Þetta kemur fram í fréttatilkynningu, en Sigurður Ingi hefur verið formaður frá árinu 2016.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir var endurkjörin varaformaður Framsóknar með tæplega 90 prósent greiddra atkvæða. Lilja Dögg hefur verið varaformaður frá árinu 2016.
Ásmundur Einar Daðason var endurkjörinn ritari Framsóknar með rúmlega 95 prósent atkvæða. Hann hefur verið ritari Framsóknar frá árinu 2022, þegar hann tók við af Jóni Birni Hákonarsyni, fyrrverandi bæjarstjóra Fjarðarbyggðar.