Ásdís á „innan við hundrað“ undirskriftir eftir Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. apríl 2024 10:49 Frambjóðendur sem ekki hafa náð lágmarksfjölda undirskrifta hafa til föstudags til þess. Undirskriftasöfnun forsetaframbjóðendanna Helgu Þórisdóttur og Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur virðist ganga vel en þær segjast báðar vera á lokametrunum í söfnuninni. Sigríður Hrund Pétursdóttir kveðst ekki ætla að kíkja á stöðu söfnunar sinnar fyrr en á morgun. Í samtali við fréttastofu segist Sigríður Hrund Pétursdóttir hafa haft öðrum hnöppum að hneppa um helgina en að kíkja á stöðu undirskriftanna sinna. Vinnupallar ehf, fyrirtæki Sigríðar, er með bás á hátíðinni Verk og vit sem stendur yfir í Laugardalshöll um helgina og hefur helgin hennar farið alfarið í það. Hún staðfestir þó að söfnuninni sé ekki lokið. Helga Þórisdóttir segir undirskriftasöfnunina ganga rosalega vel. „Það hrúgast inn fólk,“ segir hún í samtali við Vísi. Þá segist hún ekki hafa náð að fylgjast með nýjustu tölum um helgina vegna þess að kosningastjóri hennar, Tryggvi Rafnsson, hafi haldið á landsfund Samfylkingarinnar. „Við erum á algjörum lokametrum,“ segir Helga. Ásdís Rán Gunnarsdóttir er á sama máli. „Ég býst fastlega við því að ég klári á morgun eða hinn. Ég á ennþá eftir að safna innan við hundrað undirskriftum,“ segir Ásdís í samtali við Vísi. Samkvæmt heimildum fréttastofu á Eiríkur Ingi Jóhannsson heldur ekki svo langt í land en ekki náðist í hann við gerð fréttarinnar. Alls hafa átta forsetaefni náð lágmarksfjölda undirskrifta: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Baldur Þórhallsson, Jón Gnarr, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir, Arnar Þór Jónsson og Ástþór Magnússon. Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Svona var Pallborðið með Baldri, Höllu Hrund og Jóni Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor, Jón Gnarr listamaður og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri verða gestir Pallborðsins í dag, þar sem til umræðu verða niðurstöður skoðanakannana og fyrstu vikur kosningabaráttunnar. Þátturinn er í beinni útsendingu og lifandi textalýsingu. 19. apríl 2024 11:10 Átta forsetaefni klár með listana Erfiðara hefur reynst en margur vildi ætla að safna undirskriftum en farið var að ræða stjórnarskrárbreytingar af því tilefni. Það er bara alls ekki eins einfalt og ætla mætti. En eftir því sem Vísir kemst næst eru átta forsetaefni komin með tilskildar undirskriftir. 19. apríl 2024 13:20 Helga ekki tilbúin að henda inn handklæðinu Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi kallar eftir stuðningi landsmanna. Helga segist jarðtengd, hún viti að vonin sé ekki mikil en hún er ekki tilbúin að henda inn handklæðinu alveg strax. 19. apríl 2024 09:58 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segist Sigríður Hrund Pétursdóttir hafa haft öðrum hnöppum að hneppa um helgina en að kíkja á stöðu undirskriftanna sinna. Vinnupallar ehf, fyrirtæki Sigríðar, er með bás á hátíðinni Verk og vit sem stendur yfir í Laugardalshöll um helgina og hefur helgin hennar farið alfarið í það. Hún staðfestir þó að söfnuninni sé ekki lokið. Helga Þórisdóttir segir undirskriftasöfnunina ganga rosalega vel. „Það hrúgast inn fólk,“ segir hún í samtali við Vísi. Þá segist hún ekki hafa náð að fylgjast með nýjustu tölum um helgina vegna þess að kosningastjóri hennar, Tryggvi Rafnsson, hafi haldið á landsfund Samfylkingarinnar. „Við erum á algjörum lokametrum,“ segir Helga. Ásdís Rán Gunnarsdóttir er á sama máli. „Ég býst fastlega við því að ég klári á morgun eða hinn. Ég á ennþá eftir að safna innan við hundrað undirskriftum,“ segir Ásdís í samtali við Vísi. Samkvæmt heimildum fréttastofu á Eiríkur Ingi Jóhannsson heldur ekki svo langt í land en ekki náðist í hann við gerð fréttarinnar. Alls hafa átta forsetaefni náð lágmarksfjölda undirskrifta: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Baldur Þórhallsson, Jón Gnarr, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir, Arnar Þór Jónsson og Ástþór Magnússon.
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Svona var Pallborðið með Baldri, Höllu Hrund og Jóni Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor, Jón Gnarr listamaður og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri verða gestir Pallborðsins í dag, þar sem til umræðu verða niðurstöður skoðanakannana og fyrstu vikur kosningabaráttunnar. Þátturinn er í beinni útsendingu og lifandi textalýsingu. 19. apríl 2024 11:10 Átta forsetaefni klár með listana Erfiðara hefur reynst en margur vildi ætla að safna undirskriftum en farið var að ræða stjórnarskrárbreytingar af því tilefni. Það er bara alls ekki eins einfalt og ætla mætti. En eftir því sem Vísir kemst næst eru átta forsetaefni komin með tilskildar undirskriftir. 19. apríl 2024 13:20 Helga ekki tilbúin að henda inn handklæðinu Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi kallar eftir stuðningi landsmanna. Helga segist jarðtengd, hún viti að vonin sé ekki mikil en hún er ekki tilbúin að henda inn handklæðinu alveg strax. 19. apríl 2024 09:58 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira
Svona var Pallborðið með Baldri, Höllu Hrund og Jóni Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor, Jón Gnarr listamaður og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri verða gestir Pallborðsins í dag, þar sem til umræðu verða niðurstöður skoðanakannana og fyrstu vikur kosningabaráttunnar. Þátturinn er í beinni útsendingu og lifandi textalýsingu. 19. apríl 2024 11:10
Átta forsetaefni klár með listana Erfiðara hefur reynst en margur vildi ætla að safna undirskriftum en farið var að ræða stjórnarskrárbreytingar af því tilefni. Það er bara alls ekki eins einfalt og ætla mætti. En eftir því sem Vísir kemst næst eru átta forsetaefni komin með tilskildar undirskriftir. 19. apríl 2024 13:20
Helga ekki tilbúin að henda inn handklæðinu Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi kallar eftir stuðningi landsmanna. Helga segist jarðtengd, hún viti að vonin sé ekki mikil en hún er ekki tilbúin að henda inn handklæðinu alveg strax. 19. apríl 2024 09:58