Innlent

Bein út­sending: Sigurður Ingi, Lilja og Einar á­varpa flokks­þing Fram­sóknar

Atli Ísleifsson skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, Lilja Dögg Alfreðsdóttir varaformaður og Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarmanna í Reykjavík, munu ávarpa þingið.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, Lilja Dögg Alfreðsdóttir varaformaður og Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarmanna í Reykjavík, munu ávarpa þingið. Vísir

37. flokksþing Framsóknar fer fram um helgina og mun formaður flokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra flytja yfirlitsræðu sína klukkan 13.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar og menningar- og viðskiptaráðherra, mun svo ávarpa þingið klukkan 13:30 og Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur og oddviti Framsóknar í borginni, klukkan 13:45.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilaranum að neðan.

Flokksþingið hófst Á Hilton Reykjavík Nordica í morgun og verður slitið klukkan 17 á morgun. Er yfirskrift flokkþingsins að þessu sinni „Kletturinn í hafinu“.

Flokksþing Framsóknarmanna hefur æðsta vald í málefnum flokksins, ákveður meginstefnu flokksins í landsmálum og setur flokknum lög.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×