Velkomin í Verbúðina II Jakob Bjarnar skrifar 23. apríl 2024 15:11 Bjarkey var ekki tekin neinum silkihönskum þegar hún mælti fyrir sínu fyrsta frumvarpi. Jóhann Páll Samfylkingu er meðal þeirra sem lét hana heyra það. vísir/vilhelm Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu um lagareldi nú rétt í þessu. Það nær til sjókvíaeldis, landeldis, hafeldis og þörungaræktar. Fyrir liggur að málið er gríðarlega eldfimt. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar er meðal þeirra sem varð til andsvara og hann sparaði sig ekki. „Hvað er í gangi hérna?“ spurði þingmaðurinn herskár. Og hélt svo áfram: „Hér er ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar á lokametrunum skakklappandi og rúin trausti að gera tilraun til að afhenda laxeldisfyrirtækjum í eigu norskra auðmanna varanlegan aðgang að fjörðunum okkar – með rekstrarleyfum sem eiga að gilda út í eilífðina og sem verður hægt að veðsetja og framselja og braska með.” Ljóst er að þingmanninum ofbýður frumvarpsgerðin en hún hefur meðal annars verið gagnrýnd fyrir að dregnar hafi verið tennurnar, úr öllu viðnámi, þar sem ekki er gert ráð fyrir að það kæmi niður á framleiðslukvóta verði fyrirtækin uppvís af því að fylgja ekki reglum. „Velkomin í Verbúðina seríu tvö. En ég held reyndar að höfundar Verbúðarinnar hefðu aldrei látið sér detta í hug svona súrrealisma eins og birtist hér þegar ráðherra reynir að telja þingheimi trú um að veiting ótímabundins leyfis sé í raun handbremsa, handbremsa. Ég efast um að höfundum Verbúðarinnar hefði dottið slíkt í hug. En hvernig dettur hæstvirtum ráðherra í hug að ríkisstjórnin komist upp með þetta? Hvernig dettur hæstvirtum ráðherra í hug að það verði einhver friður um þetta hér á Alþingi eða úti í samfélaginu?“ Umræður um frumvarpið standa nú yfir á Alþingi. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjókvíaeldi Fiskeldi Tengdar fréttir Vonast til að afgreiða hvalveiðileyfi eins hratt og mögulegt er Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra vonast til þess að afgreiða umsóknir um leyfi til langreyða og hrefnu eins hratt og hún mögulega getur. Enginn ákveðinn málsmeðferðartími sé í lögum um hvalveiðar og hún hafi ákveðið að gefa sér tíma til að fara vel yfir málið þar sem engin launung sé um það að miklar og skiptar skoðanir séu á hvalveiðum. 22. apríl 2024 17:53 Kristrún segir ríkisstjórnina vilja gefa auðlindir þjóðarinnar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hjólaði í Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, nýjan matvælaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma nú rétt í þessu. Hún hélt því fram að frumvarp sem Bjarkey mælir fyrir á morgun gangi út á að gefa sjókvíaeldisfyrirtækjum firðina um aldur og ævi. 22. apríl 2024 15:39 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar er meðal þeirra sem varð til andsvara og hann sparaði sig ekki. „Hvað er í gangi hérna?“ spurði þingmaðurinn herskár. Og hélt svo áfram: „Hér er ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar á lokametrunum skakklappandi og rúin trausti að gera tilraun til að afhenda laxeldisfyrirtækjum í eigu norskra auðmanna varanlegan aðgang að fjörðunum okkar – með rekstrarleyfum sem eiga að gilda út í eilífðina og sem verður hægt að veðsetja og framselja og braska með.” Ljóst er að þingmanninum ofbýður frumvarpsgerðin en hún hefur meðal annars verið gagnrýnd fyrir að dregnar hafi verið tennurnar, úr öllu viðnámi, þar sem ekki er gert ráð fyrir að það kæmi niður á framleiðslukvóta verði fyrirtækin uppvís af því að fylgja ekki reglum. „Velkomin í Verbúðina seríu tvö. En ég held reyndar að höfundar Verbúðarinnar hefðu aldrei látið sér detta í hug svona súrrealisma eins og birtist hér þegar ráðherra reynir að telja þingheimi trú um að veiting ótímabundins leyfis sé í raun handbremsa, handbremsa. Ég efast um að höfundum Verbúðarinnar hefði dottið slíkt í hug. En hvernig dettur hæstvirtum ráðherra í hug að ríkisstjórnin komist upp með þetta? Hvernig dettur hæstvirtum ráðherra í hug að það verði einhver friður um þetta hér á Alþingi eða úti í samfélaginu?“ Umræður um frumvarpið standa nú yfir á Alþingi.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjókvíaeldi Fiskeldi Tengdar fréttir Vonast til að afgreiða hvalveiðileyfi eins hratt og mögulegt er Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra vonast til þess að afgreiða umsóknir um leyfi til langreyða og hrefnu eins hratt og hún mögulega getur. Enginn ákveðinn málsmeðferðartími sé í lögum um hvalveiðar og hún hafi ákveðið að gefa sér tíma til að fara vel yfir málið þar sem engin launung sé um það að miklar og skiptar skoðanir séu á hvalveiðum. 22. apríl 2024 17:53 Kristrún segir ríkisstjórnina vilja gefa auðlindir þjóðarinnar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hjólaði í Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, nýjan matvælaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma nú rétt í þessu. Hún hélt því fram að frumvarp sem Bjarkey mælir fyrir á morgun gangi út á að gefa sjókvíaeldisfyrirtækjum firðina um aldur og ævi. 22. apríl 2024 15:39 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Vonast til að afgreiða hvalveiðileyfi eins hratt og mögulegt er Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra vonast til þess að afgreiða umsóknir um leyfi til langreyða og hrefnu eins hratt og hún mögulega getur. Enginn ákveðinn málsmeðferðartími sé í lögum um hvalveiðar og hún hafi ákveðið að gefa sér tíma til að fara vel yfir málið þar sem engin launung sé um það að miklar og skiptar skoðanir séu á hvalveiðum. 22. apríl 2024 17:53
Kristrún segir ríkisstjórnina vilja gefa auðlindir þjóðarinnar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hjólaði í Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, nýjan matvælaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma nú rétt í þessu. Hún hélt því fram að frumvarp sem Bjarkey mælir fyrir á morgun gangi út á að gefa sjókvíaeldisfyrirtækjum firðina um aldur og ævi. 22. apríl 2024 15:39