HM í handbolta 2031 fer fram á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. apríl 2024 12:34 Gísli Þorgeir Kristjánsson er ungur enn og gæti spilað á HM í heimavelli árið 2031. Vísir/Vilhelm Alþjóða handknattleikssambandið hefur ákveðið að heimsmeistaramót karla í handbolta eftir sjö ár fari fram á Norðurlöndunum. Það verða Noregur, Danmörk og Ísland sem halda heimsmeistaramótið 2031 saman. Það er ekki búið að ákveða hvernig leikirnir munu skiptast á milli landanna eða í hvaða borgum verður spilað. Þetta var gefið út á heimasíðu Alþjóða handboltasambandsins í dag. Hér á Íslandi eiga leikirnir hins vegar að fara fram í nýju Þjóðahöllinni sem á að byggja við hlið Laugardalshallarinnar. Íslensk stjórnvöld hafa lofað því að byggingu hennar ljúki á næstu árum. HM 2029 fer fram í Frakkland og Þýskalandi. Við sama tilefni var ákveðið að HM kvenna 2029 fari fram á Spáni og HM kvenna 2031 fari fram í Tékklandi og Póllandi. Danir og Norðmenn munu halda HM á næsta ári í samstarfi með Króatíu en síðan skipta þeir Króatíu út fyrir Ísland til að halda HM sex árum síðar. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var á staðnum ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Hér eru þau með Dr Hassan Moustafa forseta Alþjóða handboltasambandsins og fulltrúum Dana og Norðmanna.IHF Þetta er í annað skiptið sem Ísland heldur HM í handbolta karla en mótið fór fram á Íslandi árið 1995 eins og frægt er. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var á staðnum ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur þingkonu Viðreisnar. „Þetta samstarf mun ekki aðeins lyfta handboltanum á Íslandi heldur einnig sýna það og sanna að smærri þjóðir geti haldið stórmót í gegnum sterkt alþjóðlegt samstarf,“ sagði Guðmundur við heimasíðu IHF. Það er líklegast að Ísland verði í sama hlutverki og Danir eru á HM á næsta ári. Þar fara fram tveir riðlar og einn milliriðill. Norðmenn eru með tvo riðla á HM 2025 og einn milliriðll en Króatar eru með fjóra riðla og tvo milliriðla. Átta liða úrslitin skiptast á milli Króata og Norðmanna alveg eins og undanúrslitin. Úrslitaleikurinn fer fram í Noregi. View this post on Instagram A post shared by IHF (@ihfworldhandball) HM karla í handbolta 2031 HM karla í handbolta 2023 Reykjavík HSÍ Handbolti Noregur Danmörk Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Það verða Noregur, Danmörk og Ísland sem halda heimsmeistaramótið 2031 saman. Það er ekki búið að ákveða hvernig leikirnir munu skiptast á milli landanna eða í hvaða borgum verður spilað. Þetta var gefið út á heimasíðu Alþjóða handboltasambandsins í dag. Hér á Íslandi eiga leikirnir hins vegar að fara fram í nýju Þjóðahöllinni sem á að byggja við hlið Laugardalshallarinnar. Íslensk stjórnvöld hafa lofað því að byggingu hennar ljúki á næstu árum. HM 2029 fer fram í Frakkland og Þýskalandi. Við sama tilefni var ákveðið að HM kvenna 2029 fari fram á Spáni og HM kvenna 2031 fari fram í Tékklandi og Póllandi. Danir og Norðmenn munu halda HM á næsta ári í samstarfi með Króatíu en síðan skipta þeir Króatíu út fyrir Ísland til að halda HM sex árum síðar. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var á staðnum ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Hér eru þau með Dr Hassan Moustafa forseta Alþjóða handboltasambandsins og fulltrúum Dana og Norðmanna.IHF Þetta er í annað skiptið sem Ísland heldur HM í handbolta karla en mótið fór fram á Íslandi árið 1995 eins og frægt er. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var á staðnum ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur þingkonu Viðreisnar. „Þetta samstarf mun ekki aðeins lyfta handboltanum á Íslandi heldur einnig sýna það og sanna að smærri þjóðir geti haldið stórmót í gegnum sterkt alþjóðlegt samstarf,“ sagði Guðmundur við heimasíðu IHF. Það er líklegast að Ísland verði í sama hlutverki og Danir eru á HM á næsta ári. Þar fara fram tveir riðlar og einn milliriðill. Norðmenn eru með tvo riðla á HM 2025 og einn milliriðll en Króatar eru með fjóra riðla og tvo milliriðla. Átta liða úrslitin skiptast á milli Króata og Norðmanna alveg eins og undanúrslitin. Úrslitaleikurinn fer fram í Noregi. View this post on Instagram A post shared by IHF (@ihfworldhandball)
HM karla í handbolta 2031 HM karla í handbolta 2023 Reykjavík HSÍ Handbolti Noregur Danmörk Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira