Katrín og Baldur takast enn á um forystuna Heimir Már Pétursson skrifar 22. apríl 2024 19:41 Katrín Jakobsdóttir og Baldur Þórhallsson takast á um forystusætið og Jón Gnarr og Hulda Hrund Logadóttir um þriðja sætið samkvæmt nýjustu könnun Prósents fyrir Morgunblaðið. Grafík/Sara Flestir ætla að kjósa Katrínu Jakobsdóttur og Baldur Þórhallsson samkvæmt fimm skoðanakönnunum sem birtar hafa verið síðast liðinn hálfan mánuð. Halla Hrund Logadóttir er farin að narta í hælana á Jóni Gnarr í þriðja sætinu. Samkvæmt nýjustu könnun Prósents fyrir Morgunblaðið í dag fengi Baldur Þórhallsson mesta fylgið eða 27,2 prósent og Katrín Jakobsdóttir næst mesta fylgið með 23,8 og telst munurinn á þeim ekki marktækur. Baldur hefur nú mælst efstur í tveimur könnunum Prósents, en Katrín efst í einni Gallup könnun og tveimur könnunum Maskínu. Í könnunum Maskínu var Katrín með marktækt forskot á Baldur. Hér sést samanburður á síðustu könnun Maskínu frá 18. apríl og nýjustu könnun Prósents frá í dag fyrir þá sjö frambjóðendur sem mælast með meira en tveggja prósenta fylgi. Lengst til hægri er samanlagt fylgi annarra frambjóðenda.Grafík/Sara Halla Hrund Logadóttir sækir hins vegar í sig veðrið í nýjustu könnun Prósents þar sem hún mælist með 18 prósent og fer upp fyrir Jón Gnarr sem mælist með 17,2 prósent. Halla Tómasdóttir mælist með 5,8 prósent og aðrir mælast með minna en þrjú prósent. Hér sést hvernig kannanir Prósents skera sig úr könnunum Maskínu og Gallups varðandi fylgi Baldurs og Katrínar.Grafík/Sara Fróðlegt er að skoða þróun fylgis fjögurra efstu frambjóðendanna í þeim fimm könnunum sem birst hafa frá 8. apríl til dagsins í dag. Katrín hefur mest farið í 32,9 prósent í fyrstu könnun Maskínu og hefur síðan verið í eða við 30 prósentin nema hjá Prósenti þar sem hún var annars vegar með 25,3 prósent og 23,8 prósent hins vegar. Þessu er nánast öfugt farið hjá Baldri sem mældist með 26,7 prósent í fyrstu könnun Maskínu og mældist með mesta fylgið í könnun Prósents fyrir viku þegar hann var með 29,5 prósent og 27,2 prósent í dag. Jón Gnarr sat einn að þriðja sætinu með 18 til rúm 19 prósent þar til í könnun Prósents í dag. Halla Hrund hefur stöðugt bætt við sig fylgi milli kannanna. Byrjaði með 7,3 prósent hjá Maskínu, viku síðar með 12 prósent hjá Prósenti, með 10,5 hjá Maskínu hinn 18. apríl og 18 prósent hjá Prósenti í dag. Samkvæmt síðast nefndu könnuninni er ekki lengur marktækur munur á Höllu Hrund og Jóni Gnarr. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Ásdís Rán búin að safna undirskriftum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, einnig þekkt sem Ísdrottningin, hefur safnað tilskildum fjölda undirskrifta til þess að geta formlega boðið sig fram til forseta. 22. apríl 2024 15:47 Stefnir í spennandi forsetakosningar Halla Hrund Logadóttir bætir við sig miklu fylgi samkvæmt nýrri könnun Prósents fyrir Morgunblaðið þar sem Baldur Þórhallsson nýtur mest fylgis. Stjórnmálafræðingur segir hægt að lesa það eitt út úr könnunum undanfarnar vikur að forsetakosningarnar verði mjög spennandi. 22. apríl 2024 12:25 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Samkvæmt nýjustu könnun Prósents fyrir Morgunblaðið í dag fengi Baldur Þórhallsson mesta fylgið eða 27,2 prósent og Katrín Jakobsdóttir næst mesta fylgið með 23,8 og telst munurinn á þeim ekki marktækur. Baldur hefur nú mælst efstur í tveimur könnunum Prósents, en Katrín efst í einni Gallup könnun og tveimur könnunum Maskínu. Í könnunum Maskínu var Katrín með marktækt forskot á Baldur. Hér sést samanburður á síðustu könnun Maskínu frá 18. apríl og nýjustu könnun Prósents frá í dag fyrir þá sjö frambjóðendur sem mælast með meira en tveggja prósenta fylgi. Lengst til hægri er samanlagt fylgi annarra frambjóðenda.Grafík/Sara Halla Hrund Logadóttir sækir hins vegar í sig veðrið í nýjustu könnun Prósents þar sem hún mælist með 18 prósent og fer upp fyrir Jón Gnarr sem mælist með 17,2 prósent. Halla Tómasdóttir mælist með 5,8 prósent og aðrir mælast með minna en þrjú prósent. Hér sést hvernig kannanir Prósents skera sig úr könnunum Maskínu og Gallups varðandi fylgi Baldurs og Katrínar.Grafík/Sara Fróðlegt er að skoða þróun fylgis fjögurra efstu frambjóðendanna í þeim fimm könnunum sem birst hafa frá 8. apríl til dagsins í dag. Katrín hefur mest farið í 32,9 prósent í fyrstu könnun Maskínu og hefur síðan verið í eða við 30 prósentin nema hjá Prósenti þar sem hún var annars vegar með 25,3 prósent og 23,8 prósent hins vegar. Þessu er nánast öfugt farið hjá Baldri sem mældist með 26,7 prósent í fyrstu könnun Maskínu og mældist með mesta fylgið í könnun Prósents fyrir viku þegar hann var með 29,5 prósent og 27,2 prósent í dag. Jón Gnarr sat einn að þriðja sætinu með 18 til rúm 19 prósent þar til í könnun Prósents í dag. Halla Hrund hefur stöðugt bætt við sig fylgi milli kannanna. Byrjaði með 7,3 prósent hjá Maskínu, viku síðar með 12 prósent hjá Prósenti, með 10,5 hjá Maskínu hinn 18. apríl og 18 prósent hjá Prósenti í dag. Samkvæmt síðast nefndu könnuninni er ekki lengur marktækur munur á Höllu Hrund og Jóni Gnarr.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Ásdís Rán búin að safna undirskriftum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, einnig þekkt sem Ísdrottningin, hefur safnað tilskildum fjölda undirskrifta til þess að geta formlega boðið sig fram til forseta. 22. apríl 2024 15:47 Stefnir í spennandi forsetakosningar Halla Hrund Logadóttir bætir við sig miklu fylgi samkvæmt nýrri könnun Prósents fyrir Morgunblaðið þar sem Baldur Þórhallsson nýtur mest fylgis. Stjórnmálafræðingur segir hægt að lesa það eitt út úr könnunum undanfarnar vikur að forsetakosningarnar verði mjög spennandi. 22. apríl 2024 12:25 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Ásdís Rán búin að safna undirskriftum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, einnig þekkt sem Ísdrottningin, hefur safnað tilskildum fjölda undirskrifta til þess að geta formlega boðið sig fram til forseta. 22. apríl 2024 15:47
Stefnir í spennandi forsetakosningar Halla Hrund Logadóttir bætir við sig miklu fylgi samkvæmt nýrri könnun Prósents fyrir Morgunblaðið þar sem Baldur Þórhallsson nýtur mest fylgis. Stjórnmálafræðingur segir hægt að lesa það eitt út úr könnunum undanfarnar vikur að forsetakosningarnar verði mjög spennandi. 22. apríl 2024 12:25