Mikill samdráttur á hagnaði Tesla Samúel Karl Ólason skrifar 23. apríl 2024 22:33 Forsvarsmenn Tesla ætla að flýta útgáfu nýrra bílategunda og þar á meðal ódýrari rafmagnsbíla, með því markmiði að bæta sölu. AP/Sebastian Christoph Hagnaður rafmagnsbílafyrirtækisins Tesla dróst verulega saman á fyrsta fjórðungi þessa árs, samanborið við sama tímabil í fyrra. Tekjur drógust saman um níu prósent og voru 21,3 milljarður dala en hagnaðurinn dróst saman um 55 prósent og var 1,1 milljarður dala. Það samsvarar um 155 milljörðum króna en fyrirtækið stóðst ekki væntingar fjárfesta vestanhafs, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Áður en uppgjörið var birt hafði virði hlutabréfa Tesla dregist saman um 42 prósent á þessu ári. Í frétt miðilsins segir að Elon Musk, forstjóri Tesla og stærsti hluthafi félagsins, sé undir miklum þrýstingi vegna samdráttarins og hann þurfi að gera betur grein fyrir framtíðarsýn sinni fyrir Tesla. Í yfirlýsingu vegna ársfjórðungsuppgjörs Tesla segir að sala á rafmagnsbílum hafi ekki haldið í við væntingar en á sama tíma hefur samkeppni á markaði rafmagnsbíla aukist. Í yfirlýsingunni segir að forsvarsmenn annarra bílaframleiðenda hafi margir tekið þá ákvörðun að leggja meiri áherslu á tengiltvinnbíla sem gangi bæði fyrir rafmagni og eldsneyti. Þá segir þar að á meðan aðrir séu að draga úr fjárfestingum sínum sé Tesla að fjárfesta í framtíðarvexti. Meðal annars á að flýta útgáfu nýrra bílategunda og þar á meðal ódýrari rafmagnsbíla. Vonast er til að þessar tegundir nái á markað um mitt næsta ár, sem er fyrr en áður stóð til. Þær fregnir hafa leitt til hækkunar á virði hlutabéfa félagsins í dag. Stjórn Tesla hefur farið fram á það við hluthafa að þeir samþykki á nýjan leik kaupréttarsamning sem gerður var við Musk árið 2018. Sá samningur var dæmdur ólöglegur í janúar en þar er um að ræða stærsta samning af þessu tagi sem gerður hefur verið við stjórnanda skráðs fyrirtækis í Bandaríkjunum. Stjórnin hefur einnig beðið hluthafa um að samþykkja flutning félagsins frá Delaware til Texas en Musk fór fram á það eftir áðurnefndan úrskurð dómara í janúar. Tesla Vistvænir bílar Bílar Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Það samsvarar um 155 milljörðum króna en fyrirtækið stóðst ekki væntingar fjárfesta vestanhafs, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Áður en uppgjörið var birt hafði virði hlutabréfa Tesla dregist saman um 42 prósent á þessu ári. Í frétt miðilsins segir að Elon Musk, forstjóri Tesla og stærsti hluthafi félagsins, sé undir miklum þrýstingi vegna samdráttarins og hann þurfi að gera betur grein fyrir framtíðarsýn sinni fyrir Tesla. Í yfirlýsingu vegna ársfjórðungsuppgjörs Tesla segir að sala á rafmagnsbílum hafi ekki haldið í við væntingar en á sama tíma hefur samkeppni á markaði rafmagnsbíla aukist. Í yfirlýsingunni segir að forsvarsmenn annarra bílaframleiðenda hafi margir tekið þá ákvörðun að leggja meiri áherslu á tengiltvinnbíla sem gangi bæði fyrir rafmagni og eldsneyti. Þá segir þar að á meðan aðrir séu að draga úr fjárfestingum sínum sé Tesla að fjárfesta í framtíðarvexti. Meðal annars á að flýta útgáfu nýrra bílategunda og þar á meðal ódýrari rafmagnsbíla. Vonast er til að þessar tegundir nái á markað um mitt næsta ár, sem er fyrr en áður stóð til. Þær fregnir hafa leitt til hækkunar á virði hlutabéfa félagsins í dag. Stjórn Tesla hefur farið fram á það við hluthafa að þeir samþykki á nýjan leik kaupréttarsamning sem gerður var við Musk árið 2018. Sá samningur var dæmdur ólöglegur í janúar en þar er um að ræða stærsta samning af þessu tagi sem gerður hefur verið við stjórnanda skráðs fyrirtækis í Bandaríkjunum. Stjórnin hefur einnig beðið hluthafa um að samþykkja flutning félagsins frá Delaware til Texas en Musk fór fram á það eftir áðurnefndan úrskurð dómara í janúar.
Tesla Vistvænir bílar Bílar Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira