Ríki heims verja metupphæðum til hermála Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. apríl 2024 07:14 Útgjöld Ísraelsmanna jukust um 24 prósent, aðallega vegna stríðsins við Hamas. AP/Ohad Zwigenberg Þjóðir heims hafa aldrei varið meiri fjármunum til her- og varnarmála en útgjöldin á heimsvísu eru nú talin nema um 2.440 milljörðum Bandaríkjadollara. Útgjöldin jukust um 6,8 prósent milli áranna 2022 og 2023. Þetta segir í nýrri skýrslu Stockholm International Peace Research Institute (Sipri) en þetta mun vera í fyrsta sinn sem útgjöld aukast á öllum svæðum; í Afríku, Asíu og Eyjaálfu, Evrópu, Norður- og Suður-Ameríku og Mið-Austurlöndum. Nan Tian, sérfræðingur hjá Sipri, segir hina fordæmalausu aukningu mega rekja til aukins óstöðugleika, sem hefur grafið undan friði og öryggi. Ríki heims séu nú að forgangsraða hermálum en hætta sé á að það leiði til vítahrings. Bandaríkin og Kína verja langmestum fjármunum til hermála og af heildarupphæðinni má rekja 37 prósent til Bandaríkjanna og 12 prósent til Kína. Bandaríkin juku útgjöld sín til hermála um 2,3 prósent og Kínverjar um 6 prósent. Þá jukust útgjöld Bandaríkjanna til rannsókna, þróunar og tilrauna um 9,4 prósent en Bandaríkjamenn eru sagðir hafa lagt sérstaka áherslu á að standa fremst þegar kemur að tæknilegri framþróun. Rússland, Indland, Sádi Arabía og Bretland fylgja á hæla Bandaríkjanna og Kína. Útgjöld Rússa vegna hernmála jukust um 24 prósent milli 2022 og 2023 og hafa aukist um 57 prósent frá 2014, þegar Rússar innlimuðu Krímskaga. Rússar verja nú 16 prósent af heildarútgjöldum sínum til hermála, eða 5,9 prósent af landsframleiðslunni. Um er að ræða mestu hernaðarútgjöld ríkisins frá falli Sovétríkjanna. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Hernaður Öryggis- og varnarmál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Þetta segir í nýrri skýrslu Stockholm International Peace Research Institute (Sipri) en þetta mun vera í fyrsta sinn sem útgjöld aukast á öllum svæðum; í Afríku, Asíu og Eyjaálfu, Evrópu, Norður- og Suður-Ameríku og Mið-Austurlöndum. Nan Tian, sérfræðingur hjá Sipri, segir hina fordæmalausu aukningu mega rekja til aukins óstöðugleika, sem hefur grafið undan friði og öryggi. Ríki heims séu nú að forgangsraða hermálum en hætta sé á að það leiði til vítahrings. Bandaríkin og Kína verja langmestum fjármunum til hermála og af heildarupphæðinni má rekja 37 prósent til Bandaríkjanna og 12 prósent til Kína. Bandaríkin juku útgjöld sín til hermála um 2,3 prósent og Kínverjar um 6 prósent. Þá jukust útgjöld Bandaríkjanna til rannsókna, þróunar og tilrauna um 9,4 prósent en Bandaríkjamenn eru sagðir hafa lagt sérstaka áherslu á að standa fremst þegar kemur að tæknilegri framþróun. Rússland, Indland, Sádi Arabía og Bretland fylgja á hæla Bandaríkjanna og Kína. Útgjöld Rússa vegna hernmála jukust um 24 prósent milli 2022 og 2023 og hafa aukist um 57 prósent frá 2014, þegar Rússar innlimuðu Krímskaga. Rússar verja nú 16 prósent af heildarútgjöldum sínum til hermála, eða 5,9 prósent af landsframleiðslunni. Um er að ræða mestu hernaðarútgjöld ríkisins frá falli Sovétríkjanna. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Hernaður Öryggis- og varnarmál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira