Útsendarar Rússa sakaðir um skipulagningu árása í Þýskalandi Samúel Karl Ólason skrifar 18. apríl 2024 14:27 Mennirnir tveir voru færðir fyrir dómara í dag. EPA/RONALD WITTEK Lögregluþjónar í Bæjarlandi í Þýskalandi hafa handtekið tvo menn sem grunaðir eru um njósnir fyrir yfirvöld í Rússlandi. Þeir eru meðal annars sakaðir um að skipuleggja skemmdarverk og fyrir að ætla að framleiða sprengiefni, með því markmiði að skaða hernaðaraðstoð Þjóðverja til Úkraínu. Mennirnir tveir eru sagðir hafa vaktað bandarískar herstöðvar og skipulagt árásir á hergagnaverksmiðjur og flutningaleiðir hergagna til Úkraínu. Þeir voru handteknir í Bæjarlandi í gær. Einn mannanna heitir Dieter S. og er 39 ára gamall maður af blönduðum rússneskum og þýskum uppruna. Hann er sagður hafa verið í samskiptum við útsendara frá Rússlandi frá því í október í fyrra og mun hann hafa samþykkt að gera árásir á hernaðarinnviði í Þýskalandi og hergagnaverksmiðjur, samkvæmt frétt Spiegel. Dieter S er sagður hafa barist fyrir aðskilnaðarsinna og Rússa í austurhluta Úkraínu frá 2014 til 2016, en sá hópur sem hann barðist með er skilgreindur sem hryðjuverkasamtök í Þýskalandi og hefur hann einnig verið sakaður um aðild að hryðjuverkasamtökum. Festnahmen u. a. wegen geheimdienstlicher Agententätigkeit und Mitgliedschaft in der ausländischen terroristischen Vereinigung Volksrepublik Donezk (VRD) , Pressemitteilung der #Bundesanwaltschaft vom 18.04.2024 https://t.co/bCFIPTa2Qe— Bundesanwaltschaft (@GBA_b_BGH) April 18, 2024 Hinn maðurinn heitir Alexander J. og er hann sakaður um að hafa aðstoðar Dieter S. frá því í síðasta mánuði. Dieter er sagður hafa skoðað mörg möguleg skotmörk, tekið myndir og myndbönd og sent myndefnið til útsendara í Rússlandi. Financial Times segir þann mann vera útsendara Leyniþjónustu rússneska hersins (GRU). Meðal staða sem þeir eru sagðir hafa skoðað eru herstöðvar þar sem úkraínskir hermenn fá þjálfun. Mennirnir eru sagðir hafa verið í samskiptum við rússneskan útsendara sem er sakaður um skipulagningu sprengjuárása og íkveikja. Þýski miðillinn DW segir að sendiherra Rússlands í Berlín hafi verið kallaður á teppið í dag vegna málsins. Þýskaland er einn stærsti bakhjarl Úkraínu og þá sérstaklega frá því Bandaríkjamenn hættu að senda hergögn til Úkraínu á síðasta ári. Ráðamenn í Þýskalandi hafa sagt að ríkið sé mikilvægt skotmark í augum Rússa, vegna þessarar hernaðaraðstoðar og vegna þess að Þjóðverjar hafa tekið algera U-beygju í samskiptum sínum við Rússa. Robert Habeck, aðstoðarkanslari Þýskalands, er staddur í Kænugarði þesssa dagana og fór hann á fund Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, í dag. Vizekanzler Robert #Habeck ist heute für einen Besuch in der #Ukraine eingetroffen. Er trifft dort u.a. Präsident #Selenskyj, zu politischen Gesprächen. pic.twitter.com/ZSvzRSorJF— Bundesministerium für Wirtschaft und Klimaschutz (@BMWK) April 18, 2024 Rússneskir njósnarar framhleypnir Útsendarar GRU hafa á undanförnum árum verið bendlaðir við umfangsmiklar njósnir í Evrópu, skemmdarverk og jafnvel banatilræði. Í frétt FT segir að umsvif rússneskra njósnara í Evrópu hafi aukist á undanförnum mánuðum og er haft eftir evrópskum embættismönnum að fregnirnar frá Þýskalandi bendi til þess að Rússar séu sérstaklega framhleypnir þessa dagana. Í Þýskalandi eru rússneskir njósnarar sagðir hafa reynt að grafa undan stuðningi almennings við hernaðaraðstoð handa Úkraínu með áróðursherferðum og tölvuárásum á stjórnmálaflokka. Ráðamenn í Þýskalandi segja að verið sé að gefa í varðandi gagnnjósnir þar í landi. Hins vegar er rétt um mánuður síðan háttsettur embættismaður