Degi þrjú lokið: Scheffler enn á toppnum þrátt fyrir tvöfaldan skolla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2024 23:26 Eins gott að skjóta beint þegar fólk er svona nálægt. Warren Little/Getty Images Scottie Scheffler leiðir línuna þegar þriðja degi Mastersmótsins í golfi er lokið. Hann er sem stendur höggi á undan næsta manni en tvöfaldur skolli á 10. holu gerði það að verkum að Sheffler stakk ekki einfaldlega af. Líkt og svo oft áður er gríðarleg spenna á Mastersmótinu og hlutirnir breytast hratt. Það hafa nokkrir haft forystuna til þessa en Scheffler hefur haldið henni undir lok dags. Eagle for Scheffler. He returns to a tie for the lead. #themasters pic.twitter.com/3mWXrXVTL6— The Masters (@TheMasters) April 13, 2024 Ef ekki væri fyrir þennan tvöfalda skolla væri hann svo gott sem byrjaður að klæða sig í græna jakkann. Sem stendur er Scheffler á sjö höggum undir pari eftir að fá fugl á 18. holu. Scottie Scheffler birdies No. 18 to close out the third round atop the leader board. #themasters pic.twitter.com/2F8FoOmRUp— The Masters (@TheMasters) April 13, 2024 Collin Morikawa kemur þar á eftir á sex höggum undir pari. Hann átti góðan dag og lék á þremur undir pari. Max Homa er svo í þriðja sæti á fimm höggum undir pari. Ludvig Åberg er í 4. sæti á fjórum höggum undir pari. Bryson DeChambeau átti erfiðan dag og lék samtals á þremur höggum undir pari. Hann endaði daginn þó með einu af höggum mótsins. Hann er í 5. sæti á tveimur höggum undir pari. Bryson DeChambeau finishes with a bang. #themasters pic.twitter.com/I6zMUYB2MA— The Masters (@TheMasters) April 13, 2024 Mörg stór nöfn hafa átt erfitt uppdráttar í dag. Tiger Woods hefur til að mynda átt skelfilegan dag, alls er hann á tíu höggum yfir pari í dag og 11 höggum yfir pari samtals. Hann er jafn öðrum kylfingum í 52. sæti. Brooks Koepka lék á fjórum höggum yfir pari í dag og er samtals sex höggum yfir pari. Phil Mickelseon er einnig á sex höggum yfir pari en hann lék daginn á tveimur yfir pari. Golf Masters-mótið Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Líkt og svo oft áður er gríðarleg spenna á Mastersmótinu og hlutirnir breytast hratt. Það hafa nokkrir haft forystuna til þessa en Scheffler hefur haldið henni undir lok dags. Eagle for Scheffler. He returns to a tie for the lead. #themasters pic.twitter.com/3mWXrXVTL6— The Masters (@TheMasters) April 13, 2024 Ef ekki væri fyrir þennan tvöfalda skolla væri hann svo gott sem byrjaður að klæða sig í græna jakkann. Sem stendur er Scheffler á sjö höggum undir pari eftir að fá fugl á 18. holu. Scottie Scheffler birdies No. 18 to close out the third round atop the leader board. #themasters pic.twitter.com/2F8FoOmRUp— The Masters (@TheMasters) April 13, 2024 Collin Morikawa kemur þar á eftir á sex höggum undir pari. Hann átti góðan dag og lék á þremur undir pari. Max Homa er svo í þriðja sæti á fimm höggum undir pari. Ludvig Åberg er í 4. sæti á fjórum höggum undir pari. Bryson DeChambeau átti erfiðan dag og lék samtals á þremur höggum undir pari. Hann endaði daginn þó með einu af höggum mótsins. Hann er í 5. sæti á tveimur höggum undir pari. Bryson DeChambeau finishes with a bang. #themasters pic.twitter.com/I6zMUYB2MA— The Masters (@TheMasters) April 13, 2024 Mörg stór nöfn hafa átt erfitt uppdráttar í dag. Tiger Woods hefur til að mynda átt skelfilegan dag, alls er hann á tíu höggum yfir pari í dag og 11 höggum yfir pari samtals. Hann er jafn öðrum kylfingum í 52. sæti. Brooks Koepka lék á fjórum höggum yfir pari í dag og er samtals sex höggum yfir pari. Phil Mickelseon er einnig á sex höggum yfir pari en hann lék daginn á tveimur yfir pari.
Golf Masters-mótið Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira