Kýr ropa á 40 til 60 sekúndna fresti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. apríl 2024 20:05 Jóhannes Kristjánsson, kennari við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, sem stýrir tilrauninni í fjósinu með metanlosunina. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kýr losa mikið metan en til að vita nákvæmlega hvað það er mikið er tilraun í gangi í fjósinu á Hvanneyri þar sem metanlosun þeirra er mæld í sérstökum bás, á meðan þær éta fóður með sérstöku íblöndunarefni, sem á að minnka metanlosun þeirra. Og það sem meira er, kýr eru ropandi meira og minna allan daginn, eða á 40 til 60 sekúndna fresti. Það fer vel um kýrnar í fjósinu enda dekrað við þær alla daga á milli þess, sem þær fara í mjaltaþjóninn til að láta mjólka sig. Jóhannes Kristjánsson kennari við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri fer fyrir tilrauninni með metanlosunina, sem fer fram í sérstökum bás. „Þetta gerist þannig að þær koma í hann og eru verðlaunaðar með kjarnfóðri, fá sem sagt að éta fóður, sem þær eru æstar í. Þegar þær eru að éta fóður þá er allt mælt frá þeim, allt sem þær gefa frá sér, þar að segja koltvísýringur og metan en kýr eru að ropa á 40 til 60 sekúndna fresti, þannig að á stuttu tímabili er hægt að mæla hvað kemur frá þeim,” segir Jóhannes. Jóhannes segir að kýrnar mæti nokkrum sinnum á dag í básinn og þannig sé hægt að fá gott meðaltal á losun metans yfir sólarhringinn. Allar kýrnar í fjósinu fá nú fóður með íblöndunarefni, sem heitir Bovaer en efnið minnkar metanlosun frá vömb jórturdýra allt að tuttugu til þrjátíu prósent. Kýrnar eru æstar í að komast í tilraunabásinn enda vita þær að þá fá þær eitthvað mjög, mjög gott að éta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kýrnar eru æstar í fóðrið þegar dráttarvél fer í gegnum fjósið með heyið þeirra með íblöndunarefninu í. „Þarna eru tækifæri fyrir mjólkurframleiðendur og þá sem eru í nautgriparækt að minnka losun gróðurhúsalofttegunda á býsna einfaldan hátt og það er eitthvað, sem landbúnaðurinn hefur horft á og kröfur eru til,” segir Jóhannes. En er ekki svolítið skondið að nota kýr í þessu skyni? „Jú, jú en svona er þetta, þær losa mikið af metan greyin og þar er náttúrulega stór þáttur af þeirra kolefnisspori, það er metanlosunin og því gullið tækifæri að nýta það þá til minnkunar.” Jóhannes ásamt starfsfólki í fjósinu á Hvanneyri eða þeim Birni Inga Ólafssyni, fjósameistara, Gunnhildi Gísladóttur og Agli Gunnarssyni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Borgarbyggð Landbúnaður Dýr Kýr Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Það fer vel um kýrnar í fjósinu enda dekrað við þær alla daga á milli þess, sem þær fara í mjaltaþjóninn til að láta mjólka sig. Jóhannes Kristjánsson kennari við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri fer fyrir tilrauninni með metanlosunina, sem fer fram í sérstökum bás. „Þetta gerist þannig að þær koma í hann og eru verðlaunaðar með kjarnfóðri, fá sem sagt að éta fóður, sem þær eru æstar í. Þegar þær eru að éta fóður þá er allt mælt frá þeim, allt sem þær gefa frá sér, þar að segja koltvísýringur og metan en kýr eru að ropa á 40 til 60 sekúndna fresti, þannig að á stuttu tímabili er hægt að mæla hvað kemur frá þeim,” segir Jóhannes. Jóhannes segir að kýrnar mæti nokkrum sinnum á dag í básinn og þannig sé hægt að fá gott meðaltal á losun metans yfir sólarhringinn. Allar kýrnar í fjósinu fá nú fóður með íblöndunarefni, sem heitir Bovaer en efnið minnkar metanlosun frá vömb jórturdýra allt að tuttugu til þrjátíu prósent. Kýrnar eru æstar í að komast í tilraunabásinn enda vita þær að þá fá þær eitthvað mjög, mjög gott að éta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kýrnar eru æstar í fóðrið þegar dráttarvél fer í gegnum fjósið með heyið þeirra með íblöndunarefninu í. „Þarna eru tækifæri fyrir mjólkurframleiðendur og þá sem eru í nautgriparækt að minnka losun gróðurhúsalofttegunda á býsna einfaldan hátt og það er eitthvað, sem landbúnaðurinn hefur horft á og kröfur eru til,” segir Jóhannes. En er ekki svolítið skondið að nota kýr í þessu skyni? „Jú, jú en svona er þetta, þær losa mikið af metan greyin og þar er náttúrulega stór þáttur af þeirra kolefnisspori, það er metanlosunin og því gullið tækifæri að nýta það þá til minnkunar.” Jóhannes ásamt starfsfólki í fjósinu á Hvanneyri eða þeim Birni Inga Ólafssyni, fjósameistara, Gunnhildi Gísladóttur og Agli Gunnarssyni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Borgarbyggð Landbúnaður Dýr Kýr Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira