Öryrkjar auglýsi eftir harðorðum mótmælum! Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 22. apríl 2024 12:00 Eiga öryrkjar borga fyrir kjarasamninga? Skammastu þín Sigurður Ingi Jóhannsson! Hvar eru harðorð mótmæli verkalýðsfélaganna núna? Erum við „breiðu bökin“? VIÐ beygðu og brotnu hlekkirnir sem eigum vart til hnífs og skeiðar, VIÐ sem mörg hver búum við sárafátækt, VIÐ sem erum búin að slíta okkur út í erfiðisvinnu langt fyrir aldur fram........ Ég er fædd 1966 og byrjaði að vinna fullan vinnudag 14 ára, oftast erfiðisvinnu og langa vinnudaga, aldrei neitaði maður aukavinnu né hlífði sér við erfiðisvinnu, vann oftast við bónuskerfi svo aldrei var slegið af. Í Bæjarútgerð Reykjavíkur í kringum 1980 unnum við stundum frá 6 að morgni fram á 22 á kvöldin, þá leit vikan út svona þegar mest var að gera. Mætt á mánudegi klukkan 6 unnið til 22, þriðjudag til fimmtudags mætt 8 og unnið til 22, föstudag mætt 8 unnið til 16, ball um kvöldið, laugardag mætt 6 unnið til 16, ball um kvöldið, svo aftur næstu vikur. Kannski ekki skrítið að maður hafi verið búinn líkamlega um þrítugt og eftir langa baráttu við kerfið komin á aumingjabætur. Við börðumst með Gvendi Jaka, fórum í verkföll, börðumst fyrir betri kjörum fyrir komandi kynslóðir. Ég gladdist þegar Sólveig Anna og Ragnar Þór fóru að hafa hátt og rugga bátnum, loksins var komið fólk sem var tilbúið að berjast fyrir okkur láglaunafólkið, rífa verkalýðsbaráttunna í gang eftir margra ára stöðnun. En hvar eruð þið núna þegar við veikustu hlekkirnir þörfnumst ykkar? Ekki nóg með að verkalýðsfélögin séu hætt að taka mál öryrkja með þegar gerðir eru kjarasamningar heldur eigum við að borga kjarabætur verkafólks, af hverju er enginn að mótmæla? Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar Viðhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins Eiður Stefánsson, formaður samninganefndar Landssambands íslenzkra verzlunarmanna Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar – sambands iðnfélaga og Ragnar Þór Ingólfsson formaður stéttarfélagsins VR Hvar eruð þið? ætlið þið bara að láta þetta gerast hávaða laust? Ekki getum við öryrkjar farið í verkföll né samið um neitt. Við erum með mun minna á mánuði en lægstu textar fyrir síðustu kjarasamninga, þið fáið góða hækkun en við erum skilin eftir og eigum að borga brúsan og engin mótmælir! Höfundur er öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2023-24 Félagsmál Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eiga öryrkjar borga fyrir kjarasamninga? Skammastu þín Sigurður Ingi Jóhannsson! Hvar eru harðorð mótmæli verkalýðsfélaganna núna? Erum við „breiðu bökin“? VIÐ beygðu og brotnu hlekkirnir sem eigum vart til hnífs og skeiðar, VIÐ sem mörg hver búum við sárafátækt, VIÐ sem erum búin að slíta okkur út í erfiðisvinnu langt fyrir aldur fram........ Ég er fædd 1966 og byrjaði að vinna fullan vinnudag 14 ára, oftast erfiðisvinnu og langa vinnudaga, aldrei neitaði maður aukavinnu né hlífði sér við erfiðisvinnu, vann oftast við bónuskerfi svo aldrei var slegið af. Í Bæjarútgerð Reykjavíkur í kringum 1980 unnum við stundum frá 6 að morgni fram á 22 á kvöldin, þá leit vikan út svona þegar mest var að gera. Mætt á mánudegi klukkan 6 unnið til 22, þriðjudag til fimmtudags mætt 8 og unnið til 22, föstudag mætt 8 unnið til 16, ball um kvöldið, laugardag mætt 6 unnið til 16, ball um kvöldið, svo aftur næstu vikur. Kannski ekki skrítið að maður hafi verið búinn líkamlega um þrítugt og eftir langa baráttu við kerfið komin á aumingjabætur. Við börðumst með Gvendi Jaka, fórum í verkföll, börðumst fyrir betri kjörum fyrir komandi kynslóðir. Ég gladdist þegar Sólveig Anna og Ragnar Þór fóru að hafa hátt og rugga bátnum, loksins var komið fólk sem var tilbúið að berjast fyrir okkur láglaunafólkið, rífa verkalýðsbaráttunna í gang eftir margra ára stöðnun. En hvar eruð þið núna þegar við veikustu hlekkirnir þörfnumst ykkar? Ekki nóg með að verkalýðsfélögin séu hætt að taka mál öryrkja með þegar gerðir eru kjarasamningar heldur eigum við að borga kjarabætur verkafólks, af hverju er enginn að mótmæla? Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar Viðhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins Eiður Stefánsson, formaður samninganefndar Landssambands íslenzkra verzlunarmanna Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar – sambands iðnfélaga og Ragnar Þór Ingólfsson formaður stéttarfélagsins VR Hvar eruð þið? ætlið þið bara að láta þetta gerast hávaða laust? Ekki getum við öryrkjar farið í verkföll né samið um neitt. Við erum með mun minna á mánuði en lægstu textar fyrir síðustu kjarasamninga, þið fáið góða hækkun en við erum skilin eftir og eigum að borga brúsan og engin mótmælir! Höfundur er öryrki.
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar