Innlent

Katrín leiðir og hefur töl­fræði­lega mark­tækt for­skot á Baldur

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Katrín og Baldur hafa verið að mælast með mest fylgi í könnunum.
Katrín og Baldur hafa verið að mælast með mest fylgi í könnunum.

Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, mælist með 31,4 prósent stuðning í nýrri skoðanakönnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar þar sem spurt var hvern fólk vildi sjá sem næsta forseta Íslands. Hún hefur tölfræðilega marktækt forskot á Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor sem nú mælist með 24 prósent fylgi.

Jón Gnarr nýtur samkvæmt könnuninni stuðnings 18,9 prósent þjóðarinnar og Halla Hrund Logadóttir 10,5 prósent. Ekki er tölfræðilega marktækur munur á fylgi Baldurs og Jóns.

Halla Tómasdóttir mælist með 6,7 prósent stuðning, Arnar Þór Jónsson 3,8 prósent, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir með 1,8 prósent og Ásdís Rán Gunnarsdóttir 1,3 prósent.

Aðrir ná ekki yfir eitt prósent.

Könnunin fór fram dagana 12. til 16. apríl. Forsetakosningar fara fram 1. júní næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×