Við förum niður á þing þar sem nú stendur yfir umræða um vantrauststillögu þingflokka Flokks fólksins og Pírata á ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Heimir Már hefur fylgst með umræðunum í dag. Við sýnum frá þeim og ræðum við forsætisráðherra í beinni útsendingu.
Þá fjöllum við um gjaldtöku á bílastæðum en Félag íslenskra bifreiðaeigenda segir villta vestrið ríkja í þeim málum. Neytendur standi frammi fyrir sífellt fleiri greiðslulausnum en engin gildi þó á öllum bílastæðum.
Forstöðumaður birgja sem flytur inn bjór segir óskýrar reglur gera það að verkum að það sé háð huglægu mati starfsmanna Vínbúðarinnar hvaða vörur komist í sölu. Til dæmis þurfi að líma yfir fugl á bjórdós svo Vínbúðin vilji selja dósina.
Þá heyrum við í Fiskikónginum varðandi eignatjón á Sogaveginum í gærkvöldi og ræðum við flóttamenn sem plokkuðu við Landspítalann í dag.
Besta deild kvenna fær sviðsljósið í sportinu þar sem við kynnumst átján ára hetju úr liði Víkings og skoðum spána fyrir komandi leiktíð.
Í Ísland í dag fræðist Sindri um hvort heimilið sé brunagildra.
Kvöldfréttirnar í heild sinni má sjá hér að neðan: