„Allir sem eru búnir að sjá þetta aftur segja mér hvernig þetta hefði átt að vera“ Sverrir Mar Smárason skrifar 15. apríl 2024 22:10 Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var að vonum svekktur með 0-1 tap síns liðs gegn Víkingi í kvöld. Þjálfaranum, ásamt mörgum öðrum, fannst Fram eiga meira skilið úr leiknum. „Já ég er mjög svekktur með niðurstöðuna. Víkingarnir áttu eitt skot á markið og það fór í netið. Eina sem fór á rammann held ég alveg örugglega. Þeir eru vissulega meira með boltann og allt það en við sköpum meira en þeir,“ sagði Rúnar. Fram hafði góð tök á leiknum og stýrði honum að mörgu leyti með góðum og öguðum varnarleik. Víkingar áttu erfitt með að opna Framliðið í kvöld. Fram skoraði mark í fyrri hálfleik sem var dæmt af, það mark hefði átt að standa. „Ég er ekki búinn að sjá þetta aftur. Allir sem eru búnir að sjá þetta aftur segja mér hvernig þetta hefði átt að vera. Eins og ég segi alltaf þá verðuru að vera viss í þinni sök ef þú ætlar að taka mark, dæma rangstöðu eða dæma eitthvað bara almennt hvar sem það er á vellinum. Hann var viss og dæmdi, hann virtist hafa séð hendi og við getum ekki breytt því,“ sagði Rúnar um markið. Fram vildi fá víti í stöðunni 0-1 á 79. mínútu þegar Guðmundur Magnússon fór niður í teignum eftir baráttu við Halldór Smára. Jóhann Ingi, dómari leiksins var ekki á því máli. „Gummi vildi fá víti, hann var þarna og þeir sem stóðu í kringum hann líka. Það er hægt að skoða þetta með vídjóum og sannreyna hvort við hefðum átt að fá víti eða ekki en það breytir því ekki að við fáum ekki víti núna. Leikurinn er búinn. Við erum svekktir og ég er ofboðslega stoltur af liðinu fyrir frammistöðuna. Við vitum að Víkingar eru með eitt besta lið í deildinni. Við náðum allavega að stoppa þá í þeirra sóknaraðgerðum og hræða þá aðeins. Það gefur okkur því miður ekkert í dag. Við hefðum getað nýtt færin okkar betur og getum kennt sjálfum okkur um. Við getum ekki skellt skuldinni á einn mann og við viljum ekki gera það,“ sagði Rúnar og átti þar við um dómara leiksins. Frammistaða liðsins hefur verið mjög góð í fyrstu tveimur leikjum mótsins en Rúnar vill meina að það þurfi ekki mikið til að hlutirnir snúist. „Þetta er svo fljótt að snúast í höndunum á fólki. Við þurfum bara að halda áfram að leggja okkur eins mikið fram og við gerðum í dag og þá getum við strítt öllum liðum. Við erum ekkert að horfa of langt fram í tímann. Við erum sáttir við fyrsta leikinn og sáttir við frammistöðuna í dag en það er bara næsti leikur sem telur. Ef þú tapar honum líka þá fer brosið af manni,“ sagði Rúnar að lokum. Besta deild karla Fram Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 0-1 | Íslandsmeistararnir áfram með fullt hús Arnar Gunnlaugsson hefur nú stýrt Víkingsliðinu í tólf leikjum í röð í deild eða bikar án þess að tapa á móti Rúnari Kristinssyni. Nú unnu Víkingarnir hans Arnars 1-0 útisigur á Fram-liðinu hans Rúnars í Bestu deild karla í knattspyrnu. 15. apríl 2024 21:45 Mest lesið Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Fleiri fréttir „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Sjá meira
„Já ég er mjög svekktur með niðurstöðuna. Víkingarnir áttu eitt skot á markið og það fór í netið. Eina sem fór á rammann held ég alveg örugglega. Þeir eru vissulega meira með boltann og allt það en við sköpum meira en þeir,“ sagði Rúnar. Fram hafði góð tök á leiknum og stýrði honum að mörgu leyti með góðum og öguðum varnarleik. Víkingar áttu erfitt með að opna Framliðið í kvöld. Fram skoraði mark í fyrri hálfleik sem var dæmt af, það mark hefði átt að standa. „Ég er ekki búinn að sjá þetta aftur. Allir sem eru búnir að sjá þetta aftur segja mér hvernig þetta hefði átt að vera. Eins og ég segi alltaf þá verðuru að vera viss í þinni sök ef þú ætlar að taka mark, dæma rangstöðu eða dæma eitthvað bara almennt hvar sem það er á vellinum. Hann var viss og dæmdi, hann virtist hafa séð hendi og við getum ekki breytt því,“ sagði Rúnar um markið. Fram vildi fá víti í stöðunni 0-1 á 79. mínútu þegar Guðmundur Magnússon fór niður í teignum eftir baráttu við Halldór Smára. Jóhann Ingi, dómari leiksins var ekki á því máli. „Gummi vildi fá víti, hann var þarna og þeir sem stóðu í kringum hann líka. Það er hægt að skoða þetta með vídjóum og sannreyna hvort við hefðum átt að fá víti eða ekki en það breytir því ekki að við fáum ekki víti núna. Leikurinn er búinn. Við erum svekktir og ég er ofboðslega stoltur af liðinu fyrir frammistöðuna. Við vitum að Víkingar eru með eitt besta lið í deildinni. Við náðum allavega að stoppa þá í þeirra sóknaraðgerðum og hræða þá aðeins. Það gefur okkur því miður ekkert í dag. Við hefðum getað nýtt færin okkar betur og getum kennt sjálfum okkur um. Við getum ekki skellt skuldinni á einn mann og við viljum ekki gera það,“ sagði Rúnar og átti þar við um dómara leiksins. Frammistaða liðsins hefur verið mjög góð í fyrstu tveimur leikjum mótsins en Rúnar vill meina að það þurfi ekki mikið til að hlutirnir snúist. „Þetta er svo fljótt að snúast í höndunum á fólki. Við þurfum bara að halda áfram að leggja okkur eins mikið fram og við gerðum í dag og þá getum við strítt öllum liðum. Við erum ekkert að horfa of langt fram í tímann. Við erum sáttir við fyrsta leikinn og sáttir við frammistöðuna í dag en það er bara næsti leikur sem telur. Ef þú tapar honum líka þá fer brosið af manni,“ sagði Rúnar að lokum.
Besta deild karla Fram Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 0-1 | Íslandsmeistararnir áfram með fullt hús Arnar Gunnlaugsson hefur nú stýrt Víkingsliðinu í tólf leikjum í röð í deild eða bikar án þess að tapa á móti Rúnari Kristinssyni. Nú unnu Víkingarnir hans Arnars 1-0 útisigur á Fram-liðinu hans Rúnars í Bestu deild karla í knattspyrnu. 15. apríl 2024 21:45 Mest lesið Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Fleiri fréttir „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Víkingur 0-1 | Íslandsmeistararnir áfram með fullt hús Arnar Gunnlaugsson hefur nú stýrt Víkingsliðinu í tólf leikjum í röð í deild eða bikar án þess að tapa á móti Rúnari Kristinssyni. Nú unnu Víkingarnir hans Arnars 1-0 útisigur á Fram-liðinu hans Rúnars í Bestu deild karla í knattspyrnu. 15. apríl 2024 21:45