Ótrúlegur lækningamáttur í dalnum vekur furðu Aron Guðmundsson skrifar 23. apríl 2024 11:50 Fékk Guy Smit, markvörður KR, bót meina sinna í gegnum markmannshanskann? Eða er ekki frekar um að ræða vel útfærða brellu hjá KR. Vísir KR-ingar notfærðu sér nokkuð nýlega brellu úr brellubók knattspyrnuheimsins í leik gegn Fram í Bestu deildinni um nýliðna helgi. Atvikið var til umræðu í uppgjörsþættinum Stúkan á Stöð 2 Sport en um er að ræða brellu sem erfitt getur reynst fyrir dómara að koma í veg fyrir. Atvikið var til umræðu í uppgjörsþættinum Stúkan á Stöð 2 Sport á sunnudaginn í samhengi við hversu KR-liðið virkaði slitið í fyrri hálfleik gegn Fram líkt og raunin hafði einnig verið gegn Fylki í fyrstu umferð deildarinnar. „Mér finnst þeir hafa verið það (slitnir),“ sagði Atli Viðar Björnsson, einn sérfræðinga Stúkunnar. „Það voru atvik, þarna í fyrri hálfleiknum sérstaklega, þar sem að liðið var mjög slitið. Mjög auðvelt fyrir Fram að finna menn í fætur þarna á miðjunni.“ Á þessum tímapunkti fyrri hálfleiksins virðist Guy Smit, markverði KR, hafa verið skipað að setjast niður og kalla á aðhlynningu svo að leikurinn yrði stöðvaður. „Skilaboðin af bekknum virðast hafa verið „sestu niður, láttu hlúa að þér því að við þurfum að halda fund“ og þarna eru leikmenn KR kallaðir á fund á hliðarlínunni og komið á framfæri við þá einhverjum breytingum á leikskipulaginu. Í rauninni finnst mér svo allt annað að sjá KR liðið eftir þetta,“ sagði Atli Viðar. KR-ingar gripu þarna til þess ráðs að beita svo til nýlegri brellu úr brellubók knattspyrnuheimsins. Brellu sem hefur verið beitt töluvert úti í heimi og virðist erfitt fyrir dómara leiksins að koma í veg fyrir. „Mér sýndist Guy Smit gefa þarna merki um að hann væri meiddur á fingri en hann fór hins vegar aldrei úr markmannshanskanum til að láta kanna stöðuna á fingrinum,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar. „Það var eins og hann hefði verið læknaður í gegnum hanskann. Við erum að sjá þetta gerast víða. Markmenn eru látnir setjast niður því það er ekkert hægt að gera. Það er ekki hægt að skipa markmanninum að bíða fyrir utan völlinn eftir að hafa fengið aðhlynningu. Þó að dómarinn viti kannski að umræddur markvörður sé ekki meiddur, þá getur hann ekki sett hann út fyrir.“ Umræðuna úr Stúkunni má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: Klippa: KR tóku trix úr brellubókinni: „Ekkert hægt að gera“ Stúkan KR Besta deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
Atvikið var til umræðu í uppgjörsþættinum Stúkan á Stöð 2 Sport á sunnudaginn í samhengi við hversu KR-liðið virkaði slitið í fyrri hálfleik gegn Fram líkt og raunin hafði einnig verið gegn Fylki í fyrstu umferð deildarinnar. „Mér finnst þeir hafa verið það (slitnir),“ sagði Atli Viðar Björnsson, einn sérfræðinga Stúkunnar. „Það voru atvik, þarna í fyrri hálfleiknum sérstaklega, þar sem að liðið var mjög slitið. Mjög auðvelt fyrir Fram að finna menn í fætur þarna á miðjunni.“ Á þessum tímapunkti fyrri hálfleiksins virðist Guy Smit, markverði KR, hafa verið skipað að setjast niður og kalla á aðhlynningu svo að leikurinn yrði stöðvaður. „Skilaboðin af bekknum virðast hafa verið „sestu niður, láttu hlúa að þér því að við þurfum að halda fund“ og þarna eru leikmenn KR kallaðir á fund á hliðarlínunni og komið á framfæri við þá einhverjum breytingum á leikskipulaginu. Í rauninni finnst mér svo allt annað að sjá KR liðið eftir þetta,“ sagði Atli Viðar. KR-ingar gripu þarna til þess ráðs að beita svo til nýlegri brellu úr brellubók knattspyrnuheimsins. Brellu sem hefur verið beitt töluvert úti í heimi og virðist erfitt fyrir dómara leiksins að koma í veg fyrir. „Mér sýndist Guy Smit gefa þarna merki um að hann væri meiddur á fingri en hann fór hins vegar aldrei úr markmannshanskanum til að láta kanna stöðuna á fingrinum,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar. „Það var eins og hann hefði verið læknaður í gegnum hanskann. Við erum að sjá þetta gerast víða. Markmenn eru látnir setjast niður því það er ekkert hægt að gera. Það er ekki hægt að skipa markmanninum að bíða fyrir utan völlinn eftir að hafa fengið aðhlynningu. Þó að dómarinn viti kannski að umræddur markvörður sé ekki meiddur, þá getur hann ekki sett hann út fyrir.“ Umræðuna úr Stúkunni má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: Klippa: KR tóku trix úr brellubókinni: „Ekkert hægt að gera“
Stúkan KR Besta deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira