Nígeríusvindlarinn reyndist vera bróðir hans Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. apríl 2024 15:21 Líklega eru fáir eins góðir hrekkjalómar og bræðurnir Kolbeinn Karl og Magnús Már Kristinssynir. Kolbeinn Karl Kristinsson fékk tölvupóst klukkan tvö að nóttu og átti von á að fá Nígeríusvindlara inn á gafl til sín þar sem hann býr í Kaupmannahöfn hvað úr hverju að krefjast peninga. Í ljós kom að bróðir hans Magnús Már Kristinsson hafði tekist að blekkja hann svo vikum skipti þannig að Kolbeini var hætt að lítast á blikuna. „Ég hef aldrei verið jafn hræddur á ævi minni. Ég var bara í algjöru geðrofi, algjörri geðshræringu. Eftir þetta hef ég ekki svarað einum einasta Nígeríusvindlara,“ segir Kolbeinn hlæjandi í samtali við Vísi. Kolbeinn lýsti hrekk bróður síns í langri færslu á samfélagsmiðlinum X sem áður hét Twitter. 1/13 - Besti hrekkur allra tíma - þráðurÉg hef alltaf verið veikur fyrir því að svara nígeríusvindlurum. Eftir að ég hafði leikið bróður minn @megnusmar grátt með símahrekk sumarið áður fékk ég þennan tölvupóst í pósthólfið með tilboði sem ég gat ekki hafnað pic.twitter.com/TDK4VnWfmW— Kolbeinn Karl (@KolbeinnKarl) April 17, 2024 Kolbeinn var í námi í Danmörku og segist oft hafa leikið sér að því að svara Nígeríusvindlurum, þeim sem senda tölvupóst og lofa gulli og grænum skógi gegn vægri greiðslu. Þetta hafi bróðir hans vitað og séð sér leik á borði en Kolbeinn segist sennilega hafa átt þetta skilið, enda sjálfur gríðarlega hrekkjóttur. „Ég var alltaf að gera símaöt í honum og náði einu sinni að plata hann þegar hann var að vinna á verkfræðistofu þegar ég þóttist vera yfirmaður á annarri verkfræðistofu og endaði á að öskra á hann. Þá sagðist hann hafa verið með steininn í maganum.“ Kolbein segir Magnús ekki hafa sýnt mikla hrekkjalómatakta fyrr en nú. Hann hafi vitað sem var að Kolbeinn yrði auðveld bráð og myndi pottþétt svara hinum meinta Nígeríusvindlara. Hætt að litast á blikuna Kolbeinn rekur samskipti sín við bróður sinn í gegnum tölvupóst í færslunni á X. Þar segir hann að fyrsta óveðurskýið hafi hellst yfir hann þegar í ljós hafi komið að hinn meinti svindlari hafi leitað að honum á Facebook. Hann hafi látið sér það í léttu rúmi liggja og hvatt hann til að bæta sér við sem vini á Facebook. 2/13 - Ég var fljótur að svara kallinu með boð um aðstoð og hugsaði glaðlega til samtals @Jon_Gnarr gerði ódauðlegan pic.twitter.com/hP9mW651Yy— Kolbeinn Karl (@KolbeinnKarl) April 17, 2024 „Svo addaði hann mér bara á Facebook og þá varð þetta aðeins of raunverulegt fyrir mig,“ segir Kolbeinn hlæjandi. Hann segir að einhvern veginn hafi persóna bróður hans orðið Facebook vinur hans þrátt fyrir að hann hafi ekki samþykkt vinabeiðnina en bróðir hans var með lykilorðið. „Og ég var bara farinn að efast, hvort ég væri ekki alveg bara heill heilsu andlega, af því að ég fór svo og tók hann út og blokkaði hann en hann afblokkaðist og bættist aftur á vinalistann minn.“ 4/13 - Hvatti meira að segja til þess að við yrðum vinir á Facebook. Eitthvað sem ég átti síðar eftir að sjá eftir pic.twitter.com/BL3HFyWf6i— Kolbeinn Karl (@KolbeinnKarl) April 17, 2024 Geðshræring um miðja nóttu Þá næst var Kolbeini tilkynnt að kauði væri á leið til Kaupmannahafnar. Kolbeinn spurður hvort hann væri ekki jafnvel til í að hitta á hann á flugvellinum? Á þessum tímapunkti var Kolbeinn orðinn töluvert skelkaður og sagði hinum meinta svikahrappi að hann væri staddur á Íslandi. Hann sendi honum jafnframt skilaboð sem létu það líta út fyrir að tölvupósti hans hefði verið eytt. 10/13 - Til að tryggja að hann hefði ekki aftur samband reyndi ég í ákveðnu desperation að senda gervi auto-reply eins og að ég væri búinn að loka pósthólfinu, bróður mínum til mikillar skemmtunar. Ef ég hefði bara vitað það sem koma skyldi pic.twitter.com/Ml3Zz41sMu— Kolbeinn Karl (@KolbeinnKarl) April 17, 2024 „Á þessum tímapunkti kom upp algjör geðshræring þegar ljóst var að hann væri ekki bara að koma daginn eftir heldur vissi hann hvar ég byggi!“ segir Kolbeinn. Hann segir að þetta hafi verið um miðja nótt, um tvöleytið. „Ég mun aldrei gleyma þessu, ég öskraði bara í geðshræringu á konuna mína, jafnvel þegar hún sagði mér að þetta væri Magnús bróðir þá trúði ég henni ekki, hann sagðist ætla að mæta kvöldið eftir og það skipti engu máli, ég vildi ekki hugsa þetta, ég vildi bara komast út, ég vissi ekkert hvað ég ætlaði að gera, þetta var algjört geðshræringarástand.“ 11/13 - Á þessum tímapunkti kom upp algjör geðshræring þegar ljóst var að hann væri ekki bara að koma daginn eftir heldur vissi hann hvar ég byggi! Ég öskraði, vakti eiginkonuna í algjörri geðshræringu um miðja nótt og sagði að við yrðum að fara úr íbúðinni í snarhasti! pic.twitter.com/22b6y1emSc— Kolbeinn Karl (@KolbeinnKarl) April 17, 2024 Mun aldrei hrekkja neinn aftur Kolbeinn segir að bróðir hans hafi ætlað að taka hrekkinn enn lengra. „Hann var búinn að plana það að taka þetta alla leið. Hann ætlaði að koma heim til mín íbúðina og banka og banka og banka og segja: YOU OWE ME MONEY, ég er ekki viss um að ég hefði lifað það af.“ Kolbeinn segist léttur í bragði ekki geta hugsað sér að hrekkja neinn aftur. „Ég vil ekki að nokkur maður eigi neitt sökótt við mig!“ 13/13 - Planið hjá honum var að mæta heim til okkar og berja að dyrum með miklum látum og hótunum. Ef það hefði allt saman orðið að veruleika hefði ég líklega endanlega fengið hjartaáfall.Í dag svara ég ekki nígeríusvindlurum og er búinn að tóna niður hrekkina — Kolbeinn Karl (@KolbeinnKarl) April 17, 2024 Danmörk Íslendingar erlendis Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Sjá meira
„Ég hef aldrei verið jafn hræddur á ævi minni. Ég var bara í algjöru geðrofi, algjörri geðshræringu. Eftir þetta hef ég ekki svarað einum einasta Nígeríusvindlara,“ segir Kolbeinn hlæjandi í samtali við Vísi. Kolbeinn lýsti hrekk bróður síns í langri færslu á samfélagsmiðlinum X sem áður hét Twitter. 1/13 - Besti hrekkur allra tíma - þráðurÉg hef alltaf verið veikur fyrir því að svara nígeríusvindlurum. Eftir að ég hafði leikið bróður minn @megnusmar grátt með símahrekk sumarið áður fékk ég þennan tölvupóst í pósthólfið með tilboði sem ég gat ekki hafnað pic.twitter.com/TDK4VnWfmW— Kolbeinn Karl (@KolbeinnKarl) April 17, 2024 Kolbeinn var í námi í Danmörku og segist oft hafa leikið sér að því að svara Nígeríusvindlurum, þeim sem senda tölvupóst og lofa gulli og grænum skógi gegn vægri greiðslu. Þetta hafi bróðir hans vitað og séð sér leik á borði en Kolbeinn segist sennilega hafa átt þetta skilið, enda sjálfur gríðarlega hrekkjóttur. „Ég var alltaf að gera símaöt í honum og náði einu sinni að plata hann þegar hann var að vinna á verkfræðistofu þegar ég þóttist vera yfirmaður á annarri verkfræðistofu og endaði á að öskra á hann. Þá sagðist hann hafa verið með steininn í maganum.“ Kolbein segir Magnús ekki hafa sýnt mikla hrekkjalómatakta fyrr en nú. Hann hafi vitað sem var að Kolbeinn yrði auðveld bráð og myndi pottþétt svara hinum meinta Nígeríusvindlara. Hætt að litast á blikuna Kolbeinn rekur samskipti sín við bróður sinn í gegnum tölvupóst í færslunni á X. Þar segir hann að fyrsta óveðurskýið hafi hellst yfir hann þegar í ljós hafi komið að hinn meinti svindlari hafi leitað að honum á Facebook. Hann hafi látið sér það í léttu rúmi liggja og hvatt hann til að bæta sér við sem vini á Facebook. 2/13 - Ég var fljótur að svara kallinu með boð um aðstoð og hugsaði glaðlega til samtals @Jon_Gnarr gerði ódauðlegan pic.twitter.com/hP9mW651Yy— Kolbeinn Karl (@KolbeinnKarl) April 17, 2024 „Svo addaði hann mér bara á Facebook og þá varð þetta aðeins of raunverulegt fyrir mig,“ segir Kolbeinn hlæjandi. Hann segir að einhvern veginn hafi persóna bróður hans orðið Facebook vinur hans þrátt fyrir að hann hafi ekki samþykkt vinabeiðnina en bróðir hans var með lykilorðið. „Og ég var bara farinn að efast, hvort ég væri ekki alveg bara heill heilsu andlega, af því að ég fór svo og tók hann út og blokkaði hann en hann afblokkaðist og bættist aftur á vinalistann minn.“ 4/13 - Hvatti meira að segja til þess að við yrðum vinir á Facebook. Eitthvað sem ég átti síðar eftir að sjá eftir pic.twitter.com/BL3HFyWf6i— Kolbeinn Karl (@KolbeinnKarl) April 17, 2024 Geðshræring um miðja nóttu Þá næst var Kolbeini tilkynnt að kauði væri á leið til Kaupmannahafnar. Kolbeinn spurður hvort hann væri ekki jafnvel til í að hitta á hann á flugvellinum? Á þessum tímapunkti var Kolbeinn orðinn töluvert skelkaður og sagði hinum meinta svikahrappi að hann væri staddur á Íslandi. Hann sendi honum jafnframt skilaboð sem létu það líta út fyrir að tölvupósti hans hefði verið eytt. 10/13 - Til að tryggja að hann hefði ekki aftur samband reyndi ég í ákveðnu desperation að senda gervi auto-reply eins og að ég væri búinn að loka pósthólfinu, bróður mínum til mikillar skemmtunar. Ef ég hefði bara vitað það sem koma skyldi pic.twitter.com/Ml3Zz41sMu— Kolbeinn Karl (@KolbeinnKarl) April 17, 2024 „Á þessum tímapunkti kom upp algjör geðshræring þegar ljóst var að hann væri ekki bara að koma daginn eftir heldur vissi hann hvar ég byggi!“ segir Kolbeinn. Hann segir að þetta hafi verið um miðja nótt, um tvöleytið. „Ég mun aldrei gleyma þessu, ég öskraði bara í geðshræringu á konuna mína, jafnvel þegar hún sagði mér að þetta væri Magnús bróðir þá trúði ég henni ekki, hann sagðist ætla að mæta kvöldið eftir og það skipti engu máli, ég vildi ekki hugsa þetta, ég vildi bara komast út, ég vissi ekkert hvað ég ætlaði að gera, þetta var algjört geðshræringarástand.“ 11/13 - Á þessum tímapunkti kom upp algjör geðshræring þegar ljóst var að hann væri ekki bara að koma daginn eftir heldur vissi hann hvar ég byggi! Ég öskraði, vakti eiginkonuna í algjörri geðshræringu um miðja nótt og sagði að við yrðum að fara úr íbúðinni í snarhasti! pic.twitter.com/22b6y1emSc— Kolbeinn Karl (@KolbeinnKarl) April 17, 2024 Mun aldrei hrekkja neinn aftur Kolbeinn segir að bróðir hans hafi ætlað að taka hrekkinn enn lengra. „Hann var búinn að plana það að taka þetta alla leið. Hann ætlaði að koma heim til mín íbúðina og banka og banka og banka og segja: YOU OWE ME MONEY, ég er ekki viss um að ég hefði lifað það af.“ Kolbeinn segist léttur í bragði ekki geta hugsað sér að hrekkja neinn aftur. „Ég vil ekki að nokkur maður eigi neitt sökótt við mig!“ 13/13 - Planið hjá honum var að mæta heim til okkar og berja að dyrum með miklum látum og hótunum. Ef það hefði allt saman orðið að veruleika hefði ég líklega endanlega fengið hjartaáfall.Í dag svara ég ekki nígeríusvindlurum og er búinn að tóna niður hrekkina — Kolbeinn Karl (@KolbeinnKarl) April 17, 2024
Danmörk Íslendingar erlendis Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Sjá meira