Fjórði í röðinni er svo hinn danski Nicolai Højgaard, sem lék á 73 höggum í dag og þá hefur hinn sænski Ludvig Åberg þotið upp listann í dag og er í 7. sæti en hann lék á 69 höggum í dag.
Augu flestra í dag voru þó sennilega á kylfingi mun neðar á listanum en Tiger Woods freistaði þess að komast í gegnum niðurskurðinn í 24. sinn í röð á ferlinum og tókst það, fyrstur allra í sögunni.
The last time Tiger Woods missed a cut at Augusta National, broadband internet had not been introduced. https://t.co/gQ9S1JTnRx pic.twitter.com/kK2bBwXymA
— PGA TOUR (@PGATOUR) April 12, 2024
Nokkuð hefur bætt í vindinn seinni partinn sem setur svip sinn á sum högg en mótið hefur þó gengið stóráfallalaust fyrir sig í dag. Veðurspáin er betri fyrir morgundaginn en bein útsending frá mótinu verður á Stöð 2 Sport 4 og hefst hún kl. 19:00.