Segir að nú sé komið að Mbappé Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. apríl 2024 23:00 Mbappé er nú búinn að skora 8 mörk í Meistaradeild Evrópu á leiktíðinni. Xavier Laine/Getty Images Rio Ferdinand, fyrrverandi varnarmaður Manchester United og enska landsliðsins, telur að nú sé tími Kylian Mbappé í Meistaradeild Evrópu kominn. Lið Mbappé, París Saint-Germain, tryggði sér fyrr í kvöld sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. PSG lagði Barcelona 4-1 á útivelli í ótrúlegum leik eftir að hafa tapað fyrri leiknum á heimavelli 3-2. Liðið er nú komið í undanúrslit þar sem Borussia Dortmund bíður. Mbappé skoraði tvívegis í kvöld og hefði getað skorað eitt eða ef til vill tvö til viðbótar ef ekki hefði verið fyrir Marc-André ter Stegen í marki Börsunga. Ferdinand, sem vann Meistaradeildina einu sinni á sínum ferli en fór tvívegis til viðbótar í úrslit til þess eins að tapa gegn Barcelona, starfar í dag sem sérfræðingur fyrir hina ýmsu miðla á Bretlandi. Hann var meðal þeirra sem fjallaði um sigur PSG í kvöld og telur varnarmaðurinn fyrrverandi að tími Mbappé sé kominn. „Ég tel að sumt fólk virðist einfaldlega hafa fengið blessun að ofan og þegar það gerist þá sé þeirra tími kominn. Mér líður þannig nú með Mbappé.. „Annað markið hans, boltinn fellur ekki svona fyrir neinn annan en hann fellur svona fyrir Mbappé af því hann er þessi leikmaður. Það kemur augnablik í undanúrslitunum þar sem Mbappé mun taka yfir.“ „Ég held að Cristiano Ronaldo og Lionel Messi séu einu leikmennirnir með fleiri mörk í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu. Hann er í þeim gæðaflokki,“ sagði Rio að endingu. Only Cristiano Ronaldo (23 in 39 games) has scored more away goals in the knockout rounds of the Champions League than Kylian Mbappé (15).The Frenchman has done it in 12 games. pic.twitter.com/BJkUTfiOrp— Squawka (@Squawka) April 16, 2024 Núverandi tímabil gæti verið síðasti séns Mbappé til að vinna Meistaradeildina með PSG þar sem það virðist allt benda til þess að hann gangi í raðir Real Madríd í sumar. Hann hefur einu sinni áður komist í úrslit en það var árið 2020 þegar PSG tapaði 1-0 gegn Bayern München í úrslitum. Alls hefur hinn 25 ára gamli Mbappé skorað 48 mörk og gefið 26 stoðsendingar í 71 Meistaradeildarleik til þessa á ferlinum. Reikna má með að hann brjóti 50 marka múrinn áður en tímabilinu lýkur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Sjá meira
PSG lagði Barcelona 4-1 á útivelli í ótrúlegum leik eftir að hafa tapað fyrri leiknum á heimavelli 3-2. Liðið er nú komið í undanúrslit þar sem Borussia Dortmund bíður. Mbappé skoraði tvívegis í kvöld og hefði getað skorað eitt eða ef til vill tvö til viðbótar ef ekki hefði verið fyrir Marc-André ter Stegen í marki Börsunga. Ferdinand, sem vann Meistaradeildina einu sinni á sínum ferli en fór tvívegis til viðbótar í úrslit til þess eins að tapa gegn Barcelona, starfar í dag sem sérfræðingur fyrir hina ýmsu miðla á Bretlandi. Hann var meðal þeirra sem fjallaði um sigur PSG í kvöld og telur varnarmaðurinn fyrrverandi að tími Mbappé sé kominn. „Ég tel að sumt fólk virðist einfaldlega hafa fengið blessun að ofan og þegar það gerist þá sé þeirra tími kominn. Mér líður þannig nú með Mbappé.. „Annað markið hans, boltinn fellur ekki svona fyrir neinn annan en hann fellur svona fyrir Mbappé af því hann er þessi leikmaður. Það kemur augnablik í undanúrslitunum þar sem Mbappé mun taka yfir.“ „Ég held að Cristiano Ronaldo og Lionel Messi séu einu leikmennirnir með fleiri mörk í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu. Hann er í þeim gæðaflokki,“ sagði Rio að endingu. Only Cristiano Ronaldo (23 in 39 games) has scored more away goals in the knockout rounds of the Champions League than Kylian Mbappé (15).The Frenchman has done it in 12 games. pic.twitter.com/BJkUTfiOrp— Squawka (@Squawka) April 16, 2024 Núverandi tímabil gæti verið síðasti séns Mbappé til að vinna Meistaradeildina með PSG þar sem það virðist allt benda til þess að hann gangi í raðir Real Madríd í sumar. Hann hefur einu sinni áður komist í úrslit en það var árið 2020 þegar PSG tapaði 1-0 gegn Bayern München í úrslitum. Alls hefur hinn 25 ára gamli Mbappé skorað 48 mörk og gefið 26 stoðsendingar í 71 Meistaradeildarleik til þessa á ferlinum. Reikna má með að hann brjóti 50 marka múrinn áður en tímabilinu lýkur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Sjá meira