í varnarmálaráðuneyti Þýskalands var handtekinn fyrir að senda háleynileg gögn til Rússlands. Þá var einn af leiðtogum næst vinsælasta flokks Þýskalands, AfD, sakaður um að taka við peningum frá rússneskum auðjöfri fyrir að dreifa áróðri frá Rússum í Þýskalandi. Þýskaland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Ákærður fyrir að nota slagorð SS-sveitanna á fjöldafundi Réttarhöld hefjast í dag yfir einum af helstu leiðtogum þýska stjórnmálaflokksins Valkostir fyrir Þýskaland en hann hefur verið ákærður fyrir að nota eitt helsta slagorð nasista. 18. apríl 2024 07:56 Sirskí segir stöðuna hafa versnað töluvert Staða Úkraínumanna á víglínunni í Austur-Úkraínu hefur versnað töluvert á undanförnum dögum. Þetta segir Oleksandr Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, en hann segir Rússa hafa gefið töluvert í á undanförnum vikum. 13. apríl 2024 14:01 Táningar sakaðir um skipulagningu hryðjuverkaárása Lögregluþjónar í Þýskalandi hafa handtekið fjóra táninga, tvo drengi og tvær stúlkur, sem grunuð eru um undirbúning hryðjuverkaárása í nafni Íslamska ríkisins. Þrjú voru handtekinn í Norðurrín Vestfalíu og einn í Stuttgart. 12. apríl 2024 15:25 Niðurlæging fyrir þýsk stjórnvöld Olaf Scholz kanslari Þýskalands hefur heitið því að rannsakað verði til hlýtar hvernig upptökur af leynilegum fundum þýska hersins um Úkraínustríðið komust í dreifingu á rússneskum samfélagsmiðlum. 3. mars 2024 11:06 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira
Mennirnir tveir eru sagðir hafa vaktað bandarískar herstöðvar og skipulagt árásir á hergagnaverksmiðjur og flutningaleiðir hergagna til Úkraínu. Þeir voru handteknir í Bæjarlandi í gær. Einn mannanna heitir Dieter S. og er 39 ára gamall maður af blönduðum rússneskum og þýskum uppruna. Hann er sagður hafa verið í samskiptum við útsendara frá Rússlandi frá því í október í fyrra og mun hann hafa samþykkt að gera árásir á hernaðarinnviði í Þýskalandi og hergagnaverksmiðjur, samkvæmt frétt Spiegel. Dieter S er sagður hafa barist fyrir aðskilnaðarsinna og Rússa í austurhluta Úkraínu frá 2014 til 2016, en sá hópur sem hann barðist með er skilgreindur sem hryðjuverkasamtök í Þýskalandi og hefur hann einnig verið sakaður um aðild að hryðjuverkasamtökum. Festnahmen u. a. wegen geheimdienstlicher Agententätigkeit und Mitgliedschaft in der ausländischen terroristischen Vereinigung Volksrepublik Donezk (VRD) , Pressemitteilung der #Bundesanwaltschaft vom 18.04.2024 https://t.co/bCFIPTa2Qe— Bundesanwaltschaft (@GBA_b_BGH) April 18, 2024 Hinn maðurinn heitir Alexander J. og er hann sakaður um að hafa aðstoðar Dieter S. frá því í síðasta mánuði. Dieter er sagður hafa skoðað mörg möguleg skotmörk, tekið myndir og myndbönd og sent myndefnið til útsendara í Rússlandi. Financial Times segir þann mann vera útsendara Leyniþjónustu rússneska hersins (GRU). Meðal staða sem þeir eru sagðir hafa skoðað eru herstöðvar þar sem úkraínskir hermenn fá þjálfun. Mennirnir eru sagðir hafa verið í samskiptum við rússneskan útsendara sem er sakaður um skipulagningu sprengjuárása og íkveikja. Þýski miðillinn DW segir að sendiherra Rússlands í Berlín hafi verið kallaður á teppið í dag vegna málsins. Þýskaland er einn stærsti bakhjarl Úkraínu og þá sérstaklega frá því Bandaríkjamenn hættu að senda hergögn til Úkraínu á síðasta ári. Ráðamenn í Þýskalandi hafa sagt að ríkið sé mikilvægt skotmark í augum Rússa, vegna þessarar hernaðaraðstoðar og vegna þess að Þjóðverjar hafa tekið algera U-beygju í samskiptum sínum við Rússa. Robert Habeck, aðstoðarkanslari Þýskalands, er staddur í Kænugarði þesssa dagana og fór hann á fund Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, í dag. Vizekanzler Robert #Habeck ist heute für einen Besuch in der #Ukraine eingetroffen. Er trifft dort u.a. Präsident #Selenskyj, zu politischen Gesprächen. pic.twitter.com/ZSvzRSorJF— Bundesministerium für Wirtschaft und Klimaschutz (@BMWK) April 18, 2024 Rússneskir njósnarar framhleypnir Útsendarar GRU hafa á undanförnum árum verið bendlaðir við umfangsmiklar njósnir í Evrópu, skemmdarverk og jafnvel banatilræði. Í frétt FT segir að umsvif rússneskra njósnara í Evrópu hafi aukist á undanförnum mánuðum og er haft eftir evrópskum embættismönnum að fregnirnar frá Þýskalandi bendi til þess að Rússar séu sérstaklega framhleypnir þessa dagana. Í Þýskalandi eru rússneskir njósnarar sagðir hafa reynt að grafa undan stuðningi almennings við hernaðaraðstoð handa Úkraínu með áróðursherferðum og tölvuárásum á stjórnmálaflokka. Ráðamenn í Þýskalandi segja að verið sé að gefa í varðandi gagnnjósnir þar í landi. Hins vegar er rétt um mánuður síðan háttsettur embættismaður í varnarmálaráðuneyti Þýskalands var handtekinn fyrir að senda háleynileg gögn til Rússlands. Þá var einn af leiðtogum næst vinsælasta flokks Þýskalands, AfD, sakaður um að taka við peningum frá rússneskum auðjöfri fyrir að dreifa áróðri frá Rússum í Þýskalandi.
Þýskaland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Ákærður fyrir að nota slagorð SS-sveitanna á fjöldafundi Réttarhöld hefjast í dag yfir einum af helstu leiðtogum þýska stjórnmálaflokksins Valkostir fyrir Þýskaland en hann hefur verið ákærður fyrir að nota eitt helsta slagorð nasista. 18. apríl 2024 07:56 Sirskí segir stöðuna hafa versnað töluvert Staða Úkraínumanna á víglínunni í Austur-Úkraínu hefur versnað töluvert á undanförnum dögum. Þetta segir Oleksandr Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, en hann segir Rússa hafa gefið töluvert í á undanförnum vikum. 13. apríl 2024 14:01 Táningar sakaðir um skipulagningu hryðjuverkaárása Lögregluþjónar í Þýskalandi hafa handtekið fjóra táninga, tvo drengi og tvær stúlkur, sem grunuð eru um undirbúning hryðjuverkaárása í nafni Íslamska ríkisins. Þrjú voru handtekinn í Norðurrín Vestfalíu og einn í Stuttgart. 12. apríl 2024 15:25 Niðurlæging fyrir þýsk stjórnvöld Olaf Scholz kanslari Þýskalands hefur heitið því að rannsakað verði til hlýtar hvernig upptökur af leynilegum fundum þýska hersins um Úkraínustríðið komust í dreifingu á rússneskum samfélagsmiðlum. 3. mars 2024 11:06 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira
Ákærður fyrir að nota slagorð SS-sveitanna á fjöldafundi Réttarhöld hefjast í dag yfir einum af helstu leiðtogum þýska stjórnmálaflokksins Valkostir fyrir Þýskaland en hann hefur verið ákærður fyrir að nota eitt helsta slagorð nasista. 18. apríl 2024 07:56
Sirskí segir stöðuna hafa versnað töluvert Staða Úkraínumanna á víglínunni í Austur-Úkraínu hefur versnað töluvert á undanförnum dögum. Þetta segir Oleksandr Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, en hann segir Rússa hafa gefið töluvert í á undanförnum vikum. 13. apríl 2024 14:01
Táningar sakaðir um skipulagningu hryðjuverkaárása Lögregluþjónar í Þýskalandi hafa handtekið fjóra táninga, tvo drengi og tvær stúlkur, sem grunuð eru um undirbúning hryðjuverkaárása í nafni Íslamska ríkisins. Þrjú voru handtekinn í Norðurrín Vestfalíu og einn í Stuttgart. 12. apríl 2024 15:25
Niðurlæging fyrir þýsk stjórnvöld Olaf Scholz kanslari Þýskalands hefur heitið því að rannsakað verði til hlýtar hvernig upptökur af leynilegum fundum þýska hersins um Úkraínustríðið komust í dreifingu á rússneskum samfélagsmiðlum. 3. mars 2024 11:06