Tók fimm mánuði að byrja að tala íslensku Rakel Sveinsdóttir skrifar 18. apríl 2024 07:01 Safa Jamai flutti til Íslands árið 2018, lærði íslensku á fimm mánuðum, útskrifaðist úr hugbúnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og hefur stofnað tvö fyrirtæki á Íslandi, bæði með tengingar við Túnis. Vísir/Vilhelm „Þegar ég sótti um í Háskóla Íslands kom í ljós að ég þyrfti að læra íslensku áður en ég færi í hugbúnaðarverkfræðina, þannig að ég byrjaði á því að fara í íslenskunám þegar ég flutti til Íslands,“ segir Safa Jemai hugbúnaðarverkfræðingur og stofnandi Víkonnekt og Mabrúka. Safa er frá Túnis og talar vægast sagt mjög góða íslensku. „Með íslenskunáminu var ég í 40% starfi sem aðstoðarkona fyrir fatlaða stúlku. Það hjálpaði mér mikið því í háskólanum lærði ég málfræðina en utan skóla lærði ég að tala,“ segir Safa og bætir við: „Það tók mig fimm mánuði að læra íslenskuna og byrja að tala. Alltaf þegar fólk fór að tala við mig á ensku, sagði ég bara „Neibb, við tölum bara íslensku saman!“ og þá var þetta fljótt að koma.“ Hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Víkonnekt starfa nú 14 manns og það er ljóst af samtalinu við Söfu að hún ætlar sér stóra hluti. Þá fylgir skemmtileg saga því hvers vegna hún stofnaði fyrirtækið Mabrúka, sem heitir í höfuðið á móður hennar. Enda krydd frá Túnis seld þar samkvæmt uppskriftum frá móður hennar. „Ég var mjög hissa hversu mikil áhrif ferskra kryddið hafði á matarbragðið. Ég fór til baka til Íslands og tók með mér smávegis af öllu kryddi sem mamma var með heima,“ segir meðal annars í sögunni um Mabrúka. Tómatar og gúrkur í Hveragerði Það er ekki hægt annað en að dást að Söfu sem þrátt fyrir ungan aldur hefur nú þegar skarað fram úr í tæknigeiranum. Sem dæmi má nefna var Safa útnefnd Rising Star of the Year á norrænu tækniráðstefnunni Nordic Women in Tech Awards árið 2023. Safa flutti til Íslands árið 2018 en heimsótti landið þó fyrst sumarið áður. „Ég var í hugbúnaðarverkfræðinni í mjög góðum háskóla í Túnis. Þar er samkeppnin mjög mikil og þetta var gífurlegt álag. Ég var eiginlega svolítið búin á því,“ segir Safa þegar hún útskýrir hvernig það kom eiginlega til að hún kom fyrst til Íslands. „Þá sá ég auglýsingu frá AIESEC um að það væri hægt að sækja um sem sjálfboðaliði í gróðurhúsi í Hveragerði og hugsaði einmitt með mér: Þetta er akkúrat það sem ég þarf á að halda núna. Að komast í nýtt umhverfi þar sem ég er ekkert fyrir framan tölvuskjáinn og fæ svigrúm til að átta mig aðeins á lífinu og finna sjálfan mig.“ Úr varð að Safa skellti sér til Íslands þar sem hún dvaldi í Hveragerði í þrjá mánuði. Sem henni fannst frábært. „Ég lærði svo margt. Ekki bara um Ísland eða sjálfan mig heldur líka um heiminn. Því þarna fékk ég það hlutverk að leiða verkefnateymi sjálfboðaliða sem voru frá mörgum ólíkum löndum í heiminum. Indlandi, Asíu, Ástralíu og fleiri stöðum,“ segir Safa og bætir við: „Það má segja að þarna hafi ég lært hvernig það er miklu fleira sem tengir fólk saman í heiminum, heldur en það sem skilur okkur að. Það skiptir engu máli þótt við séum frá ólíkum menningarsvæðum, það er svo margt sem tengir okkur og sameinar.“ Aftur hélt Safa þó til Túnis enda ætlunin að útskrifast þaðan úr hugbúnaðarverkfræðinni. Ég fór heim en tilfinningin var samt mjög sterk um að ég ætti enn eftir eitthvað óklárað á Íslandi. Mér fannst ég ekki vera búin með minn tíma þar og því tilkynnti ég fjölskyldunni það fljótlega að ég ætlaði mér að snúa aftur til Íslands.“ Sem hún og gerði. Aðspurð um það hvernig fjölskyldunni leist á þá fyrirætlun hennar að flytja til Íslands svarar Safa: „Ég á tvær systur og einn bróður og foreldrar mínir hafa alla tíð lagt gífurlega mikla áherslu á að styðja við okkur systurnar til að tryggja okkar framgang í lífinu óháð kyni. Mamma og pabbi hafa líka lagt mjög mikla áherslu á að við systkinin menntuðum okkur. Því menntun er í raun miðinn að velgengninni síðar meir. Ef þú býrð ekki að fjölskylduauði eða fjölskyldufyrirtæki sem þegar tryggir afkomu þína, er það menntunin sem getur tryggt þér tækifæri til að skapa þína velgengni sjálf.“ Safa var hálf búin á því sumarið 2017 enda mikið álag í náminu. Þá sá hún auglýsingu um sjálfboðastarf í gróðurhúsi í Hveragerði, ákvað að slá til og starfaði þar í þrjá mánuði. En þegar hún fór aftur til Túnis var tilfinningin svo sterk að enn ætti hún sitthvað eftir ógert á Íslandi. Fljótlega tilkynnti hún því fjölskyldunni sinni að hún ætlaði að flytja til Íslands.Vísir/Vilhelm Íslenskur matur og krydd frá Túnis Safa er fædd árið 1994 og verður því þrítug á þessu ári. Hún segist snemma hafa fengið áhuga á tölvu- og tæknigeiranum. „Skólakerfið í Túnis er þannig að um fjórtán ára aldur veljum við brautir fyrir menntaskóla og ég hafði heillast svo mikið af því að einn kennarinn hafði þá þegar sagt við okkur um tölvunarfræðina: Þetta er eitthvað sem verður stórt í framtíðinni,“ útskýrir Safa og bætir við: „Þannig að ég valdi tölvunarfræðina þótt fjölskyldunni minni fyndist að ég ætti jafnvel frekar að velja stærðfræði eða eðlisfræði eins og algengara var þá.“ Safa var meðal fárra stúlkna í náminu, enda tæknigeirinn með eindæmum karllægur hvar sem er í heiminum. Það góða er hins vegar að hann er mjög svipaður alls staðar. „Það sem þú lærir í tæknigeiranum er eins alls staðar í heiminum. Forritun er alls staðar eins. Aðferðarfræði við verkstjórn er kennd eins í heiminum og menntakerfið í Túnis er mjög sterkt,“ segir Safa. Sem mögulega kemur mörgum á óvart því oft eru fréttir frá Afríku meira um það hversu litla menntun börn eru að hljóta. „Jú sjáðu til, Afríka er einfaldlega svo stór álfa að þar eru menningarsvæði mjög mörg og víða mjög ólík. Það á líka við um öll innri kerfi þar, eins og skólakerfið." En hvernig gekk þér að koma þér fyrir á Íslandi, alein og aðeins 22 ára? „Ég bjó vel að því að eiga vini sem ég hafði eignast þegar ég vann í Hveragerði og þeir hjálpuðu mér að finna húsnæði og fleira. Ég held einmitt að það að eignast vini sé svolítið stórt atriði þegar kemur að því að aðlagast í samfélagi. Því það að aðlagast þýðir meira en að læra tungumálið, það snýst svolítið mikið um að fitta inn.“ Sem dæmi segist Safa vita til þess að fólk hafi snúið til síns heima, einfaldlega vegna þess að það hefur ekki náð að efla sig félagslega. En hvaða góðu ráð myndir þú þá gefa öðru fólki sem langar að aðlagast nýju samfélagi? „Ég myndi til dæmis mæla með því að taka þátt í félagsstarfi sem er í boði. Á Íslandi er til dæmis mjög margt í boði. Ég get nefnt fyrir mig félagsskap eins og FKA eða UAK sem hefur nýst mér vel en það er líka margt í boði fyrir karlmenn og aðra eftir því hvað fólk kýs helst.“ Safa útskrifaðist sem hugbúnaðarverkfræðingur frá Háskóla Íslands árið 2022 en ári áður stofnaði hún Víkonnekt og árið 2020 stofnaði hún Marbrúka. Þar er hægt að kaupa alls kyns túniskt krydd eins og harissa, túrmerik, cumin og fleiri tegundir. Sjálf er Safa alin upp við það að mamma hennar hefur búið til og malað sitt eigið krydd heima fyrir fjölskylduna. Þegar Safa fór í heimsókn til Túnis árið 2020, áttaði hún sig á því hversu mikið hún saknaði kryddsins frá mömmu sinni, það væri svo ótrúlega magnað hvaða góðu áhrif gott krydd hefði á matinn. Úr varð að hún tók nokkur krydd frá móður sinni heim til Íslands og stuttu síðar kom upp sú hugmynd að stofna fyrirtæki og fara að selja krydd samkvæmt uppskriftum móður sinnar. Enda heitir Mabrúka í höfuðið á móður hennar. Sem Safa fannst skrýtið í upphafi að velja sem nafn á fyrirtæki, en við nánari skoðun passaði það einmitt svo vel. Því Mabrúka þýðir manneskja sem færir þér heppni. Kryddin sem Mabrúka selur eru unnin úr lífrænt ræktuðum jurtum sem Safa kaupir helst beint frá bændum. Flestar jurtirnar eru frá Norður Túnis og eru lífrænt ræktaðar, enda frá fólki sem vinnur upp í fjöllum þar við að tína villijurtir. Fjölskyldan og vinkona Söfu hjálpuðu henni við að stofna fyrirtækið og gera þá samninga sem til þurfti til að hefja innflutning á þessu kryddi en á meðan verið var að undirbúa það, sat mamma hennar við að skrifa niður uppskriftirnar sínar og koma þeim á blað. „Það er reyndar rosalega gott að vinna bæði í matargeiranum og í tæknigeiranum,“ segir Safa allt í einu íbyggin á svip. „Því í tæknigeiranum notum við vinstri heilahvelið meira, það svæði heilans sem við þurfum fyrir til dæmis stærðfræði, eðlisfræði og fleira sem er mjög formfast. Þarna er í raun engin þjálfun fyrir sköpun. Í matargeiranum notum við hins vegar hægra heilahvelið, þann hluta heilans sem er skapandi og mér finnst gott að geta blandað þessu tvennu saman.“ Lumar þú ekki á einhverri góðri uppskrift fyrir okkur þar sem við getum blandað saman túnisku kryddi og íslenskum mat? „Jú klárlega myndi ég mæla með góðum silungi eða bleikju. Mér finnst klausturbleikjan hér sérstaklega góð. Á fiskinn þarf ekki annað en að setja sítrónublönduna okkar, hún er einmitt vinsælasta vara Marbrúka. Síðan smá íslenskt dill, sítrónusneiðar ofan á og í ofninn í 15 mínútur. Flóknara er þetta ekki en rosalega gott!“ Kryddin sem Mabrúka selur eru byggð á uppskrifum mömmu Söfu, framleidd af lífrænt ræktuðum jurtum sem fólk vinnur við að týna í fjöllum Norður Túnis. Safa segir margt gott fylgja því að vinna annars vegar í tæknigeiranum en hins vegar í matargeiranum, svo mikil sköpun fylgi matnum.Vísir/Vilhelm Útrás Víkonnekt Starfsemi Víkonnekt er mun stærri í umfangi og ljóst að þar eru spennandi hlutir að gerast. Því um þessar mundir er til dæmis bandarískur sjóður að skoða aðkomu sína að fyrirtækinu sem samstarfsaðili. „Við ætlum okkur á Bandaríkjamarkað og erum nú þegar byrjuð að vinna á ýmsum stöðum á Norðurlöndunum. Til dæmis erum við með viðskiptavini og samstarfsaðila í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi svo eitthvað sé nefnt,“ segir Safa. „Þjónusta Víkonnekt felst í forritun og hugbúnaðargerð en forritararnir okkar eru starfsfólk í Túnis. Því staðreyndin er sú að það vantar svo mikið að manna forritunarverkefni, á Íslandi og víðast hvar í heiminum. Þannig fékk ég hugmyndina,“ segir Safa og bætir við: Því sjálf vann ég við forritun um tíma, bæði fyrir fyrirtæki og sem sjálfstæður verktaki. Og áttaði mig þá vel á þeirri vöntun sem markaðurinn er að kalla á. Þessi þörf er mikil enda ætlum við okkur stóra hluti.“ Nú þegar starfa ellefu forritarar fyrir Víkonnekt í Túnis en þar sem Safa hefur nokkrum sinnum nefnt hversu mikil samkeppni er í skólum þar, er ekki úr vegi að spyrjast nánar fyrir um menntakerfið. Hvernig virkar þetta, til dæmis í hugbúnaðarverkfræðinni? „Skólinn sem ég var í byggir á frönsku kerfi þar sem samkeppnin er mjög mikil. Aðeins 100 komast áfram á hverju ári, sem þýðir að þú ert alltaf að keppast við að vera meðal 60 hæstu í einkunn. Ef þú ert númer 70 áttu á hættu að vera bara rekinn úr náminu, að minnsta kosti var það þannig í skólanum sem ég var í,“ segir Safa og bætir við: „Ég var líka í svona samkeppnisumhverfi í menntaskólanum sem eru þrjú ár frá fjórtán ára aldri. Þar gekk ég í opinberan skóla en foreldrar geta greitt aukalega fyrir sérkennslu barna sinna sem margir gera vegna þess að samkeppnin í náminu er mikil. Þessi menntaskóli byggði líka á frönsku kerfi.“ Svo heppin var Safa og reyndar systkini hennar líka að þau fengu aukakennslu, án þess að greiða þyrfti fyrir. „Mamma var í mjög miklu sambandi við alla kennara og skrifstofu skólans. Hún lagði svo mikla áherslu á að vera vel upplýst um hvernig okkur gengi og svo framvegis. Okkur gekk líka öllum vel og við lögðum mikið á okkur. Kennararnir buðu okkur á endanum sérkennslu án greiðslu og það virkaði auðvitað þannig á mann að þá lagði maður sig enn meira fram um að gera sitt besta.“ Sjálf segist hún ekki mæla með svona samkeppnisumhverfi. Mér hugnast svona samkeppnisumhverfi í námi ekki því fyrir utan það hvað það felur í sér mikið álag þá er svo margt sem maður lærir ekki í þess lags umhverfi. Þá sérstaklega það að vinna í teymum, sem er svo mikilvægt í atvinnulífinu. Þegar samkeppni í námi er svona mikil, eru allir að vinna hver í sínu horni og ekki viljugir til að hjálpast að og svo framvegis.“ Víkonnekt starfar bæði fyrir einkageirann og hið opinbera og segir Safa útrásina nú þegar hafna á Norðurlöndunum en markmiðið sé einnig að fara til Bandaríkjanna. Þar er nú þegar fjárfestisjóður að skoða aðkomu að fyrirtækinu.Vísir/Vilhelm Gleðin og framtíðin Safa segir Víkonnekt vinna fyrir bæði einkafyrirtæki og hið opinbera og oft kallar vinnan á nokkur ferðalag á milli landa. „Ekki bara til að hitta viðskiptavini heldur líka á ráðstefnur sem tengjast tæknigeiranum,“ segir Safa, sem einmitt á flug til Póllands daginn eftir viðtalið. „Víkonnekt vinnur bæði fyrir einkafyrirtæki og hið opinbera og kúnna hópurinn okkar á Norðurlöndunum fer stækkandi.“ Safa segist upplifa sig mjög heppna í lífinu. „Það er ótrúlega gaman að fá tækifæri til þess að kynnast tveimur ólíkum menningum í lífinu og mér finnst ég líka mjög heppin í starfsumhverfi því þar er ég að hitta svo mikið af ólíku fólki. Það sem mér finnst samt alltaf standa upp úr er hversu margt sameinar fólk hvar sem er í heiminum. Það er svo miklu meira sem sameinar en sundrar.“ En hvað kemur þó fyrst upp í hugann sem það erfiðasta eða ólíkasta á milli Túnis og Íslands? „Sólin,“ svarar Safa og hlær. Mér finnst veðrið hafa mikil áhrif á líðan fólks. Það á við um fólk á Íslandi og í Túnis. Og staðreyndin er bara sú að sólin færir fólki svo mikla gleði.“ Starfsframi Vinnustaðamenning Tækni Matur Vinnumarkaður Stjórnun Innflytjendamál Íslensk tunga Tengdar fréttir Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík „Og núna, fjórtán árum síðar, finn ég alltaf þessa þægilegu heimatilfinningu þegar að ég lendi í Keflavík,“ segir Nikhilesh Mohanty, verkfræðingur, MBA og ráðgjafi sem nýverið stofnaði sitt eigið ráðgjafafyrirtæki á Íslandi, Arctic Edge Consultants. 17. apríl 2024 07:01 Hjón í nýsköpun: „Það er reyndar hún sem er Þjóðverjinn en ég Íslendingurinn“ „Svona hávaxin og ljóshærð, ég sá hana á fyrsta degi enda fór hún ekki framhjá neinum,“ segir Alexander Schepsky og skellihlær. 2. apríl 2024 07:00 Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Við heyrum oft um Íslendinga sem starfa og búa erlendis. Eða fólk sem kemur erlendis frá og starfar og býr á Íslandi. 3. apríl 2023 07:00 Getum lært mikið af því að vinna með erlendum sérfræðingum „Við erum íslenskir kúrekar sem er alveg skiljanlegt að mörgu leyti. En getum lært margt af öðrum,“ segir Birna Íris Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Island.is. Þar á meðal agaðri vinnubrögð. 1. febrúar 2024 07:00 Margföldunaráhrif: Að ráða einn alþjóðlegan sérfræðing skapar vinnustaðnum fimm sérfræðinga „Það er talað um að einn alþjóðlegur sérfræðingur sem ráðinn er inn á íslenskan vinnustað, skapi fimm sérfræðinga,“ segir Nanna Elísa Jakobsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins (SI) sem dæmi um hversu mikil verðmæti geta falist í því fyrir íslensk fyrirtæki að ráða erlenda sérfræðinga til starfa. 7. desember 2023 07:00 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Safa er frá Túnis og talar vægast sagt mjög góða íslensku. „Með íslenskunáminu var ég í 40% starfi sem aðstoðarkona fyrir fatlaða stúlku. Það hjálpaði mér mikið því í háskólanum lærði ég málfræðina en utan skóla lærði ég að tala,“ segir Safa og bætir við: „Það tók mig fimm mánuði að læra íslenskuna og byrja að tala. Alltaf þegar fólk fór að tala við mig á ensku, sagði ég bara „Neibb, við tölum bara íslensku saman!“ og þá var þetta fljótt að koma.“ Hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Víkonnekt starfa nú 14 manns og það er ljóst af samtalinu við Söfu að hún ætlar sér stóra hluti. Þá fylgir skemmtileg saga því hvers vegna hún stofnaði fyrirtækið Mabrúka, sem heitir í höfuðið á móður hennar. Enda krydd frá Túnis seld þar samkvæmt uppskriftum frá móður hennar. „Ég var mjög hissa hversu mikil áhrif ferskra kryddið hafði á matarbragðið. Ég fór til baka til Íslands og tók með mér smávegis af öllu kryddi sem mamma var með heima,“ segir meðal annars í sögunni um Mabrúka. Tómatar og gúrkur í Hveragerði Það er ekki hægt annað en að dást að Söfu sem þrátt fyrir ungan aldur hefur nú þegar skarað fram úr í tæknigeiranum. Sem dæmi má nefna var Safa útnefnd Rising Star of the Year á norrænu tækniráðstefnunni Nordic Women in Tech Awards árið 2023. Safa flutti til Íslands árið 2018 en heimsótti landið þó fyrst sumarið áður. „Ég var í hugbúnaðarverkfræðinni í mjög góðum háskóla í Túnis. Þar er samkeppnin mjög mikil og þetta var gífurlegt álag. Ég var eiginlega svolítið búin á því,“ segir Safa þegar hún útskýrir hvernig það kom eiginlega til að hún kom fyrst til Íslands. „Þá sá ég auglýsingu frá AIESEC um að það væri hægt að sækja um sem sjálfboðaliði í gróðurhúsi í Hveragerði og hugsaði einmitt með mér: Þetta er akkúrat það sem ég þarf á að halda núna. Að komast í nýtt umhverfi þar sem ég er ekkert fyrir framan tölvuskjáinn og fæ svigrúm til að átta mig aðeins á lífinu og finna sjálfan mig.“ Úr varð að Safa skellti sér til Íslands þar sem hún dvaldi í Hveragerði í þrjá mánuði. Sem henni fannst frábært. „Ég lærði svo margt. Ekki bara um Ísland eða sjálfan mig heldur líka um heiminn. Því þarna fékk ég það hlutverk að leiða verkefnateymi sjálfboðaliða sem voru frá mörgum ólíkum löndum í heiminum. Indlandi, Asíu, Ástralíu og fleiri stöðum,“ segir Safa og bætir við: „Það má segja að þarna hafi ég lært hvernig það er miklu fleira sem tengir fólk saman í heiminum, heldur en það sem skilur okkur að. Það skiptir engu máli þótt við séum frá ólíkum menningarsvæðum, það er svo margt sem tengir okkur og sameinar.“ Aftur hélt Safa þó til Túnis enda ætlunin að útskrifast þaðan úr hugbúnaðarverkfræðinni. Ég fór heim en tilfinningin var samt mjög sterk um að ég ætti enn eftir eitthvað óklárað á Íslandi. Mér fannst ég ekki vera búin með minn tíma þar og því tilkynnti ég fjölskyldunni það fljótlega að ég ætlaði mér að snúa aftur til Íslands.“ Sem hún og gerði. Aðspurð um það hvernig fjölskyldunni leist á þá fyrirætlun hennar að flytja til Íslands svarar Safa: „Ég á tvær systur og einn bróður og foreldrar mínir hafa alla tíð lagt gífurlega mikla áherslu á að styðja við okkur systurnar til að tryggja okkar framgang í lífinu óháð kyni. Mamma og pabbi hafa líka lagt mjög mikla áherslu á að við systkinin menntuðum okkur. Því menntun er í raun miðinn að velgengninni síðar meir. Ef þú býrð ekki að fjölskylduauði eða fjölskyldufyrirtæki sem þegar tryggir afkomu þína, er það menntunin sem getur tryggt þér tækifæri til að skapa þína velgengni sjálf.“ Safa var hálf búin á því sumarið 2017 enda mikið álag í náminu. Þá sá hún auglýsingu um sjálfboðastarf í gróðurhúsi í Hveragerði, ákvað að slá til og starfaði þar í þrjá mánuði. En þegar hún fór aftur til Túnis var tilfinningin svo sterk að enn ætti hún sitthvað eftir ógert á Íslandi. Fljótlega tilkynnti hún því fjölskyldunni sinni að hún ætlaði að flytja til Íslands.Vísir/Vilhelm Íslenskur matur og krydd frá Túnis Safa er fædd árið 1994 og verður því þrítug á þessu ári. Hún segist snemma hafa fengið áhuga á tölvu- og tæknigeiranum. „Skólakerfið í Túnis er þannig að um fjórtán ára aldur veljum við brautir fyrir menntaskóla og ég hafði heillast svo mikið af því að einn kennarinn hafði þá þegar sagt við okkur um tölvunarfræðina: Þetta er eitthvað sem verður stórt í framtíðinni,“ útskýrir Safa og bætir við: „Þannig að ég valdi tölvunarfræðina þótt fjölskyldunni minni fyndist að ég ætti jafnvel frekar að velja stærðfræði eða eðlisfræði eins og algengara var þá.