Skoðun

Það vantar vanan og á­reiðan­legan mann í verkið

Haraldur Ólafsson skrifar

Undanfarin ár hafa erlendar valdastofnanir í sífellt ríkari mæli seilst til áhrifa á Íslandi. Áhrifin eru nú þegar víðtæk á löggjöf og það er deginum ljósara að hagsmunir annarra en þeirra sem í landinu búa stjórna þar mestu.

Áhrif þess að færa vald til útlanda á lýðræðið eru augljós og neikvæð. Áhrifin á frelsi og mannréttindi eru með ýmsum hætti, en jafnan neikvæð. Þar sem lýðræði víkur er iðulega stutt í að frelsi og mannréttindi láti líka í minni pokann.

Í embætti forseta íslands þarf mann sem stendur fastur fyrir ef og þegar tískusveiflur í heimi embættismanna eða sérhagsmunir stjórnmálamanna bera skynsemina ofurliði. Það þarf mann sem stendur vörð um fullveldi landsins, frelsi og mannréttindi.

Eflaust eru sumir frambjóðendur af vilja gerðir í þessum málum, en það er ekki nóg. Þekking, styrkur og reynsla Arnars Þórs Jónssonar er slík að honum er langbest treystandi til að fara með embætti forseta Íslands.

Enginn vafi er á að Arnar Þór og Hrafnhildur muni leysa verkefni forsetaembættisins sem lúta að veislum, heimsóknum og borðaklippingum með miklum sóma. Enginn mun kvarta undan þeirri ásýnd.

Höfundur er prófessor í Háskóla Íslands.




Skoðun

Skoðun

Þöggun

Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar

Sjá meira


×