Braust inn í tölvu með lítilli fyrirhöfn og óvæntum afleiðingum Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. apríl 2024 10:23 David Jakoby sænskur hakkari (t.v.) fær aðstoð fréttamanns við tölvuinnbrot. Innslagið er að finna í spilaranum neðar í fréttinni. Skjáskot Hver sem er getur orðið hakkari með hjálp gervigreindar, að sögn heimsfrægs hakkara sem nýlega var staddur hér á landi. Við mæltum okkur mót við hann og fylgdumst með tölvuinnbroti í rauntíma. Svíinn David Jakoby á að baki næstum þrjátíu ára feril sem hakkari. Hann segir hraða þróun einkenna bransann og nýjar ógnir steðja stöðugt að. „Gervigreind mun veita öllum sem ekki eru hakkarar möguleikann á því að verða hakkarar, af því að með henni hefurðu óheftan aðgang að öllum þeim upplýsingum sem til eru,“ segir David. Hann nefnir dæmi; hakkari beinir spjótum sínum að stórfyrirtæki sem framleiðir vörur í tugþúsundatali. Eðlilegt sé að draga þá ályktun að fyrirtækið noti nafn á einhverri vörunni sem lykilorð. „Þá er hægt að biðja gervigreindina að færa manni öll vöruheiti þessa tiltekna fyrirtækis og hún gefur manni einfaldlega lista. Þú þarft ekki að leita að neinu sjálfur.“ En stærsta áskorunin nú sé þó ekki gervigreindin heldur manneskjan, notandinn sjálfur, sem geri sér alltof litla grein fyrir eigin ábyrgð þegar kemur að netöryggi. Og David, heimsklassahakkarinn, ráðleggur okkur leikmönnum eftirfarandi: „Ekki nota sama lykilorðið alls staðar! Í alvörunni, ekki gera það!“ Þá beri einnig að varast öll ókunnug tæki og tól - eins og David sýnir okkur í fréttinni hér fyrir ofan. Hann dregur fram hefðbundna iPhone-snúru... Eða hvað? David tengir snúruna við tölvu og réttir svo fréttamanni síma. Sérstök athygli er vakin á því að snúran snertir aldrei símann. Afleiðingar tölvuinnbrotsins og varnaðarorð Davids í kjölfarið eru sýnd í frétt Stöðvar 2 hér fyrir ofan, eins og áður segir. Netöryggi Gervigreind Netglæpir Tækni Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjá meira
Svíinn David Jakoby á að baki næstum þrjátíu ára feril sem hakkari. Hann segir hraða þróun einkenna bransann og nýjar ógnir steðja stöðugt að. „Gervigreind mun veita öllum sem ekki eru hakkarar möguleikann á því að verða hakkarar, af því að með henni hefurðu óheftan aðgang að öllum þeim upplýsingum sem til eru,“ segir David. Hann nefnir dæmi; hakkari beinir spjótum sínum að stórfyrirtæki sem framleiðir vörur í tugþúsundatali. Eðlilegt sé að draga þá ályktun að fyrirtækið noti nafn á einhverri vörunni sem lykilorð. „Þá er hægt að biðja gervigreindina að færa manni öll vöruheiti þessa tiltekna fyrirtækis og hún gefur manni einfaldlega lista. Þú þarft ekki að leita að neinu sjálfur.“ En stærsta áskorunin nú sé þó ekki gervigreindin heldur manneskjan, notandinn sjálfur, sem geri sér alltof litla grein fyrir eigin ábyrgð þegar kemur að netöryggi. Og David, heimsklassahakkarinn, ráðleggur okkur leikmönnum eftirfarandi: „Ekki nota sama lykilorðið alls staðar! Í alvörunni, ekki gera það!“ Þá beri einnig að varast öll ókunnug tæki og tól - eins og David sýnir okkur í fréttinni hér fyrir ofan. Hann dregur fram hefðbundna iPhone-snúru... Eða hvað? David tengir snúruna við tölvu og réttir svo fréttamanni síma. Sérstök athygli er vakin á því að snúran snertir aldrei símann. Afleiðingar tölvuinnbrotsins og varnaðarorð Davids í kjölfarið eru sýnd í frétt Stöðvar 2 hér fyrir ofan, eins og áður segir.
Netöryggi Gervigreind Netglæpir Tækni Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjá meira