Skráning Oculis á Aðalmarkað má rekja til áhuga frá fjárfestum
![Páll Ragnar Jóhannesson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Oculis, og Einar Stefánsson, prófessor emeritus og einn stofnenda Oculis, þegar viðskipti með bréf fyrirtækisins voru hringd inn í Kauphöll Íslands í morgun.](https://www.visir.is/i/97DC17C58BF0BE0F8A5B748723740C86D5040B236319B9A56436A6E390577A1A_713x0.jpg)
Skráning augnlyfjaþróunarfélagsins Oculis í Kauphöll Íslands er viðbragð við áhuga frá innlendum fjárfestum og byggð á óskum hluthafa, segir framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu. Mögulega mun fyrirtækið byrja að afla tekna árið 2026. Hann segir að það sé unnið að því að auka veltu með hlutabréfin á Nasdaq. Hún hafi verið að aukast og við það verði verðmyndun vonandi betri en markaðurinn ráði verðinu þegar öllu sé á botninn hvolft.