Margföldun raforkuverðs Högni Elfar Gylfason skrifar 16. apríl 2024 07:01 Líkt og áður hefur verið bent á er Ísland á hraðri leið í ógöngur í raforkumálum líkt og löndin á meginlandi Evrópu þar sem almenningur hefur á stundum varla efni á að greiða fyrir orkuna. Eftir upptöku 3.orkupakka ESB hér á landi þvert gegn alvarlegum og ítrekuðum viðvörunum þingflokks Miðflokksins hafa viðvörunarorðin verið að raungerast eitt af öðru. Líkt og flestir vita hafa nú þegar bæst við margir nýir milliliðir í smásölu raforku til neytenda og fyrirtækja hér á landi. Í kjölfarið hafa fleiri en einn þeirra farið að bjóða upp á sérstakan “afslátt” af rafmagni á nóttunni og þá gegn kröfu um uppsetningu nýrra raforkumæla sem gera það mögulegt að breyta verðinu eins oft og söluaðilarnir hafa hugmyndaflug til. Þannig styttist óðfluga í að stöðugar verðbreytingar muni dynja á fólki og fyrirtækjum. Þær verða fegraðar með orðum um allskyns afslætti, en allar munu þær hafa það raunverulega markmið að hækka arðsemi sölufyrirtækjanna sem eins og allir vita verður best gert með hækkaðri álagningu. Þegar þangað verður komið mun ástandið líkjast því sem verið hefur í Noregi og víðar þar sem raforkuverð hefur margfaldast og það er látið sveiflast mikið til að villa mönnum sýn. Þannig er það til dæmis kallað afsláttur að hafa verð lægra þegar fáir þurfa á rafmagni að halda líkt og á nóttunni, en einhver önnur orð munu höfð um miklu hærri verð á álagstímum líkt og þegar kalt er í veðri eða þegar flestir eru að elda kvöldmatinn. Jólasteikin verður svo elduð á hæsta mögulega verði vegna afleiðinga orkupakka sem ríkisstjórnarflokkarnir sögðu að myndu engin áhrif hafa hér á landi. Nýjustu afleiðingar orkustefnu eða stefnuleysi ríkisstjórnarflokkanna eru að líta dagsins ljós, en það er gangsetning uppboðsmarkaða fyrir raforku hér á landi, svonefndra “raforkukauphalla”. Þar mun raforka ganga kaupum og sölu á heildsölumarkaði með uppboðsfyrirkomulagi, sem mun ef að líkum lætur leiða til mikilla sveiflna í raforkuverði til notenda sem þó leitast helst við að fara upp fremur en niður líkt og tilhneigingin er á öðrum uppboðsmörkuðum. Þá mun stöðutaka stjórnarflokkanna síðustu tæplega sjö árin gegn aukinni framleiðslu raforku valda því að verð á slíkum uppboðum munu verða verulega hærri en ella, en lögmálið um framboð og eftirspurn skýrir allt sem skýra þarf í þeim efnum. Það er nauðsynlegt að ná utan um stöðuna í orkumálum hér á landi, en það verður best gert með því að taka málaflokkinn til baka undir yfirráð eigenda orkuauðlinda landsins, sumsé íslendinga sjálfra. Sífelld eftirgjöf og undirgefni íslenskra stjórnmálamanna við erlent stofnanavald mun á endanum leiða landið í miklar ógöngur. Það er tímabært að þingmenn á Alþingi fari að taka þá ábyrgð sem þeir eru kosnir til af landsmönnum öllum og fari að standa í lappirnar gegn ásælni erlendra stofnana, ríkja og ríkjasambanda í íslenskar auðlindir og íslenska hagsmuni. Ef ekkert verður að gert mun raforkuverð til heimila og fyrirtækja margfaldast í náinni framtíð. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Högni Elfar Gylfason Orkumál Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Líkt og áður hefur verið bent á er Ísland á hraðri leið í ógöngur í raforkumálum líkt og löndin á meginlandi Evrópu þar sem almenningur hefur á stundum varla efni á að greiða fyrir orkuna. Eftir upptöku 3.orkupakka ESB hér á landi þvert gegn alvarlegum og ítrekuðum viðvörunum þingflokks Miðflokksins hafa viðvörunarorðin verið að raungerast eitt af öðru. Líkt og flestir vita hafa nú þegar bæst við margir nýir milliliðir í smásölu raforku til neytenda og fyrirtækja hér á landi. Í kjölfarið hafa fleiri en einn þeirra farið að bjóða upp á sérstakan “afslátt” af rafmagni á nóttunni og þá gegn kröfu um uppsetningu nýrra raforkumæla sem gera það mögulegt að breyta verðinu eins oft og söluaðilarnir hafa hugmyndaflug til. Þannig styttist óðfluga í að stöðugar verðbreytingar muni dynja á fólki og fyrirtækjum. Þær verða fegraðar með orðum um allskyns afslætti, en allar munu þær hafa það raunverulega markmið að hækka arðsemi sölufyrirtækjanna sem eins og allir vita verður best gert með hækkaðri álagningu. Þegar þangað verður komið mun ástandið líkjast því sem verið hefur í Noregi og víðar þar sem raforkuverð hefur margfaldast og það er látið sveiflast mikið til að villa mönnum sýn. Þannig er það til dæmis kallað afsláttur að hafa verð lægra þegar fáir þurfa á rafmagni að halda líkt og á nóttunni, en einhver önnur orð munu höfð um miklu hærri verð á álagstímum líkt og þegar kalt er í veðri eða þegar flestir eru að elda kvöldmatinn. Jólasteikin verður svo elduð á hæsta mögulega verði vegna afleiðinga orkupakka sem ríkisstjórnarflokkarnir sögðu að myndu engin áhrif hafa hér á landi. Nýjustu afleiðingar orkustefnu eða stefnuleysi ríkisstjórnarflokkanna eru að líta dagsins ljós, en það er gangsetning uppboðsmarkaða fyrir raforku hér á landi, svonefndra “raforkukauphalla”. Þar mun raforka ganga kaupum og sölu á heildsölumarkaði með uppboðsfyrirkomulagi, sem mun ef að líkum lætur leiða til mikilla sveiflna í raforkuverði til notenda sem þó leitast helst við að fara upp fremur en niður líkt og tilhneigingin er á öðrum uppboðsmörkuðum. Þá mun stöðutaka stjórnarflokkanna síðustu tæplega sjö árin gegn aukinni framleiðslu raforku valda því að verð á slíkum uppboðum munu verða verulega hærri en ella, en lögmálið um framboð og eftirspurn skýrir allt sem skýra þarf í þeim efnum. Það er nauðsynlegt að ná utan um stöðuna í orkumálum hér á landi, en það verður best gert með því að taka málaflokkinn til baka undir yfirráð eigenda orkuauðlinda landsins, sumsé íslendinga sjálfra. Sífelld eftirgjöf og undirgefni íslenskra stjórnmálamanna við erlent stofnanavald mun á endanum leiða landið í miklar ógöngur. Það er tímabært að þingmenn á Alþingi fari að taka þá ábyrgð sem þeir eru kosnir til af landsmönnum öllum og fari að standa í lappirnar gegn ásælni erlendra stofnana, ríkja og ríkjasambanda í íslenskar auðlindir og íslenska hagsmuni. Ef ekkert verður að gert mun raforkuverð til heimila og fyrirtækja margfaldast í náinni framtíð. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í norðvesturkjördæmi.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar