Stungumaður þarf að dúsa inni fram að dómi Árni Sæberg skrifar 17. apríl 2024 18:37 Landsréttur hefur úrskurðað að Jaguar þurfi að sæta gæsluvarðhaldi þangað til að Landsréttur hefur dæmt í máli hans. Vísir/Vilhelm Tvítugur karlmaður þarf að sæta gæsluvarðhaldi fram að dómsuppsögu í máli hans í Landsrétti. Hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi í héraði en ákæruvaldið vill þyngri dóm. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn, sem heitir Jaguar Do, í tveggja ára fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás um miðjan mars. Hann var sakfelldur að hafa stungið mann með þeim afleiðingum að hann hlaut stungusár og skurð í nóvember í fyrra. Héraðssaksóknari fór fram á að hann yrði dæmdur fyrir tilraun til manndráps en héraðsdómur taldi ekki sannað að ásetningur hans hefði staðið til þess að svipta brotaþola lífi. Ákæruvaldið unir ekki þeirri niðurstöðu héraðsdóms og Ríkissaksóknari gaf út áfrýjunarstefnu þann 27. mars í því augnamiði að Jaguar verði sakfelldur fyrir tilraun til manndráps. Héraðsdómur vildi sleppa Jaguar lausum Héraðssaksóknari krafðist þess þann 4, apríl síðastliðinn að Jaguar yrði gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi á meðan mál hans er til meðferðar fyrir æðri dómi uns endanlegur dómur gengur í máli hans, en þó eigi lengur en til föstudagsins 4. október næstkomandi. Í úrskurði héraðsdóms segir að krafan hafo verið byggð á því gæsluvarðhald væri nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna, með vísan til alvarleika brotsins. Brot Jaguars þyki vera þess eðlis að það sé sérstaklega alvarlegt og því sé óforsvaranlegt að hann gangi laus eins og sakir standa. Það væri mat Héraðssaksóknara að lausn Jaguars myndi misbjóða réttlætiskennd almennings og það væri til þess fallið að valda hneykslun og óróa í samfélaginu að maður sem sterklega er grunaður um svo alvarlegt ofbeldisbrot af einbeittum ásetningi gangi laus áður en málinu er lokið með endanlegum dómi. Héraðsdómur taldi að vafi léji á um að hvort gæsluvarðhald yfir Jaguar teljist enn nauðsynlegt af tillliti til almannahagsmuna og hvort það stríði gegn réttarvitund almennings ef hann yrði látinn laus á meðan mál hans er til meðferðar á áfrýjunarstigi. Sá vafi var metinn Jaguar í hag og því ekki fallist á gæsluvarðhaldskröfuna. Landsréttur hélt nú ekki Þessu vildi Héraðssaksóknari ekki heldur una og skaut úrskurðinum til Landsréttar. Í úrskurði Landsréttar segir að fyrir liggi sterkur grunur um að Jaguar hafi framið afbrot sem varðað getur tíu ára fangelsi en hann hafi játað að hafa stungið brotaþola margsinnis með hnífi. Telja verði brot hans þess eðlis að nauðsynlegt sé með tilliti til almannahagsmuna að hann sæti gæsluvarðhaldi meðan mál hans er til meðferðar fyrir æðri dómi. Því var fallist á gæsluvarðhaldskröfu Héraðssaksóknara. Dómsmál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn, sem heitir Jaguar Do, í tveggja ára fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás um miðjan mars. Hann var sakfelldur að hafa stungið mann með þeim afleiðingum að hann hlaut stungusár og skurð í nóvember í fyrra. Héraðssaksóknari fór fram á að hann yrði dæmdur fyrir tilraun til manndráps en héraðsdómur taldi ekki sannað að ásetningur hans hefði staðið til þess að svipta brotaþola lífi. Ákæruvaldið unir ekki þeirri niðurstöðu héraðsdóms og Ríkissaksóknari gaf út áfrýjunarstefnu þann 27. mars í því augnamiði að Jaguar verði sakfelldur fyrir tilraun til manndráps. Héraðsdómur vildi sleppa Jaguar lausum Héraðssaksóknari krafðist þess þann 4, apríl síðastliðinn að Jaguar yrði gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi á meðan mál hans er til meðferðar fyrir æðri dómi uns endanlegur dómur gengur í máli hans, en þó eigi lengur en til föstudagsins 4. október næstkomandi. Í úrskurði héraðsdóms segir að krafan hafo verið byggð á því gæsluvarðhald væri nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna, með vísan til alvarleika brotsins. Brot Jaguars þyki vera þess eðlis að það sé sérstaklega alvarlegt og því sé óforsvaranlegt að hann gangi laus eins og sakir standa. Það væri mat Héraðssaksóknara að lausn Jaguars myndi misbjóða réttlætiskennd almennings og það væri til þess fallið að valda hneykslun og óróa í samfélaginu að maður sem sterklega er grunaður um svo alvarlegt ofbeldisbrot af einbeittum ásetningi gangi laus áður en málinu er lokið með endanlegum dómi. Héraðsdómur taldi að vafi léji á um að hvort gæsluvarðhald yfir Jaguar teljist enn nauðsynlegt af tillliti til almannahagsmuna og hvort það stríði gegn réttarvitund almennings ef hann yrði látinn laus á meðan mál hans er til meðferðar á áfrýjunarstigi. Sá vafi var metinn Jaguar í hag og því ekki fallist á gæsluvarðhaldskröfuna. Landsréttur hélt nú ekki Þessu vildi Héraðssaksóknari ekki heldur una og skaut úrskurðinum til Landsréttar. Í úrskurði Landsréttar segir að fyrir liggi sterkur grunur um að Jaguar hafi framið afbrot sem varðað getur tíu ára fangelsi en hann hafi játað að hafa stungið brotaþola margsinnis með hnífi. Telja verði brot hans þess eðlis að nauðsynlegt sé með tilliti til almannahagsmuna að hann sæti gæsluvarðhaldi meðan mál hans er til meðferðar fyrir æðri dómi. Því var fallist á gæsluvarðhaldskröfu Héraðssaksóknara.
Dómsmál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira