Liverpool úr leik þrátt fyrir sigur á Ítalíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. apríl 2024 21:05 Salah skoraði mark Liverpool í kvöld. EPA-EFE/MICHELE MARAVIGLIA Liverpool er úr leik í Evrópudeild karla í knattspyrnu þrátt fyrir 1-0 útisigur á Atalanta í kvöld. Ítalirnir unnu fyrri leik liðanna á Anfield 3-0 og eru komnir í undanúrslit. Liverpool var í nær vonlausri stöðu fyrir leik kvöldsins en Mohamed Salah gaf gestunum von með marki úr vítaspyrnu snemma leiks. Þrátt fyrir að vera mun meira með boltann og eiga fleiri skot þá skapaði Liverpool sér einfaldlega ekki nóg í kvöld. Gestirnir voru með xG (vænt mörk) upp á 1.46 en þar af var helmingurinn vítaspyrna Salah. Lokatölur á Gewiss-vellinum í Bergamo 0-1 og Atalanta því komið áfram. Evrópudeild UEFA Fótbolti
Liverpool er úr leik í Evrópudeild karla í knattspyrnu þrátt fyrir 1-0 útisigur á Atalanta í kvöld. Ítalirnir unnu fyrri leik liðanna á Anfield 3-0 og eru komnir í undanúrslit. Liverpool var í nær vonlausri stöðu fyrir leik kvöldsins en Mohamed Salah gaf gestunum von með marki úr vítaspyrnu snemma leiks. Þrátt fyrir að vera mun meira með boltann og eiga fleiri skot þá skapaði Liverpool sér einfaldlega ekki nóg í kvöld. Gestirnir voru með xG (vænt mörk) upp á 1.46 en þar af var helmingurinn vítaspyrna Salah. Lokatölur á Gewiss-vellinum í Bergamo 0-1 og Atalanta því komið áfram.