Þjófnaðurinn áfall fyrir reynslumikla öryggisverði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. apríl 2024 14:26 Sendiferðabíll frá Öryggismiðstöðinni áþekkur þeim sem brotist var inn í á nokkrum sekúndum í Hamraborginni þann 25. mars. Vísir/Arnar Sjö mínútur liðu frá því þjófarnir í Hamraborg brunuðu í burtu með sjö peningatöskur og þar til upp komst um þjófnaðinn. Þjófavarnakerfi í bíl Öryggismiðstöðvarinnar fór ekki í gang og engin melding barst fyrirtækinu um þjófnaðinn. Það var ekki fyrr en öryggisverðirnir komu að bílnum að upp komst um glæpinn. Þeir eru reynslumiklir og í áfalli að sögn framkvæmdastjóra. Fjórar vikur sléttar eru í dag liðnar frá því að tveir grímuklæddir karlmenn bökkuðu bíl sínum upp að litlum sendiferðabíl Öryggismiðstöðvarinnar sem stóð fyrir utan veitingastaðinn Catalinu í Hamraborg í Kópavogi. Í skotti sendiferðabílsins voru sjö peningatöskur; Fimm tómar en tvær með tuttugu til þrjátíu milljónir króna úr spilakössum Videomarkaðarins handan götunnar. Á rúmum þrjátíu sekúndum brutu þjófarnir rúðu á skotti bílsins, opnuðu hann, tóku töskurnar sjö og brunuðu í burtu. Reyndar voru þjófarnir að flýta sér svo mikið að samkvæmt heimildum Vísis urðu þeir af nokkrum milljónum króna. Þannig var poki í skotti bílsins með milljónir króna úr hraðbanka sem þjófarnir tóku ekki með sér. Peningarnir voru í eigu Happdrætti Háskóla Íslands og tryggðir. Enginn varð því fyrir neinu beinu tjóni ef frá er talið viðkomandi tryggingafélag. Þá er óvíst hvort þjófarnir geti nýtt sér peningana. Vísbendingar eru um að litasprengjur hafi sprungið í annarri peningatöskunni. Hin peningataskan er ófundin. Myndbirting af þjófunum akandi í bíl hafa ekki dugað til að bera kennsl á þá. Það bendir til þess að þjófarnir séu ekki tengdir íslensku samfélagi. Öryggismiðstöðin hefur hafnað endurteknum beiðnum fréttastofu um viðtal vegna málsins. Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri mannaðra lausna, segir fyrirtækið gjarnan vilja varpa ljósi á þjófnaðinn en geti ekki veitt neinar frekari upplýsingar á þessu stigi meðan málið er í rannsókn hjá lögreglu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ekki sett neina kröfu á Öryggismiðstöðina að tjá sig ekki um málið. „Í flutningi á verðmætum er forgangsmál að tryggja hagsmuni viðskiptavina og öryggi starfsmanna. Þeir öryggisverðir okkar sem veljast til starfans eru reyndustu menn fyrirtækisins og hafa gengið í gegnum mikla þjálfun. Þessi atburður var áfall fyrir þá sem voru að störfum þegar atvikið átti sér stað en við erum þakklát að enginn slasaðist,“ segir Ómar í tölvupósti til fréttastofu þar sem hann hafnar viðtalsbeiðni. Ómar sagði í tölvupósti til Mbl.is tveimur dögum eftir þjófnaðinn of snemmt að segja til um hvort uppfæra þyrfti verkferla hjá Öryggismiðstöðinni. „Við tökum þetta mál sannarlega mjög alvarlega og höfum hert enn frekar á öryggisreglum í fjármagnsflutningum. Atvik sem þetta lýsir breyttum heimi þar sem við þurfum að glíma við aukna glæpastarfsemi sem ógnar öryggi fólks og fyrirtækja,“ sagði Ómar í tölvupósti til Vísis fyrir helgi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Öryggismiðstöðin fjölgað í því teymi sem tæmir spilakassa á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal hjá Videomarkaðnum í Hamraborg. Þar eru tæplega hundrað spilakassar í rekstri en staðurinn hefur leyfi fyrir 49 manns. Sjö af síðustu átta gullpottum hafa unnist hjá Videomarkaðnum sem nýtur mikilla vinsælda hjá spilafíklum. „Varðandi upplýsingar um stöðu málsins vísum við á lögreglu. Við munum vilja tjá okkur um heildarmynd þessa máls þegar rannsókn er lokið en með því að veita upplýsingar um einstök atriði nú þá gætum við stefnt rannsókninni í hættu.“ Ómögulegt er að segja hvenær rannsókn málsins lýkur. Lögregla vinnur úr vísbendingum og stefnir á að leysa málið. Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson rannsóknarlögreglumaður tjáði fréttastofu fyrir helgi að hann væri að eðlisfari bjartsýnn maður og lögregla ynni hörðum höndum að því að hafa hendur í hári þjófanna. Lögreglumál Peningum stolið í Hamraborg Kópavogur Tengdar fréttir Taska stútfull af milljónum króna enn ófundin Ein af töskunum sjö sem þjófarnir í Hamraborg höfðu á brott með sér úr sendiferðabíl Öryggismiðstöðvarinnar fyrir tæpum fjórum vikum er ófundin. Sú var stúfull af peningum. 19. apríl 2024 11:45 Þjófarnir leika lausum hala Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á því hverjir stálu á milli tuttugu til þrjátíu milljónum króna í formi spilakassapeninga í fórum starfsfólks Öryggismiðstöðvarinnar hefur ekki leitt til handtöku. Þjófarnir leika enn lausum hala. 8. apríl 2024 12:11 Enginn handtekinn enn og lögregla þögul sem gröfin Enginn hefur enn verið handtekinn í tengslum við ránið í Hamraborg á mánudag síðustu viku. Lögregla segir rannsókn málsins í gangi en heldur spilunum annars þétt að sér. 2. apríl 2024 10:32 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Fjórar vikur sléttar eru í dag liðnar frá því að tveir grímuklæddir karlmenn bökkuðu bíl sínum upp að litlum sendiferðabíl Öryggismiðstöðvarinnar sem stóð fyrir utan veitingastaðinn Catalinu í Hamraborg í Kópavogi. Í skotti sendiferðabílsins voru sjö peningatöskur; Fimm tómar en tvær með tuttugu til þrjátíu milljónir króna úr spilakössum Videomarkaðarins handan götunnar. Á rúmum þrjátíu sekúndum brutu þjófarnir rúðu á skotti bílsins, opnuðu hann, tóku töskurnar sjö og brunuðu í burtu. Reyndar voru þjófarnir að flýta sér svo mikið að samkvæmt heimildum Vísis urðu þeir af nokkrum milljónum króna. Þannig var poki í skotti bílsins með milljónir króna úr hraðbanka sem þjófarnir tóku ekki með sér. Peningarnir voru í eigu Happdrætti Háskóla Íslands og tryggðir. Enginn varð því fyrir neinu beinu tjóni ef frá er talið viðkomandi tryggingafélag. Þá er óvíst hvort þjófarnir geti nýtt sér peningana. Vísbendingar eru um að litasprengjur hafi sprungið í annarri peningatöskunni. Hin peningataskan er ófundin. Myndbirting af þjófunum akandi í bíl hafa ekki dugað til að bera kennsl á þá. Það bendir til þess að þjófarnir séu ekki tengdir íslensku samfélagi. Öryggismiðstöðin hefur hafnað endurteknum beiðnum fréttastofu um viðtal vegna málsins. Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri mannaðra lausna, segir fyrirtækið gjarnan vilja varpa ljósi á þjófnaðinn en geti ekki veitt neinar frekari upplýsingar á þessu stigi meðan málið er í rannsókn hjá lögreglu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ekki sett neina kröfu á Öryggismiðstöðina að tjá sig ekki um málið. „Í flutningi á verðmætum er forgangsmál að tryggja hagsmuni viðskiptavina og öryggi starfsmanna. Þeir öryggisverðir okkar sem veljast til starfans eru reyndustu menn fyrirtækisins og hafa gengið í gegnum mikla þjálfun. Þessi atburður var áfall fyrir þá sem voru að störfum þegar atvikið átti sér stað en við erum þakklát að enginn slasaðist,“ segir Ómar í tölvupósti til fréttastofu þar sem hann hafnar viðtalsbeiðni. Ómar sagði í tölvupósti til Mbl.is tveimur dögum eftir þjófnaðinn of snemmt að segja til um hvort uppfæra þyrfti verkferla hjá Öryggismiðstöðinni. „Við tökum þetta mál sannarlega mjög alvarlega og höfum hert enn frekar á öryggisreglum í fjármagnsflutningum. Atvik sem þetta lýsir breyttum heimi þar sem við þurfum að glíma við aukna glæpastarfsemi sem ógnar öryggi fólks og fyrirtækja,“ sagði Ómar í tölvupósti til Vísis fyrir helgi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Öryggismiðstöðin fjölgað í því teymi sem tæmir spilakassa á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal hjá Videomarkaðnum í Hamraborg. Þar eru tæplega hundrað spilakassar í rekstri en staðurinn hefur leyfi fyrir 49 manns. Sjö af síðustu átta gullpottum hafa unnist hjá Videomarkaðnum sem nýtur mikilla vinsælda hjá spilafíklum. „Varðandi upplýsingar um stöðu málsins vísum við á lögreglu. Við munum vilja tjá okkur um heildarmynd þessa máls þegar rannsókn er lokið en með því að veita upplýsingar um einstök atriði nú þá gætum við stefnt rannsókninni í hættu.“ Ómögulegt er að segja hvenær rannsókn málsins lýkur. Lögregla vinnur úr vísbendingum og stefnir á að leysa málið. Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson rannsóknarlögreglumaður tjáði fréttastofu fyrir helgi að hann væri að eðlisfari bjartsýnn maður og lögregla ynni hörðum höndum að því að hafa hendur í hári þjófanna.
Lögreglumál Peningum stolið í Hamraborg Kópavogur Tengdar fréttir Taska stútfull af milljónum króna enn ófundin Ein af töskunum sjö sem þjófarnir í Hamraborg höfðu á brott með sér úr sendiferðabíl Öryggismiðstöðvarinnar fyrir tæpum fjórum vikum er ófundin. Sú var stúfull af peningum. 19. apríl 2024 11:45 Þjófarnir leika lausum hala Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á því hverjir stálu á milli tuttugu til þrjátíu milljónum króna í formi spilakassapeninga í fórum starfsfólks Öryggismiðstöðvarinnar hefur ekki leitt til handtöku. Þjófarnir leika enn lausum hala. 8. apríl 2024 12:11 Enginn handtekinn enn og lögregla þögul sem gröfin Enginn hefur enn verið handtekinn í tengslum við ránið í Hamraborg á mánudag síðustu viku. Lögregla segir rannsókn málsins í gangi en heldur spilunum annars þétt að sér. 2. apríl 2024 10:32 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Taska stútfull af milljónum króna enn ófundin Ein af töskunum sjö sem þjófarnir í Hamraborg höfðu á brott með sér úr sendiferðabíl Öryggismiðstöðvarinnar fyrir tæpum fjórum vikum er ófundin. Sú var stúfull af peningum. 19. apríl 2024 11:45
Þjófarnir leika lausum hala Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á því hverjir stálu á milli tuttugu til þrjátíu milljónum króna í formi spilakassapeninga í fórum starfsfólks Öryggismiðstöðvarinnar hefur ekki leitt til handtöku. Þjófarnir leika enn lausum hala. 8. apríl 2024 12:11
Enginn handtekinn enn og lögregla þögul sem gröfin Enginn hefur enn verið handtekinn í tengslum við ránið í Hamraborg á mánudag síðustu viku. Lögregla segir rannsókn málsins í gangi en heldur spilunum annars þétt að sér. 2. apríl 2024 10:32