Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Valur 92-59 | Einstefna og grænar einum sigri frá undanúrslitum Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 16. apríl 2024 21:05 Valur átti engin svör við leik Njarðvíkur í kvöld. vísir/hulda margrét Njarðvík vann Val með fádæma yfirburðum í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta. Staðan í einvíginu 2-1 Njarðvík í vil og þarf liðið aðeins einn sigur til að tryggja sér sæti í undanúrslitum. Leikurinn fór fjörlega af stað þar sem bæði lið byrjuðu af krafti og settu sitthvorn þristinn strax í byrjun. Sara Líf Boema setti þrist fyrir Val áður en Ena Viso setti tvö stig fyrir Njarðvík og Jana Falsdóttir fylgdi svo á eftir með þrist til að setja tóninn. Það var jafnræði á liðunum framan af í fyrsta leikhluta en undir lok leikhlutans setti Njarðvíkurliðið niður fjóra þrista á stuttum tíma og leiddu eftir fyrsta leikhluta með níu stigum, 25-16. Í öðrum leikhluta stakk Njarðvík af og átti Valsliðið afskaplega fá svör við aðgerðum Njarðvíkinga. Heimakonur bættu bara við forskot sitt og fóru inn í hálfleikinn með 22 stiga forskot 54-32 og því ljóst að verkefni Vals var orðið hrikalega erfitt. Í seinni hálfleik var þetta nánast aldrei spurning. Njarðvíkurliðið mætti af krafti út í seinni hálfleik og var búið að gera út um leikinn áður en haldið var inn í fjórða leikhluta. Valsliðið kom með áhlaup í fjórða leikhluta en það var bara allt of seint. Njarðvíkurliðið fór að rótera bekknum hjá sér og það skitpi litlu máli fyrir lokatölur leiksins en Njarðvík endaði á að sigra með 37 stiga mun 92-59. Atvik leiksins Leikurinn var í járnum í fyrsta leikhluta allt þar til Njarðvík setti fjóra þrista niður undir lok leikhlutans og stakk af. Valsliðið náði ekki að elta Njarðvíkurliðið sem var alltaf skrefinu á undan. Stjörnur og skúrkar Ena Viso var frábær í liði Njarðvíkur í dag. Var stigahæst í liði Njarðvíkur með 15 stig og gaf fimm stoðsendingar að auki. Annars erfitt að velja einhverja eina úr Njarðvík þar sem liðsheildin var frábær í kvöld og allar komu með eitthvað að borðinu. Hjá Val var það Sara Líf Boama og Ásta Júlía Grímsdóttir sem heilluðu mig mest. Dómarinn Gunnlaugur Briem, Jóhannes Páll Friðriksson og Bjarni Rúnar Lárusson héldu utan um flautuna í kvöld. Þeir stóðu sig bara með mikilli prýði í kvöld. Ég á enn eftir að fara á íþróttaleik þar sem allir eru sammála öllu því sem dómararnir eru að gera en ég var ánægður með þá í kvöld. Enginn dómur sem hægt er að hnippa sérstaklega í og gagnrýna. Stemmingin og umgjörð Það er alltaf fjör í Njarðvík. Það var mætt sveit sem söng og trallaði allan leikinn hjá heimamönnum. Það var líka þokkalegasta mæting frá Val sem var ánægjulegt að sjá. Við fjölmiðlafólk fengum nóg að velja úr drykkjum og þá var eins og venjan er hér í Ljónagryfjunni einnig boðið upp á popp. Alvöru sería þarf alvöru popp. „Erum búnar að vinna þær einu sinni og ætlum að koma hingað aftur í leik fimm“ Hjalti Þór Vilhjálmsson á hliðarlínunni.Vísir/Diego Njarðvík kjöldróg Valsliðið í Ljónagryfjunni í kvöld 92-59 þegar liðin mættust í þriðja leik í 8-liða úrslitum Subway deildar kvenna í kvöld. „Þetta gekk ekki alveg eftir í dag. Þetta var rosalega sambærilegt og fyrsti leikur þar sem að við erum bara svolítið á eftir þeim og erum að elta allan leikinn og náum ekki að tengja varnarlega og þær fá bara galopið úti um allan völl. Kannski ekki sömu sniðskotin en að öðru leyti alltof auðvelt fyrir þær,“ sagði Hjalti Vilhjálmsson þjálfari Vals eftir leikinn í kvöld. Þrátt fyrir stórt tap var Hjalti ánægður með að sitt lið gafst aldrei upp. „Já við héldum áfram allan tímann og þær sem komu af bekknum og kláruðu leikinn héldu áfram. Við gáfumst aldrei upp og það er það sem við tökum úr þessu. Eins og ég segi þá er margt sem fór úrskeiðis en það eru örugglega fleiri góðir punktar og ég kannski sé þá þegar ég horfi á þá aftur.“ Valsliðið byrjaði leikinn sterkt og þær héldu vel í við Njarðvík fyrst um sinn en Njarðvíkurliðið sigldu svo fram úr. Hvað gerðist? „Þær hitta og við verðum svolítið hikandi og smeykar. Við erum með 14 tapaða bolta í fyrri hálfleik og þær með 19 stig út úr því þannig það er bara munurinn í hálfleik. Þær fá svolítið blóð á tennurnar og ná að yfirgnæfa okkur.“ Það voru margir Valsarar sem lögðu leið sína á völlinn til að styðja Valsliðið í kvöld og sagði Hjalti þann stuðning skipta öllu máli. „Hann skiptir öllu máli. Bara að stelpurnar sjái það að það sé stuðningur á bakinu þeim. Þær eiga það svo sannarlega skilið og það skiptir bara ofboðslega miklu máli. Það er oft talað um það sem bara sjötta manninn hérna á vellinum og að það sé bara smá líf og gaman. Ég er rosalega ánægður með að þau héldu áfram að hvetja þó það væri 20-30 stiga munur og það var líf á pöllunum. Það var mjög gott.“ „Það er bara þannig að þú færð einhvern veginn vítamínsprautu við að fá klapp úr stúkunni og fá smá læti og meðbyr með því. Þá ertu tilbúin að leggja meira á þig.“ Valur ætlar sér að knýja fram oddaleik á föstudaginn. „Við erum búnar að vinna þær einu sinni og við ætlum okkur að koma hingað aftur í leik fimm á miðvikudaginn í næstu viku. Það verður erfitt og þær eru með hörku lið en við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að vinna þær á föstudaginn.“ Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Valur
Njarðvík vann Val með fádæma yfirburðum í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta. Staðan í einvíginu 2-1 Njarðvík í vil og þarf liðið aðeins einn sigur til að tryggja sér sæti í undanúrslitum. Leikurinn fór fjörlega af stað þar sem bæði lið byrjuðu af krafti og settu sitthvorn þristinn strax í byrjun. Sara Líf Boema setti þrist fyrir Val áður en Ena Viso setti tvö stig fyrir Njarðvík og Jana Falsdóttir fylgdi svo á eftir með þrist til að setja tóninn. Það var jafnræði á liðunum framan af í fyrsta leikhluta en undir lok leikhlutans setti Njarðvíkurliðið niður fjóra þrista á stuttum tíma og leiddu eftir fyrsta leikhluta með níu stigum, 25-16. Í öðrum leikhluta stakk Njarðvík af og átti Valsliðið afskaplega fá svör við aðgerðum Njarðvíkinga. Heimakonur bættu bara við forskot sitt og fóru inn í hálfleikinn með 22 stiga forskot 54-32 og því ljóst að verkefni Vals var orðið hrikalega erfitt. Í seinni hálfleik var þetta nánast aldrei spurning. Njarðvíkurliðið mætti af krafti út í seinni hálfleik og var búið að gera út um leikinn áður en haldið var inn í fjórða leikhluta. Valsliðið kom með áhlaup í fjórða leikhluta en það var bara allt of seint. Njarðvíkurliðið fór að rótera bekknum hjá sér og það skitpi litlu máli fyrir lokatölur leiksins en Njarðvík endaði á að sigra með 37 stiga mun 92-59. Atvik leiksins Leikurinn var í járnum í fyrsta leikhluta allt þar til Njarðvík setti fjóra þrista niður undir lok leikhlutans og stakk af. Valsliðið náði ekki að elta Njarðvíkurliðið sem var alltaf skrefinu á undan. Stjörnur og skúrkar Ena Viso var frábær í liði Njarðvíkur í dag. Var stigahæst í liði Njarðvíkur með 15 stig og gaf fimm stoðsendingar að auki. Annars erfitt að velja einhverja eina úr Njarðvík þar sem liðsheildin var frábær í kvöld og allar komu með eitthvað að borðinu. Hjá Val var það Sara Líf Boama og Ásta Júlía Grímsdóttir sem heilluðu mig mest. Dómarinn Gunnlaugur Briem, Jóhannes Páll Friðriksson og Bjarni Rúnar Lárusson héldu utan um flautuna í kvöld. Þeir stóðu sig bara með mikilli prýði í kvöld. Ég á enn eftir að fara á íþróttaleik þar sem allir eru sammála öllu því sem dómararnir eru að gera en ég var ánægður með þá í kvöld. Enginn dómur sem hægt er að hnippa sérstaklega í og gagnrýna. Stemmingin og umgjörð Það er alltaf fjör í Njarðvík. Það var mætt sveit sem söng og trallaði allan leikinn hjá heimamönnum. Það var líka þokkalegasta mæting frá Val sem var ánægjulegt að sjá. Við fjölmiðlafólk fengum nóg að velja úr drykkjum og þá var eins og venjan er hér í Ljónagryfjunni einnig boðið upp á popp. Alvöru sería þarf alvöru popp. „Erum búnar að vinna þær einu sinni og ætlum að koma hingað aftur í leik fimm“ Hjalti Þór Vilhjálmsson á hliðarlínunni.Vísir/Diego Njarðvík kjöldróg Valsliðið í Ljónagryfjunni í kvöld 92-59 þegar liðin mættust í þriðja leik í 8-liða úrslitum Subway deildar kvenna í kvöld. „Þetta gekk ekki alveg eftir í dag. Þetta var rosalega sambærilegt og fyrsti leikur þar sem að við erum bara svolítið á eftir þeim og erum að elta allan leikinn og náum ekki að tengja varnarlega og þær fá bara galopið úti um allan völl. Kannski ekki sömu sniðskotin en að öðru leyti alltof auðvelt fyrir þær,“ sagði Hjalti Vilhjálmsson þjálfari Vals eftir leikinn í kvöld. Þrátt fyrir stórt tap var Hjalti ánægður með að sitt lið gafst aldrei upp. „Já við héldum áfram allan tímann og þær sem komu af bekknum og kláruðu leikinn héldu áfram. Við gáfumst aldrei upp og það er það sem við tökum úr þessu. Eins og ég segi þá er margt sem fór úrskeiðis en það eru örugglega fleiri góðir punktar og ég kannski sé þá þegar ég horfi á þá aftur.“ Valsliðið byrjaði leikinn sterkt og þær héldu vel í við Njarðvík fyrst um sinn en Njarðvíkurliðið sigldu svo fram úr. Hvað gerðist? „Þær hitta og við verðum svolítið hikandi og smeykar. Við erum með 14 tapaða bolta í fyrri hálfleik og þær með 19 stig út úr því þannig það er bara munurinn í hálfleik. Þær fá svolítið blóð á tennurnar og ná að yfirgnæfa okkur.“ Það voru margir Valsarar sem lögðu leið sína á völlinn til að styðja Valsliðið í kvöld og sagði Hjalti þann stuðning skipta öllu máli. „Hann skiptir öllu máli. Bara að stelpurnar sjái það að það sé stuðningur á bakinu þeim. Þær eiga það svo sannarlega skilið og það skiptir bara ofboðslega miklu máli. Það er oft talað um það sem bara sjötta manninn hérna á vellinum og að það sé bara smá líf og gaman. Ég er rosalega ánægður með að þau héldu áfram að hvetja þó það væri 20-30 stiga munur og það var líf á pöllunum. Það var mjög gott.“ „Það er bara þannig að þú færð einhvern veginn vítamínsprautu við að fá klapp úr stúkunni og fá smá læti og meðbyr með því. Þá ertu tilbúin að leggja meira á þig.“ Valur ætlar sér að knýja fram oddaleik á föstudaginn. „Við erum búnar að vinna þær einu sinni og við ætlum okkur að koma hingað aftur í leik fimm á miðvikudaginn í næstu viku. Það verður erfitt og þær eru með hörku lið en við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að vinna þær á föstudaginn.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti