Stungumaður þarf að dúsa inni fram að dómi Árni Sæberg skrifar 17. apríl 2024 18:37 Landsréttur hefur úrskurðað að Jaguar þurfi að sæta gæsluvarðhaldi þangað til að Landsréttur hefur dæmt í máli hans. Vísir/Vilhelm Tvítugur karlmaður þarf að sæta gæsluvarðhaldi fram að dómsuppsögu í máli hans í Landsrétti. Hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi í héraði en ákæruvaldið vill þyngri dóm. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn, sem heitir Jaguar Do, í tveggja ára fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás um miðjan mars. Hann var sakfelldur að hafa stungið mann með þeim afleiðingum að hann hlaut stungusár og skurð í nóvember í fyrra. Héraðssaksóknari fór fram á að hann yrði dæmdur fyrir tilraun til manndráps en héraðsdómur taldi ekki sannað að ásetningur hans hefði staðið til þess að svipta brotaþola lífi. Ákæruvaldið unir ekki þeirri niðurstöðu héraðsdóms og Ríkissaksóknari gaf út áfrýjunarstefnu þann 27. mars í því augnamiði að Jaguar verði sakfelldur fyrir tilraun til manndráps. Héraðsdómur vildi sleppa Jaguar lausum Héraðssaksóknari krafðist þess þann 4, apríl síðastliðinn að Jaguar yrði gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi á meðan mál hans er til meðferðar fyrir æðri dómi uns endanlegur dómur gengur í máli hans, en þó eigi lengur en til föstudagsins 4. október næstkomandi. Í úrskurði héraðsdóms segir að krafan hafo verið byggð á því gæsluvarðhald væri nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna, með vísan til alvarleika brotsins. Brot Jaguars þyki vera þess eðlis að það sé sérstaklega alvarlegt og því sé óforsvaranlegt að hann gangi laus eins og sakir standa. Það væri mat Héraðssaksóknara að lausn Jaguars myndi misbjóða réttlætiskennd almennings og það væri til þess fallið að valda hneykslun og óróa í samfélaginu að maður sem sterklega er grunaður um svo alvarlegt ofbeldisbrot af einbeittum ásetningi gangi laus áður en málinu er lokið með endanlegum dómi. Héraðsdómur taldi að vafi léji á um að hvort gæsluvarðhald yfir Jaguar teljist enn nauðsynlegt af tillliti til almannahagsmuna og hvort það stríði gegn réttarvitund almennings ef hann yrði látinn laus á meðan mál hans er til meðferðar á áfrýjunarstigi. Sá vafi var metinn Jaguar í hag og því ekki fallist á gæsluvarðhaldskröfuna. Landsréttur hélt nú ekki Þessu vildi Héraðssaksóknari ekki heldur una og skaut úrskurðinum til Landsréttar. Í úrskurði Landsréttar segir að fyrir liggi sterkur grunur um að Jaguar hafi framið afbrot sem varðað getur tíu ára fangelsi en hann hafi játað að hafa stungið brotaþola margsinnis með hnífi. Telja verði brot hans þess eðlis að nauðsynlegt sé með tilliti til almannahagsmuna að hann sæti gæsluvarðhaldi meðan mál hans er til meðferðar fyrir æðri dómi. Því var fallist á gæsluvarðhaldskröfu Héraðssaksóknara. Dómsmál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn, sem heitir Jaguar Do, í tveggja ára fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás um miðjan mars. Hann var sakfelldur að hafa stungið mann með þeim afleiðingum að hann hlaut stungusár og skurð í nóvember í fyrra. Héraðssaksóknari fór fram á að hann yrði dæmdur fyrir tilraun til manndráps en héraðsdómur taldi ekki sannað að ásetningur hans hefði staðið til þess að svipta brotaþola lífi. Ákæruvaldið unir ekki þeirri niðurstöðu héraðsdóms og Ríkissaksóknari gaf út áfrýjunarstefnu þann 27. mars í því augnamiði að Jaguar verði sakfelldur fyrir tilraun til manndráps. Héraðsdómur vildi sleppa Jaguar lausum Héraðssaksóknari krafðist þess þann 4, apríl síðastliðinn að Jaguar yrði gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi á meðan mál hans er til meðferðar fyrir æðri dómi uns endanlegur dómur gengur í máli hans, en þó eigi lengur en til föstudagsins 4. október næstkomandi. Í úrskurði héraðsdóms segir að krafan hafo verið byggð á því gæsluvarðhald væri nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna, með vísan til alvarleika brotsins. Brot Jaguars þyki vera þess eðlis að það sé sérstaklega alvarlegt og því sé óforsvaranlegt að hann gangi laus eins og sakir standa. Það væri mat Héraðssaksóknara að lausn Jaguars myndi misbjóða réttlætiskennd almennings og það væri til þess fallið að valda hneykslun og óróa í samfélaginu að maður sem sterklega er grunaður um svo alvarlegt ofbeldisbrot af einbeittum ásetningi gangi laus áður en málinu er lokið með endanlegum dómi. Héraðsdómur taldi að vafi léji á um að hvort gæsluvarðhald yfir Jaguar teljist enn nauðsynlegt af tillliti til almannahagsmuna og hvort það stríði gegn réttarvitund almennings ef hann yrði látinn laus á meðan mál hans er til meðferðar á áfrýjunarstigi. Sá vafi var metinn Jaguar í hag og því ekki fallist á gæsluvarðhaldskröfuna. Landsréttur hélt nú ekki Þessu vildi Héraðssaksóknari ekki heldur una og skaut úrskurðinum til Landsréttar. Í úrskurði Landsréttar segir að fyrir liggi sterkur grunur um að Jaguar hafi framið afbrot sem varðað getur tíu ára fangelsi en hann hafi játað að hafa stungið brotaþola margsinnis með hnífi. Telja verði brot hans þess eðlis að nauðsynlegt sé með tilliti til almannahagsmuna að hann sæti gæsluvarðhaldi meðan mál hans er til meðferðar fyrir æðri dómi. Því var fallist á gæsluvarðhaldskröfu Héraðssaksóknara.
Dómsmál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira