herforingi og sex aðrir hermenn. 2. apríl 2024 13:01 Mest lesið Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Fleiri fréttir Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Sjá meira
Æðsti klerkurinn heitir Ísraelum enn hefndum Ísraelum verður refsað fyrir loftárás sem felldi sjö íranska hermenn á ræðisskrifstofu Írans í Sýrlandi fyrr í þessum mánuði, að sögn æðsta klerks og leiðtoga Írans. Utanríkisráðherra Ísraels hótar árásum á Íran á móti. 10. apríl 2024 10:10
Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Klerkastjórnin í Íran og vígahópar á snærum þeirra hafa hótað hefndum eftir loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í gær. Ísraelar hafa verið bendlaðir við árásina en í henni féllu háttsettur íranskur herforingi og sex aðrir hermenn. 2. apríl 2024 13:01