“ Safa var meðal fárra stúlkna í náminu, enda tæknigeirinn með eindæmum karllægur hvar sem er í heiminum. Það góða er hins vegar að hann er mjög svipaður alls staðar. „Það sem þú lærir í tæknigeiranum er eins alls staðar í heiminum. Forritun er alls staðar eins. Aðferðarfræði við verkstjórn er kennd eins í heiminum og menntakerfið í Túnis er mjög sterkt,“ segir Safa. Sem mögulega kemur mörgum á óvart því oft eru fréttir frá Afríku meira um það hversu litla menntun börn eru að hljóta. „Jú sjáðu til, Afríka er einfaldlega svo stór álfa að þar eru menningarsvæði mjög mörg og víða mjög ólík. Það á líka við um öll innri kerfi þar, eins og skólakerfið." En hvernig gekk þér að koma þér fyrir á Íslandi, alein og aðeins 22 ára? „Ég bjó vel að því að eiga vini sem ég hafði eignast þegar ég vann í Hveragerði og þeir hjálpuðu mér að finna húsnæði og fleira. Ég held einmitt að það að eignast vini sé svolítið stórt atriði þegar kemur að því að aðlagast í samfélagi. Því það að aðlagast þýðir meira en að læra tungumálið, það snýst svolítið mikið um að fitta inn.“ Sem dæmi segist Safa vita til þess að fólk hafi snúið til síns heima, einfaldlega vegna þess að það hefur ekki náð að efla sig félagslega. En hvaða góðu ráð myndir þú þá gefa öðru fólki sem langar að aðlagast nýju samfélagi? „Ég myndi til dæmis mæla með því að taka þátt í félagsstarfi sem er í boði. Á Íslandi er til dæmis mjög margt í boði. Ég get nefnt fyrir mig félagsskap eins og FKA eða UAK sem hefur nýst mér vel en það er líka margt í boði fyrir karlmenn og aðra eftir því hvað fólk kýs helst.“ Safa útskrifaðist sem hugbúnaðarverkfræðingur frá Háskóla Íslands árið 2022 en ári áður stofnaði hún Víkonnekt og árið 2020 stofnaði hún Marbrúka. Þar er hægt að kaupa alls kyns túniskt krydd eins og harissa, túrmerik, cumin og fleiri tegundir. Sjálf er Safa alin upp við það að mamma hennar hefur búið til og malað sitt eigið krydd heima fyrir fjölskylduna. Þegar Safa fór í heimsókn til Túnis árið 2020, áttaði hún sig á því hversu mikið hún saknaði kryddsins frá mömmu sinni, það væri svo ótrúlega magnað hvaða góðu áhrif gott krydd hefði á matinn. Úr varð að hún tók nokkur krydd frá móður sinni heim til Íslands og stuttu síðar kom upp sú hugmynd að stofna fyrirtæki og fara að selja krydd samkvæmt uppskriftum móður sinnar. Enda heitir Mabrúka í höfuðið á móður hennar. Sem Safa fannst skrýtið í upphafi að velja sem nafn á fyrirtæki, en við nánari skoðun passaði það einmitt svo vel. Því Mabrúka þýðir manneskja sem færir þér heppni. Kryddin sem Mabrúka selur eru unnin úr lífrænt ræktuðum jurtum sem Safa kaupir helst beint frá bændum. Flestar jurtirnar eru frá Norður Túnis og eru lífrænt ræktaðar, enda frá fólki sem vinnur upp í fjöllum þar við að tína villijurtir. Fjölskyldan og vinkona Söfu hjálpuðu henni við að stofna fyrirtækið og gera þá samninga sem til þurfti til að hefja innflutning á þessu kryddi en á meðan verið var að undirbúa það, sat mamma hennar við að skrifa niður uppskriftirnar sínar og koma þeim á blað. „Það er reyndar rosalega gott að vinna bæði í matargeiranum og í tæknigeiranum,“ segir Safa allt í einu íbyggin á svip. „Því í tæknigeiranum notum við vinstri heilahvelið meira, það svæði heilans sem við þurfum fyrir til dæmis stærðfræði, eðlisfræði og fleira sem er mjög formfast. Þarna er í raun engin þjálfun fyrir sköpun. Í matargeiranum notum við hins vegar hægra heilahvelið, þann hluta heilans sem er skapandi og mér finnst gott að geta blandað þessu tvennu saman.“ Lumar þú ekki á einhverri góðri uppskrift fyrir okkur þar sem við getum blandað saman túnisku kryddi og íslenskum mat? „Jú klárlega myndi ég mæla með góðum silungi eða bleikju. Mér finnst klausturbleikjan hér sérstaklega góð. Á fiskinn þarf ekki annað en að setja sítrónublönduna okkar, hún er einmitt vinsælasta vara Marbrúka. Síðan smá íslenskt dill, sítrónusneiðar ofan á og í ofninn í 15 mínútur. Flóknara er þetta ekki en rosalega gott!“ Kryddin sem Mabrúka selur eru byggð á uppskrifum mömmu Söfu, framleidd af lífrænt ræktuðum jurtum sem fólk vinnur við að týna í fjöllum Norður Túnis. Safa segir margt gott fylgja því að vinna annars vegar í tæknigeiranum en hins vegar í matargeiranum, svo mikil sköpun fylgi matnum.Vísir/Vilhelm Útrás Víkonnekt Starfsemi Víkonnekt er mun stærri í umfangi og ljóst að þar eru spennandi hlutir að gerast. Því um þessar mundir er til dæmis bandarískur sjóður að skoða aðkomu sína að fyrirtækinu sem samstarfsaðili. „Við ætlum okkur á Bandaríkjamarkað og erum nú þegar byrjuð að vinna á ýmsum stöðum á Norðurlöndunum. Til dæmis erum við með viðskiptavini og samstarfsaðila í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi svo eitthvað sé nefnt,“ segir Safa. „Þjónusta Víkonnekt felst í forritun og hugbúnaðargerð en forritararnir okkar eru starfsfólk í Túnis. Því staðreyndin er sú að það vantar svo mikið að manna forritunarverkefni, á Íslandi og víðast hvar í heiminum. Þannig fékk ég hugmyndina,“ segir Safa og bætir við: Því sjálf vann ég við forritun um tíma, bæði fyrir fyrirtæki og sem sjálfstæður verktaki. Og áttaði mig þá vel á þeirri vöntun sem markaðurinn er að kalla á. Þessi þörf er mikil enda ætlum við okkur stóra hluti.“ Nú þegar starfa ellefu forritarar fyrir Víkonnekt í Túnis en þar sem Safa hefur nokkrum sinnum nefnt hversu mikil samkeppni er í skólum þar, er ekki úr vegi að spyrjast nánar fyrir um menntakerfið. Hvernig virkar þetta, til dæmis í hugbúnaðarverkfræðinni? „Skólinn sem ég var í byggir á frönsku kerfi þar sem samkeppnin er mjög mikil. Aðeins 100 komast áfram á hverju ári, sem þýðir að þú ert alltaf að keppast við að vera meðal 60 hæstu í einkunn. Ef þú ert númer 70 áttu á hættu að vera bara rekinn úr náminu, að minnsta kosti var það þannig í skólanum sem ég var í,“ segir Safa og bætir við: „Ég var líka í svona samkeppnisumhverfi í menntaskólanum sem eru þrjú ár frá fjórtán ára aldri. Þar gekk ég í opinberan skóla en foreldrar geta greitt aukalega fyrir sérkennslu barna sinna sem margir gera vegna þess að samkeppnin í náminu er mikil. Þessi menntaskóli byggði líka á frönsku kerfi.“ Svo heppin var Safa og reyndar systkini hennar líka að þau fengu aukakennslu, án þess að greiða þyrfti fyrir. „Mamma var í mjög miklu sambandi við alla kennara og skrifstofu skólans. Hún lagði svo mikla áherslu á að vera vel upplýst um hvernig okkur gengi og svo framvegis. Okkur gekk líka öllum vel og við lögðum mikið á okkur. Kennararnir buðu okkur á endanum sérkennslu án greiðslu og það virkaði auðvitað þannig á mann að þá lagði maður sig enn meira fram um að gera sitt besta.“ Sjálf segist hún ekki mæla með svona samkeppnisumhverfi. Mér hugnast svona samkeppnisumhverfi í námi ekki því fyrir utan það hvað það felur í sér mikið álag þá er svo margt sem maður lærir ekki í þess lags umhverfi. Þá sérstaklega það að vinna í teymum, sem er svo mikilvægt í atvinnulífinu. Þegar samkeppni í námi er svona mikil, eru allir að vinna hver í sínu horni og ekki viljugir til að hjálpast að og svo framvegis.“ Víkonnekt starfar bæði fyrir einkageirann og hið opinbera og segir Safa útrásina nú þegar hafna á Norðurlöndunum en markmiðið sé einnig að fara til Bandaríkjanna. Þar er nú þegar fjárfestisjóður að skoða aðkomu að fyrirtækinu.Vísir/Vilhelm Gleðin og framtíðin Safa segir Víkonnekt vinna fyrir bæði einkafyrirtæki og hið opinbera og oft kallar vinnan á nokkur ferðalag á milli landa. „Ekki bara til að hitta viðskiptavini heldur líka á ráðstefnur sem tengjast tæknigeiranum,“ segir Safa, sem einmitt á flug til Póllands daginn eftir viðtalið. „Víkonnekt vinnur bæði fyrir einkafyrirtæki og hið opinbera og kúnna hópurinn okkar á Norðurlöndunum fer stækkandi.“ Safa segist upplifa sig mjög heppna í lífinu. „Það er ótrúlega gaman að fá tækifæri til þess að kynnast tveimur ólíkum menningum í lífinu og mér finnst ég líka mjög heppin í starfsumhverfi því þar er ég að hitta svo mikið af ólíku fólki. Það sem mér finnst samt alltaf standa upp úr er hversu margt sameinar fólk hvar sem er í heiminum. Það er svo miklu meira sem sameinar en sundrar.“ En hvað kemur þó fyrst upp í hugann sem það erfiðasta eða ólíkasta á milli Túnis og Íslands? „Sólin,“ svarar Safa og hlær. Mér finnst veðrið hafa mikil áhrif á líðan fólks. Það á við um fólk á Íslandi og í Túnis. Og staðreyndin er bara sú að sólin færir fólki svo mikla gleði.“
Starfsframi Vinnustaðamenning Tækni Matur Vinnumarkaður Stjórnun Innflytjendamál Íslensk tunga Tengdar fréttir Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík „Og núna, fjórtán árum síðar, finn ég alltaf þessa þægilegu heimatilfinningu þegar að ég lendi í Keflavík,“ segir Nikhilesh Mohanty, verkfræðingur, MBA og ráðgjafi sem nýverið stofnaði sitt eigið ráðgjafafyrirtæki á Íslandi, Arctic Edge Consultants. 17. apríl 2024 07:01 Hjón í nýsköpun: „Það er reyndar hún sem er Þjóðverjinn en ég Íslendingurinn“ „Svona hávaxin og ljóshærð, ég sá hana á fyrsta degi enda fór hún ekki framhjá neinum,“ segir Alexander Schepsky og skellihlær. 2. apríl 2024 07:00 Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Við heyrum oft um Íslendinga sem starfa og búa erlendis. Eða fólk sem kemur erlendis frá og starfar og býr á Íslandi. 3. apríl 2023 07:00 Getum lært mikið af því að vinna með erlendum sérfræðingum „Við erum íslenskir kúrekar sem er alveg skiljanlegt að mörgu leyti. En getum lært margt af öðrum,“ segir Birna Íris Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Island.is. Þar á meðal agaðri vinnubrögð. 1. febrúar 2024 07:00 Margföldunaráhrif: Að ráða einn alþjóðlegan sérfræðing skapar vinnustaðnum fimm sérfræðinga „Það er talað um að einn alþjóðlegur sérfræðingur sem ráðinn er inn á íslenskan vinnustað, skapi fimm sérfræðinga,“ segir Nanna Elísa Jakobsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins (SI) sem dæmi um hversu mikil verðmæti geta falist í því fyrir íslensk fyrirtæki að ráða erlenda sérfræðinga til starfa. 7. desember 2023 07:00 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík „Og núna, fjórtán árum síðar, finn ég alltaf þessa þægilegu heimatilfinningu þegar að ég lendi í Keflavík,“ segir Nikhilesh Mohanty, verkfræðingur, MBA og ráðgjafi sem nýverið stofnaði sitt eigið ráðgjafafyrirtæki á Íslandi, Arctic Edge Consultants. 17. apríl 2024 07:01
Hjón í nýsköpun: „Það er reyndar hún sem er Þjóðverjinn en ég Íslendingurinn“ „Svona hávaxin og ljóshærð, ég sá hana á fyrsta degi enda fór hún ekki framhjá neinum,“ segir Alexander Schepsky og skellihlær. 2. apríl 2024 07:00
Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Við heyrum oft um Íslendinga sem starfa og búa erlendis. Eða fólk sem kemur erlendis frá og starfar og býr á Íslandi. 3. apríl 2023 07:00
Getum lært mikið af því að vinna með erlendum sérfræðingum „Við erum íslenskir kúrekar sem er alveg skiljanlegt að mörgu leyti. En getum lært margt af öðrum,“ segir Birna Íris Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Island.is. Þar á meðal agaðri vinnubrögð. 1. febrúar 2024 07:00
Margföldunaráhrif: Að ráða einn alþjóðlegan sérfræðing skapar vinnustaðnum fimm sérfræðinga „Það er talað um að einn alþjóðlegur sérfræðingur sem ráðinn er inn á íslenskan vinnustað, skapi fimm sérfræðinga,“ segir Nanna Elísa Jakobsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins (SI) sem dæmi um hversu mikil verðmæti geta falist í því fyrir íslensk fyrirtæki að ráða erlenda sérfræðinga til starfa. 7. desember 2023 07:00