Meiri pening, takk Gunnar Úlfarsson skrifar 18. apríl 2024 07:01 Ári eftir stofnun íslenska lýðveldisins ráðstöfuðu ríki og sveitarfélög einni krónu af hverri fimm í íslensku hagkerfi. Hinum fjórum krónunum varði fólk og fyrirtæki frjálsri hendi. Ef þróunin sem hefur verið í opinberum fjármálum á undanförnum áratugum heldur áfram mun hið opinbera ráðstafa öllum krónum sem varið verður í íslensku hagkerfi árið 2160. Aðhaldskrafa er ekki byggð inn í stjórnkerfið sem við búum við og þannig hafa bæði stjórnmála- og embættismenn sterka hvata til að færa út kvíarnar og sífellt stækka valdsvið sitt. Þessi auknu umsvif stofnanakerfisins og útgjöld hins opinbera verða að lokum fjármögnuð með hærri sköttum. Afleiðingin er sú staða sem við búum við í dag: Ísland er ein skattpíndasta þjóð heimsins. Í opinberri umræðu beinist gagnrýnin gjarnan að þeim sem fara með skattlagningarvaldið en hafa þarf í huga að hærri skattar eru almennt viðbragð við auknum útgjöldum en ekki orsök þeirra. Svo unnt sé að lækka opinberar álögur á fólk í samfélaginu þarf því að vera raunveruleg samstaða um að hið opinbera dragi fyrst úr útgjöldum. Fjármálaáætlun 2025 – 2029 gerir ráð fyrir að fyrsta hallalausa ár ríkissjóðs frá árinu 2018 verði árið 2028. Árið 2029 er að óbreyttu kosningaár, þar sem er freistandi að gefa í, og því talsverð hætta á að áform um hallaleysi standist ekki. Til að tryggja að útgjaldagleðin beri ráðamenn ekki ofurliði væri tilvalið að setja nú þegar útgjaldareglu, sem setti þak á vöxt útgjalda milli ára. Með því mætti sporna gegn því að þróunin á meðfylgjandi mynd verði að veruleika. Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Sjá meira
Ári eftir stofnun íslenska lýðveldisins ráðstöfuðu ríki og sveitarfélög einni krónu af hverri fimm í íslensku hagkerfi. Hinum fjórum krónunum varði fólk og fyrirtæki frjálsri hendi. Ef þróunin sem hefur verið í opinberum fjármálum á undanförnum áratugum heldur áfram mun hið opinbera ráðstafa öllum krónum sem varið verður í íslensku hagkerfi árið 2160. Aðhaldskrafa er ekki byggð inn í stjórnkerfið sem við búum við og þannig hafa bæði stjórnmála- og embættismenn sterka hvata til að færa út kvíarnar og sífellt stækka valdsvið sitt. Þessi auknu umsvif stofnanakerfisins og útgjöld hins opinbera verða að lokum fjármögnuð með hærri sköttum. Afleiðingin er sú staða sem við búum við í dag: Ísland er ein skattpíndasta þjóð heimsins. Í opinberri umræðu beinist gagnrýnin gjarnan að þeim sem fara með skattlagningarvaldið en hafa þarf í huga að hærri skattar eru almennt viðbragð við auknum útgjöldum en ekki orsök þeirra. Svo unnt sé að lækka opinberar álögur á fólk í samfélaginu þarf því að vera raunveruleg samstaða um að hið opinbera dragi fyrst úr útgjöldum. Fjármálaáætlun 2025 – 2029 gerir ráð fyrir að fyrsta hallalausa ár ríkissjóðs frá árinu 2018 verði árið 2028. Árið 2029 er að óbreyttu kosningaár, þar sem er freistandi að gefa í, og því talsverð hætta á að áform um hallaleysi standist ekki. Til að tryggja að útgjaldagleðin beri ráðamenn ekki ofurliði væri tilvalið að setja nú þegar útgjaldareglu, sem setti þak á vöxt útgjalda milli ára. Með því mætti sporna gegn því að þróunin á meðfylgjandi mynd verði að veruleika. Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun