Forsetahjónin og Lilja halda til Skotlands Jón Ísak Ragnarsson skrifar 15. apríl 2024 11:18 Forsetahjónin halda í dag til Skotlands til að styrkja vinabönd þjóðanna. Aðsend/Sigurgeir Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú halda í dag til Edinborgar í Skotlandi ásamt Lilju Dögg Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptamálaráðherra. Markmið ferðarinnar er að styrkja enn frekar vinabönd Íslendinga og Skota með áherslu á sögu og menningu þjóðanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta. Á dagskrá forseta er fundur með Humza Yousaf, forsætisráðherra Skotlands, og Lord Cameron af Lochiel, aðstoðarráðherra málefna Skotlands í bresku ríkisstjórninni. Þá mun Guðni halda opinn fyrirlestur við Edinborgarháskóla með yfirskriftinni „Iceland the Brave: The power and pitfalls of patriotism in a globalized world.“ Einhver þýðing gæti verið „Hugrakka Ísland, kraftur og vandræði þjóðernishyggju í hnattvæddum heimi.“ Eliza Reid forsetafrú mun á sama tíma eiga fund með fulltrúum bókmenntaborgar UNESCO í Edinborg. Sterk tengsl við Ísland Lilja Dögg menningarmálaráðherra mun svo fylgja forseta í heimsókn á Þjóðminjasafn Skotlands. Þar munu þau skoða hin svokölluðu Lögréttutjöld sem talin eru hafa verið í Lögréttuhúsinu á Þingvöllum á síðari hluta 18. aldar. Þau voru seld skoskum ferðamanni árið 1858 og eru nú í eigu Þjóðminjasafns Skotlands. Ísland á í ár 80 ára lýðveldisafmæli og mun Þjóðminjasafn Íslands fá tjöldin að láni að því tilefni. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Menningar- og viðskiptaráðherra heimsækir Skotland í vikunni ásamt forsetahjónunum.Vísir/Vilhelm Þá munu ferðalangarnir einnig heimsækja Þjóðskjalasafn Skotlands. Þar eru íslensk handrit varðveitt, meðal annars fyrstu drögin að Lofsöng sem síðar varð íslenski þjóðsöngurinn. Sveinbjörn Sveinbjörnsson samdi lagið við ljóð Matthíasar Jochumssonar þegar þeir voru báðir í Edinborg. Lofsöngurinn var saminn í tilefni af þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar árið 1874. Forseti Íslands Skotland Þingvellir Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta. Á dagskrá forseta er fundur með Humza Yousaf, forsætisráðherra Skotlands, og Lord Cameron af Lochiel, aðstoðarráðherra málefna Skotlands í bresku ríkisstjórninni. Þá mun Guðni halda opinn fyrirlestur við Edinborgarháskóla með yfirskriftinni „Iceland the Brave: The power and pitfalls of patriotism in a globalized world.“ Einhver þýðing gæti verið „Hugrakka Ísland, kraftur og vandræði þjóðernishyggju í hnattvæddum heimi.“ Eliza Reid forsetafrú mun á sama tíma eiga fund með fulltrúum bókmenntaborgar UNESCO í Edinborg. Sterk tengsl við Ísland Lilja Dögg menningarmálaráðherra mun svo fylgja forseta í heimsókn á Þjóðminjasafn Skotlands. Þar munu þau skoða hin svokölluðu Lögréttutjöld sem talin eru hafa verið í Lögréttuhúsinu á Þingvöllum á síðari hluta 18. aldar. Þau voru seld skoskum ferðamanni árið 1858 og eru nú í eigu Þjóðminjasafns Skotlands. Ísland á í ár 80 ára lýðveldisafmæli og mun Þjóðminjasafn Íslands fá tjöldin að láni að því tilefni. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Menningar- og viðskiptaráðherra heimsækir Skotland í vikunni ásamt forsetahjónunum.Vísir/Vilhelm Þá munu ferðalangarnir einnig heimsækja Þjóðskjalasafn Skotlands. Þar eru íslensk handrit varðveitt, meðal annars fyrstu drögin að Lofsöng sem síðar varð íslenski þjóðsöngurinn. Sveinbjörn Sveinbjörnsson samdi lagið við ljóð Matthíasar Jochumssonar þegar þeir voru báðir í Edinborg. Lofsöngurinn var saminn í tilefni af þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar árið 1874.
Forseti Íslands Skotland Þingvellir Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Sjá meira