Stungumaður þarf að dúsa inni fram að dómi Árni Sæberg skrifar 17. apríl 2024 18:37 Landsréttur hefur úrskurðað að Jaguar þurfi að sæta gæsluvarðhaldi þangað til að Landsréttur hefur dæmt í máli hans. Vísir/Vilhelm Tvítugur karlmaður þarf að sæta gæsluvarðhaldi fram að dómsuppsögu í máli hans í Landsrétti. Hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi í héraði en ákæruvaldið vill þyngri dóm. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn, sem heitir Jaguar Do, í tveggja ára fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás um miðjan mars. Hann var sakfelldur að hafa stungið mann með þeim afleiðingum að hann hlaut stungusár og skurð í nóvember í fyrra. Héraðssaksóknari fór fram á að hann yrði dæmdur fyrir tilraun til manndráps en héraðsdómur taldi ekki sannað að ásetningur hans hefði staðið til þess að svipta brotaþola lífi. Ákæruvaldið unir ekki þeirri niðurstöðu héraðsdóms og Ríkissaksóknari gaf út áfrýjunarstefnu þann 27. mars í því augnamiði að Jaguar verði sakfelldur fyrir tilraun til manndráps. Héraðsdómur vildi sleppa Jaguar lausum Héraðssaksóknari krafðist þess þann 4, apríl síðastliðinn að Jaguar yrði gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi á meðan mál hans er til meðferðar fyrir æðri dómi uns endanlegur dómur gengur í máli hans, en þó eigi lengur en til föstudagsins 4. október næstkomandi. Í úrskurði héraðsdóms segir að krafan hafo verið byggð á því gæsluvarðhald væri nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna, með vísan til alvarleika brotsins. Brot Jaguars þyki vera þess eðlis að það sé sérstaklega alvarlegt og því sé óforsvaranlegt að hann gangi laus eins og sakir standa. Það væri mat Héraðssaksóknara að lausn Jaguars myndi misbjóða réttlætiskennd almennings og það væri til þess fallið að valda hneykslun og óróa í samfélaginu að maður sem sterklega er grunaður um svo alvarlegt ofbeldisbrot af einbeittum ásetningi gangi laus áður en málinu er lokið með endanlegum dómi. Héraðsdómur taldi að vafi léji á um að hvort gæsluvarðhald yfir Jaguar teljist enn nauðsynlegt af tillliti til almannahagsmuna og hvort það stríði gegn réttarvitund almennings ef hann yrði látinn laus á meðan mál hans er til meðferðar á áfrýjunarstigi. Sá vafi var metinn Jaguar í hag og því ekki fallist á gæsluvarðhaldskröfuna. Landsréttur hélt nú ekki Þessu vildi Héraðssaksóknari ekki heldur una og skaut úrskurðinum til Landsréttar. Í úrskurði Landsréttar segir að fyrir liggi sterkur grunur um að Jaguar hafi framið afbrot sem varðað getur tíu ára fangelsi en hann hafi játað að hafa stungið brotaþola margsinnis með hnífi. Telja verði brot hans þess eðlis að nauðsynlegt sé með tilliti til almannahagsmuna að hann sæti gæsluvarðhaldi meðan mál hans er til meðferðar fyrir æðri dómi. Því var fallist á gæsluvarðhaldskröfu Héraðssaksóknara. Dómsmál Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fleiri fréttir Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn, sem heitir Jaguar Do, í tveggja ára fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás um miðjan mars. Hann var sakfelldur að hafa stungið mann með þeim afleiðingum að hann hlaut stungusár og skurð í nóvember í fyrra. Héraðssaksóknari fór fram á að hann yrði dæmdur fyrir tilraun til manndráps en héraðsdómur taldi ekki sannað að ásetningur hans hefði staðið til þess að svipta brotaþola lífi. Ákæruvaldið unir ekki þeirri niðurstöðu héraðsdóms og Ríkissaksóknari gaf út áfrýjunarstefnu þann 27. mars í því augnamiði að Jaguar verði sakfelldur fyrir tilraun til manndráps. Héraðsdómur vildi sleppa Jaguar lausum Héraðssaksóknari krafðist þess þann 4, apríl síðastliðinn að Jaguar yrði gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi á meðan mál hans er til meðferðar fyrir æðri dómi uns endanlegur dómur gengur í máli hans, en þó eigi lengur en til föstudagsins 4. október næstkomandi. Í úrskurði héraðsdóms segir að krafan hafo verið byggð á því gæsluvarðhald væri nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna, með vísan til alvarleika brotsins. Brot Jaguars þyki vera þess eðlis að það sé sérstaklega alvarlegt og því sé óforsvaranlegt að hann gangi laus eins og sakir standa. Það væri mat Héraðssaksóknara að lausn Jaguars myndi misbjóða réttlætiskennd almennings og það væri til þess fallið að valda hneykslun og óróa í samfélaginu að maður sem sterklega er grunaður um svo alvarlegt ofbeldisbrot af einbeittum ásetningi gangi laus áður en málinu er lokið með endanlegum dómi. Héraðsdómur taldi að vafi léji á um að hvort gæsluvarðhald yfir Jaguar teljist enn nauðsynlegt af tillliti til almannahagsmuna og hvort það stríði gegn réttarvitund almennings ef hann yrði látinn laus á meðan mál hans er til meðferðar á áfrýjunarstigi. Sá vafi var metinn Jaguar í hag og því ekki fallist á gæsluvarðhaldskröfuna. Landsréttur hélt nú ekki Þessu vildi Héraðssaksóknari ekki heldur una og skaut úrskurðinum til Landsréttar. Í úrskurði Landsréttar segir að fyrir liggi sterkur grunur um að Jaguar hafi framið afbrot sem varðað getur tíu ára fangelsi en hann hafi játað að hafa stungið brotaþola margsinnis með hnífi. Telja verði brot hans þess eðlis að nauðsynlegt sé með tilliti til almannahagsmuna að hann sæti gæsluvarðhaldi meðan mál hans er til meðferðar fyrir æðri dómi. Því var fallist á gæsluvarðhaldskröfu Héraðssaksóknara.
Dómsmál Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fleiri fréttir Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Sjá meira