Lífið

Höfundur Kaupalka­bókanna með krabba­­mein í heila

Atli Ísleifsson skrifar
Bækur Sophie Kinsella hafa selst í tugi milljóna eintaka.
Bækur Sophie Kinsella hafa selst í tugi milljóna eintaka. Getty

Breski rithöfundurinn Sophie Kinsella, sem þekktust er fyrir Shopaholic-bækur sínar, hefur greinst með skætt krabbamein í heila.

Kinsella greindi frá sjúkdómnum í færslu á Instagram í gær. Hún segist hafa greinst með æxlið (e. Glioblastoma) í lok árs 2022 og hefur hún því haldið sjúkdómnum leyndum í hálft annað ár.

Sophie Kinsella, sem heitir Madeleine Sophie Wickham réttu nafni, hefur gefið út tugi bóka, meðal annars Shopaholic-flokkinn, eða Kaupalka-bækurnar eins og þær nefndust á íslensku. 

Kvikmyndin Confessions of a Shopaholic frá árinu 2009, sem skartaði Islu Fisher í aðalhlutverki, var byggð á bókunum. Bækur Kinsella hafa selst í rúmlega fjörutíu milljónum eintaka og verið þýddar á rúmlega fjörutíu tungumál.

Kinsella segir að hún hafi lengi viljað deila fréttunum með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum en að hún hafi ákveðið að bíða eftir „nægilegum styrk“ til að gera það. Segist hún hafa gengist undir vel heppnaða aðgerð og geislameðferð.

Kinsella segir að henni líði ágætlega en að þreytan sé mikil og þá sé minnið verra en það áður var. Í færslunni þakkar hún jafnframt heilbrigðisstarfsfólki, vinum og fjölskyldu fyrir stuðninginn.

Rithöfundurinn er gift og á þrjú börn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.