Svipað og að horfa upp á Notre Dame brenna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. apríl 2024 11:54 Guðjón Friðriksson sagnfræðingur er sleginn yfir brunanum í Kaupmannahöfn. Vísir/Vilhelm Slökkvilið berst enn við stórbruna í einu helsta kennileiti Kaupmannahafnar; sögufrægu byggingunni Børsen. Sagnfræðingur segir sárt að horfa upp á eldsvoðann en þó ljós í myrkrinu að hluta málverka og menningarverðmæta hafi verið bjargað Tilkynnt var um eldinn á áttunda tímanum morgun en byggingin er í hjarta Kaupmannahafnar, nærri danska þinginu. Eldurinn breiddist hratt út og í morgun féll spíralturn Børsen sem hefur verið hefur eitt helsta kennileiti borgarinnar. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur, sem skrifaði bókina Kaupmannahöfn sem höfuðborg Íslands, segist verulega brugðið. „Þetta er svona svipað og þegar maður frétti af Notre Dame, þetta er höfuðbygging þarna í Kaupmannahöfn og hefur sett svip sinn á borgina mjög lengi, í fjögur hundruð ár.“ Spíralturninn var 56 metra hár og sést hér í ljósum logum áður en hann féll.vísir/ap Framkvæmdir stóðu þar yfir í tengslum við fjögur hundruð ára afmælishátíð hússins sem átti að halda á þessu ári. Byggingin var reist í tíð Kristjáns fjórða Danakonungs, sem lét sérstaklega smíða á hana turninn fræga. „Hann er mjög sérstakur. Þetta eru drekar og halarnir snúast upp í spíru, og það var talað um að hann væri táknrænn gegn óvinahernaði og eldsvoðum en nú er hann fallinn,“ segir Guðjón og bendir á hina augljósu íroníu. Í Børsen var lengst um sinn markaður þar sem Íslendingar stunduðu meðal annars viðskipti með saltfisk en byggingin var gerð að kauphöll um miðja 19. öld og var það til ársins 1974. Síðan hafa sambönd atvinnurekenda verið þar með skrifstofur auk þess sem húsið hefur verið leigt út til veisluhalda. Í morgun hafa sést myndir af fólki hlaupa inn í brennandi bygginguna til að bjarga menningarverðmætum. Børsen er í hjarta Kaupmannahafnar og var eitt helsta kennileiti borgarinnar.vísir/ap „Það er til dæmis þarna mjög þekkt málverk eftir Krøyer, sem var einhver þekktasti listamaður Danmerkur á nítjándu öld. Ég sá að það var borið út og þurfti fjölda manns til að bera verkið, það er svo stórt,“ segir Guðjón og bætir við að reikna megi við að ýmis verðmæti séu líklega farin þrátt fyrir að mörgu hafi verið bjargað. Ráðamenn í Danmörku eru slegnir yfir atburðum morgunsins en vonir standa til þess að slökkvilið nái tökum á eldinum á næstu klukkustundum. Svæðið í kring hefur verið rýmt og fólki ráðlagt að loka gluggum vegna reykjarmakkar. Guðjón trúir ekki öðru en að byggingin verði endurreist. „Ég held að Danir geti ekki annað en endurbyggt þetta hús. Veit ekki hvort eldurinn nái því öllu en ég trúi ekki öðru en að þeir endurbygggi þar sem þetta er eitt af kennileitum Kaupmannahafnar og er þarna á hallarhólmanum rétt við Kristjánsborgarhöll. Þannig mér finnst mjög líklegt að þeir muni endurreisa það eins og það var. Ég bara trúi ekki öðru.“ Danmörk Stórbruni í Børsen Tengdar fréttir „Ein mikilvægasta bygging Danmerkur“ Eldur logar enn í Børsen í Kaupmannahöfn. Tekist hefur að bjarga miklu magni verðmæta sem geymd voru í byggingunni. Byggingin hýsti dönsku kauphöllina til ársins 1974, en endurbætur á byggingunni hafa staðið yfir síðustu ár. Ekki er talið að neinn hafi slasast vegna brunans. 16. apríl 2024 11:39 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Tilkynnt var um eldinn á áttunda tímanum morgun en byggingin er í hjarta Kaupmannahafnar, nærri danska þinginu. Eldurinn breiddist hratt út og í morgun féll spíralturn Børsen sem hefur verið hefur eitt helsta kennileiti borgarinnar. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur, sem skrifaði bókina Kaupmannahöfn sem höfuðborg Íslands, segist verulega brugðið. „Þetta er svona svipað og þegar maður frétti af Notre Dame, þetta er höfuðbygging þarna í Kaupmannahöfn og hefur sett svip sinn á borgina mjög lengi, í fjögur hundruð ár.“ Spíralturninn var 56 metra hár og sést hér í ljósum logum áður en hann féll.vísir/ap Framkvæmdir stóðu þar yfir í tengslum við fjögur hundruð ára afmælishátíð hússins sem átti að halda á þessu ári. Byggingin var reist í tíð Kristjáns fjórða Danakonungs, sem lét sérstaklega smíða á hana turninn fræga. „Hann er mjög sérstakur. Þetta eru drekar og halarnir snúast upp í spíru, og það var talað um að hann væri táknrænn gegn óvinahernaði og eldsvoðum en nú er hann fallinn,“ segir Guðjón og bendir á hina augljósu íroníu. Í Børsen var lengst um sinn markaður þar sem Íslendingar stunduðu meðal annars viðskipti með saltfisk en byggingin var gerð að kauphöll um miðja 19. öld og var það til ársins 1974. Síðan hafa sambönd atvinnurekenda verið þar með skrifstofur auk þess sem húsið hefur verið leigt út til veisluhalda. Í morgun hafa sést myndir af fólki hlaupa inn í brennandi bygginguna til að bjarga menningarverðmætum. Børsen er í hjarta Kaupmannahafnar og var eitt helsta kennileiti borgarinnar.vísir/ap „Það er til dæmis þarna mjög þekkt málverk eftir Krøyer, sem var einhver þekktasti listamaður Danmerkur á nítjándu öld. Ég sá að það var borið út og þurfti fjölda manns til að bera verkið, það er svo stórt,“ segir Guðjón og bætir við að reikna megi við að ýmis verðmæti séu líklega farin þrátt fyrir að mörgu hafi verið bjargað. Ráðamenn í Danmörku eru slegnir yfir atburðum morgunsins en vonir standa til þess að slökkvilið nái tökum á eldinum á næstu klukkustundum. Svæðið í kring hefur verið rýmt og fólki ráðlagt að loka gluggum vegna reykjarmakkar. Guðjón trúir ekki öðru en að byggingin verði endurreist. „Ég held að Danir geti ekki annað en endurbyggt þetta hús. Veit ekki hvort eldurinn nái því öllu en ég trúi ekki öðru en að þeir endurbygggi þar sem þetta er eitt af kennileitum Kaupmannahafnar og er þarna á hallarhólmanum rétt við Kristjánsborgarhöll. Þannig mér finnst mjög líklegt að þeir muni endurreisa það eins og það var. Ég bara trúi ekki öðru.“
Danmörk Stórbruni í Børsen Tengdar fréttir „Ein mikilvægasta bygging Danmerkur“ Eldur logar enn í Børsen í Kaupmannahöfn. Tekist hefur að bjarga miklu magni verðmæta sem geymd voru í byggingunni. Byggingin hýsti dönsku kauphöllina til ársins 1974, en endurbætur á byggingunni hafa staðið yfir síðustu ár. Ekki er talið að neinn hafi slasast vegna brunans. 16. apríl 2024 11:39 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
„Ein mikilvægasta bygging Danmerkur“ Eldur logar enn í Børsen í Kaupmannahöfn. Tekist hefur að bjarga miklu magni verðmæta sem geymd voru í byggingunni. Byggingin hýsti dönsku kauphöllina til ársins 1974, en endurbætur á byggingunni hafa staðið yfir síðustu ár. Ekki er talið að neinn hafi slasast vegna brunans. 16. apríl 2024 11:39