Biðst afsökunar á brösuglegum Coachella-flutningi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. apríl 2024 00:04 Tónlistarhátíðin verður haldin á ný næstu helgi og Grimes heitir því að þá verði tæknin í lagi. Getty Kanadíska tónlistarkonan Grimes bað aðdáendur sína afsökunar eftir að tæknilegir örðugleikar komu upp á tónleikum hennar á tónlistarhátíðinni Coachella í Kaliforníu á laugardag. Á myndböndum af tónleikum Grimes sést hún æpa í hljóðnemann af reiði nokkrum sinnum vegna örðugleikanna. Að auki stöðvar hún nokkrum sinnum tónlistina og útskýrir fyrir áhorfendum að undirspilin séu of hröð sem geri henni erfitt fyrir. Grimes going into meltdown during her Coachella set because someone synced her tracks for her wrong pic.twitter.com/wq8zhzpCQ7— Rave Footage (@RaveFootage) April 15, 2024 Í frétt Variety um málið kemur fram að tónlistarkonan hafi síðan yfirgefið sviðið í miðju lagi þegar hún flutti lagið Genesis, sem er eitt af hennar vinsælustu lögum og ekki komið aftur upp á svið. Netverjar kenndu ýmist í brjósti um hana og lýstu atvikinu sem martröð tónlistarmannsins eða gagnrýndu hana fyrir skipulagsleysi, en stakur miði á hátíðina kostar um sjötíu þúsund krónur. Grimes baðst afsökunar á atvikinu á samfélagsmiðlinum X, sem er í eigu fyrrverandi eiginmanns hennar, Elon Musk. Grimes #Coachella malfunctions pic.twitter.com/nrKZqgm65F— Nimrod Kamer (@nnimrodd) April 15, 2024 „Venjulega skipulegg ég hvern einasta hluta tónleika minna sjálf,“ sagði hún í færslunni og útskýrði að til að spara sér tíma hefði hún fengið einhvern annan til þess að setja saman lagalistann sinn og pantað græjur sem væru henni ekki kunnugar. I want to apologize for the technical issues with the show tonight. I wanted to come back rly strong and usually I always handle every aspect of my show myself - to save time this was one of the first times I've outsourced essential things like rekordbox bpm's and letting — (@Grimezsz) April 14, 2024 Loks sagðist Grimes ætla að sjá til þess að fyrir Coachella-tónleikana næsta laugardag muni hún sjá til þess að öll tækni verði í lagi. Hún hafi lært á mistökunum. „Ég læt þetta ekki gerast aftur. Ég er búin að eyða mörgum mánuðum í að undirbúa þessa tónleika, að semja tónlist og búa til leikmynd, og ég viðurkenni að ég er ekki í góðu skapi yfir þessu. En í næstu viku verður þetta fullkomið,“ sagði hún að lokum. Bandaríkin Tónlist Hollywood Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Á myndböndum af tónleikum Grimes sést hún æpa í hljóðnemann af reiði nokkrum sinnum vegna örðugleikanna. Að auki stöðvar hún nokkrum sinnum tónlistina og útskýrir fyrir áhorfendum að undirspilin séu of hröð sem geri henni erfitt fyrir. Grimes going into meltdown during her Coachella set because someone synced her tracks for her wrong pic.twitter.com/wq8zhzpCQ7— Rave Footage (@RaveFootage) April 15, 2024 Í frétt Variety um málið kemur fram að tónlistarkonan hafi síðan yfirgefið sviðið í miðju lagi þegar hún flutti lagið Genesis, sem er eitt af hennar vinsælustu lögum og ekki komið aftur upp á svið. Netverjar kenndu ýmist í brjósti um hana og lýstu atvikinu sem martröð tónlistarmannsins eða gagnrýndu hana fyrir skipulagsleysi, en stakur miði á hátíðina kostar um sjötíu þúsund krónur. Grimes baðst afsökunar á atvikinu á samfélagsmiðlinum X, sem er í eigu fyrrverandi eiginmanns hennar, Elon Musk. Grimes #Coachella malfunctions pic.twitter.com/nrKZqgm65F— Nimrod Kamer (@nnimrodd) April 15, 2024 „Venjulega skipulegg ég hvern einasta hluta tónleika minna sjálf,“ sagði hún í færslunni og útskýrði að til að spara sér tíma hefði hún fengið einhvern annan til þess að setja saman lagalistann sinn og pantað græjur sem væru henni ekki kunnugar. I want to apologize for the technical issues with the show tonight. I wanted to come back rly strong and usually I always handle every aspect of my show myself - to save time this was one of the first times I've outsourced essential things like rekordbox bpm's and letting — (@Grimezsz) April 14, 2024 Loks sagðist Grimes ætla að sjá til þess að fyrir Coachella-tónleikana næsta laugardag muni hún sjá til þess að öll tækni verði í lagi. Hún hafi lært á mistökunum. „Ég læt þetta ekki gerast aftur. Ég er búin að eyða mörgum mánuðum í að undirbúa þessa tónleika, að semja tónlist og búa til leikmynd, og ég viðurkenni að ég er ekki í góðu skapi yfir þessu. En í næstu viku verður þetta fullkomið,“ sagði hún að lokum.
Bandaríkin Tónlist Hollywood Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira